Er barnið þitt með raunhæfar kröfur í íþróttum? Helgi Héðinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Margt íþróttafólk dreymir um að ná fullkominni frammistöðu í keppni og uppskera árangur í samræmi við það. Slæmu fréttirnar eru þær að það að reyna að vera fullkominn er oft það versta sem hægt er að hugsa um fyrir og í keppni. Þegar iðkanda finnst hann þurfa að standa sig fullkomlega þá er í raun ekkert svigrúm fyrir mistök og verður hugurinn heltekinn af því að forðast að gera mistök.Afleiðingarnar Kröfuharðar og ósveigjanlegar hugsanir eins og „ég verð að vinna“, og „ég má ekki vera lélegur í dag“ geta haft veruleg áhrif. Fyrir það fyrsta eykur þetta andlegt álag sem birtist í auknum kvíða og streitu. Í öðru lagi getur þetta hæglega stýrt hegðuninni sem kemur í kjölfarið. Þessar hugsanir vekja upp sterka tilhneigingu til að forðast að gera mistök sem leiðir til þess að iðkandi verður of varkár. Dæmi um þetta: Iðkandi í boltaíþrótt sendir bara einfaldar sendingar til hliðar eða til baka, reynir ekki krefjandi sendingar og tekur helst engar áhættur. Í tennis, badminton og blaki byrjar iðkandi að hugsa meira um að verjast frekar en að sækja og sendir boltann/fluguna nær miðjusvæði andstæðingsins í stað þess að senda til hliðanna og gera andstæðingnum erfiðara fyrir. Einnig er sterk tilhneiging til að gefast fyrr upp þegar illa gengur því iðkanda finnst hann búinn að klúðra og betra sé að lágmarka skaðann í stað þess að taka sénsinn á að snúa vörn í sókn. Í þriðja lagi hefur þetta veruleg áhrif á einbeitingu því þessar hugsanir heltaka athyglina. Það gefur auga leið að á sama tíma er minni athygli á þeim afmörkuðu verkefnum sem krefjast einbeitingar svo hægt sé að ná góðri frammistöðu. Þó ber að taka fram að það er gott að vera meðvitaður um mistök svo hægt sé að læra af þeim en þegar þegar hugur iðkanda er orðinn heltekinn af ótta við mistök grefur það undan bæði frammistöðu hans og sjálfstrausti. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir vísbendingum um þetta, eins og þegar iðkandi forðast krefjandi aðstæður t.d. að taka vítaskot þrátt fyrir góða færni eða virðist gefast upp eða verða vonlaus í kjölfar mistaka eða annars konar mótlætis.Hvað er til ráða? Foreldrar geta svo sannarlega rætt við börn sín og spurt út í hugsanir við krefjandi aðstæður og gefið leiðbeiningar um hvernig megi nálgast krefjandi verkefni með uppbyggilegu hugarfari. Iðkandi veit að oft er þörf á „fullkominni“ frammistöðu til að eiga möguleika á árangri eða sigri, og er það því mikil áskorun að hjálpa honum að skilja að þessi krafa um engin mistök er mjög til trafala og leiðir yfirleitt til lakari frammistöðu. Hjálpa þarf iðkanda að endurskilgreina mistök. Til dæmis það að skjóta á markið þrátt fyrir að skora ekki eru ekki mistök. Foreldrar ættu að gefa börnum sínum hrós fyrir að reyna og taka áhættur. Því miður geta foreldrar lent í þeirri gildru að ýta óafvitandi undir óhóflegar kröfur iðkanda til sjálf síns með því að hrósa sérstaklega (jafnvel einungis) fyrir stig og mörk og það sem verra er að gagnrýna allar misheppnaðar tilraunir. Þetta eykur hræðslu við mistök hjá iðkandanum með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar eru mikilvægt bakland fyrir börn sín og geta svo sannarlega hjálpað þeim að tileinka sér uppbyggilega siði og venjur við íþróttaiðkun.Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Héðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Margt íþróttafólk dreymir um að ná fullkominni frammistöðu í keppni og uppskera árangur í samræmi við það. Slæmu fréttirnar eru þær að það að reyna að vera fullkominn er oft það versta sem hægt er að hugsa um fyrir og í keppni. Þegar iðkanda finnst hann þurfa að standa sig fullkomlega þá er í raun ekkert svigrúm fyrir mistök og verður hugurinn heltekinn af því að forðast að gera mistök.Afleiðingarnar Kröfuharðar og ósveigjanlegar hugsanir eins og „ég verð að vinna“, og „ég má ekki vera lélegur í dag“ geta haft veruleg áhrif. Fyrir það fyrsta eykur þetta andlegt álag sem birtist í auknum kvíða og streitu. Í öðru lagi getur þetta hæglega stýrt hegðuninni sem kemur í kjölfarið. Þessar hugsanir vekja upp sterka tilhneigingu til að forðast að gera mistök sem leiðir til þess að iðkandi verður of varkár. Dæmi um þetta: Iðkandi í boltaíþrótt sendir bara einfaldar sendingar til hliðar eða til baka, reynir ekki krefjandi sendingar og tekur helst engar áhættur. Í tennis, badminton og blaki byrjar iðkandi að hugsa meira um að verjast frekar en að sækja og sendir boltann/fluguna nær miðjusvæði andstæðingsins í stað þess að senda til hliðanna og gera andstæðingnum erfiðara fyrir. Einnig er sterk tilhneiging til að gefast fyrr upp þegar illa gengur því iðkanda finnst hann búinn að klúðra og betra sé að lágmarka skaðann í stað þess að taka sénsinn á að snúa vörn í sókn. Í þriðja lagi hefur þetta veruleg áhrif á einbeitingu því þessar hugsanir heltaka athyglina. Það gefur auga leið að á sama tíma er minni athygli á þeim afmörkuðu verkefnum sem krefjast einbeitingar svo hægt sé að ná góðri frammistöðu. Þó ber að taka fram að það er gott að vera meðvitaður um mistök svo hægt sé að læra af þeim en þegar þegar hugur iðkanda er orðinn heltekinn af ótta við mistök grefur það undan bæði frammistöðu hans og sjálfstrausti. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir vísbendingum um þetta, eins og þegar iðkandi forðast krefjandi aðstæður t.d. að taka vítaskot þrátt fyrir góða færni eða virðist gefast upp eða verða vonlaus í kjölfar mistaka eða annars konar mótlætis.Hvað er til ráða? Foreldrar geta svo sannarlega rætt við börn sín og spurt út í hugsanir við krefjandi aðstæður og gefið leiðbeiningar um hvernig megi nálgast krefjandi verkefni með uppbyggilegu hugarfari. Iðkandi veit að oft er þörf á „fullkominni“ frammistöðu til að eiga möguleika á árangri eða sigri, og er það því mikil áskorun að hjálpa honum að skilja að þessi krafa um engin mistök er mjög til trafala og leiðir yfirleitt til lakari frammistöðu. Hjálpa þarf iðkanda að endurskilgreina mistök. Til dæmis það að skjóta á markið þrátt fyrir að skora ekki eru ekki mistök. Foreldrar ættu að gefa börnum sínum hrós fyrir að reyna og taka áhættur. Því miður geta foreldrar lent í þeirri gildru að ýta óafvitandi undir óhóflegar kröfur iðkanda til sjálf síns með því að hrósa sérstaklega (jafnvel einungis) fyrir stig og mörk og það sem verra er að gagnrýna allar misheppnaðar tilraunir. Þetta eykur hræðslu við mistök hjá iðkandanum með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar eru mikilvægt bakland fyrir börn sín og geta svo sannarlega hjálpað þeim að tileinka sér uppbyggilega siði og venjur við íþróttaiðkun.Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun