Krefst mats á áhrifum kísilverksmiðjunnar í Helguvík á heilsu íbúa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2019 08:25 Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdarðilanna Stakksbergs ehf. að matsáætlun í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík en þó með nokkrum athugasemdum. Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. Stofnunin tekur þannig einnig undir mat Embættis landlæknis sem telur lýðheilsumat æskilegt. Skipulagsstofnun bendir á að í mörgum athugasemdum við tillögu að matsáætlun frá almenningi séu ábendingar frá fólki sem hafi fundið fyrir óþægindum og veikindum þegar kísilverið starfaði. „Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir áhrifum kísilversins á heilsu þar sem megin áhersla verði lögð á afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni,“ segir í ákvörðun Skipulagsstofnunar. Þá sé nauðsynlegt að setja fram tillögu að vöktun á áhrifum af starfsemi kísilversins á heilsu á rekstrartíma. Kisilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag utan um hann. Arion var stærsti kröfuhafi United Silicon. Félagið hyggst miða að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfseminni og selja verksmiðjuna svo.Vinna þurfi að kynningu og samráði Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins. Í skýrslunni þurfi að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á samráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að. Þá þurfi einnig að gera grein fyrir fráveitu og hugsanlegum áhrifum á grunnvatn vegna framkvæmdarinnar. Heilbrigðismál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36 Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00 Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdarðilanna Stakksbergs ehf. að matsáætlun í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík en þó með nokkrum athugasemdum. Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. Stofnunin tekur þannig einnig undir mat Embættis landlæknis sem telur lýðheilsumat æskilegt. Skipulagsstofnun bendir á að í mörgum athugasemdum við tillögu að matsáætlun frá almenningi séu ábendingar frá fólki sem hafi fundið fyrir óþægindum og veikindum þegar kísilverið starfaði. „Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir áhrifum kísilversins á heilsu þar sem megin áhersla verði lögð á afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni,“ segir í ákvörðun Skipulagsstofnunar. Þá sé nauðsynlegt að setja fram tillögu að vöktun á áhrifum af starfsemi kísilversins á heilsu á rekstrartíma. Kisilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag utan um hann. Arion var stærsti kröfuhafi United Silicon. Félagið hyggst miða að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfseminni og selja verksmiðjuna svo.Vinna þurfi að kynningu og samráði Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins. Í skýrslunni þurfi að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á samráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að. Þá þurfi einnig að gera grein fyrir fráveitu og hugsanlegum áhrifum á grunnvatn vegna framkvæmdarinnar.
Heilbrigðismál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36 Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00 Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36
Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00
Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent