Íslendingar neikvæðir í garð laxeldis í opnum sjókvíum Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. apríl 2019 06:30 Deilt hefur verið um umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum og áhrif þess á villta laxastofninn. Mynd/Erlendur Gíslason Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna. Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður. Friðleifur Guðmundsson, formaður NASF, segir þessar niðurstöður ekki koma sér á óvart. „Þetta eru klárlega mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um vilja kjósenda. Ég held að þetta sé vilji allra þegar fólk kynnir sér málin. Ég held að allir vilji að lax sé framleiddur í sátt við náttúruna og get ekki skilið að nokkur maður sé á móti því,“ segir Friðleifur. Hann telur herferð NASF „Á móti straumnum“ vera að skila sér í því að margir taki afstöðu. „Við erum ekki með neinn áróður heldur erum bara að reyna sýna fram á hvernig þetta raunverulega er og hvernig þetta verður ef þetta nær fram að ganga, sem allt stefnir í að muni gerast. Við höfum bara verið að kynna niðurstöður úr skýrslum sem hafa verið unnar af vísindamönnum.“ Forsvarsmenn NASF hafa í vikunni fundað bæði með umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við áttum ágætis samtal við þá. Það virðast allir vera allir af vilja gerðir og við vonum bara að það verði staðið við stóru orðin.“ Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segist auðvitað ekki vera ánægður með það að svona stór hópur hafi athugasemdir við það sem menn kalla laxeldi í opnum sjókvíum. „Þessi spurning er hins vegar mjög gildishlaðin í ljósi þess að umræðan um hugtakið laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið neikvæð. Þannig tel ég það lita svolítið viðhorf fólks í svörum við spurningunni,“ segir Einar. Almenn afstaða fólks til fiskeldis sýnist honum aftur á móti vera jákvæð og stuðningur við greinina fari vaxandi í samfélaginu. „Flestum er væntanlega ljóst að vöxturinn í fiskeldi í framtíðinni verður í formi eldis í sjó.“ segir Einar. Þá segir hann niðurstöðurnar stangast á við kannanir sem áður hafi verið gerðar og birtar opinberlega. „Við sjáum það kannski af fyrri könnunum og því hve stór hluti er hlutlaus að skoðanir fólks í þessum efnum rista kannski ekki djúpt.“ Könnun MMR var gerð 11. – 13. apríl síðastliðinn en um eitt þúsund manns voru spurðir og tóku tæp 88 prósent afstöðu. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir kyni og aldri en meiri jákvæðni til eldisins mælist á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna. Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður. Friðleifur Guðmundsson, formaður NASF, segir þessar niðurstöður ekki koma sér á óvart. „Þetta eru klárlega mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um vilja kjósenda. Ég held að þetta sé vilji allra þegar fólk kynnir sér málin. Ég held að allir vilji að lax sé framleiddur í sátt við náttúruna og get ekki skilið að nokkur maður sé á móti því,“ segir Friðleifur. Hann telur herferð NASF „Á móti straumnum“ vera að skila sér í því að margir taki afstöðu. „Við erum ekki með neinn áróður heldur erum bara að reyna sýna fram á hvernig þetta raunverulega er og hvernig þetta verður ef þetta nær fram að ganga, sem allt stefnir í að muni gerast. Við höfum bara verið að kynna niðurstöður úr skýrslum sem hafa verið unnar af vísindamönnum.“ Forsvarsmenn NASF hafa í vikunni fundað bæði með umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við áttum ágætis samtal við þá. Það virðast allir vera allir af vilja gerðir og við vonum bara að það verði staðið við stóru orðin.“ Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segist auðvitað ekki vera ánægður með það að svona stór hópur hafi athugasemdir við það sem menn kalla laxeldi í opnum sjókvíum. „Þessi spurning er hins vegar mjög gildishlaðin í ljósi þess að umræðan um hugtakið laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið neikvæð. Þannig tel ég það lita svolítið viðhorf fólks í svörum við spurningunni,“ segir Einar. Almenn afstaða fólks til fiskeldis sýnist honum aftur á móti vera jákvæð og stuðningur við greinina fari vaxandi í samfélaginu. „Flestum er væntanlega ljóst að vöxturinn í fiskeldi í framtíðinni verður í formi eldis í sjó.“ segir Einar. Þá segir hann niðurstöðurnar stangast á við kannanir sem áður hafi verið gerðar og birtar opinberlega. „Við sjáum það kannski af fyrri könnunum og því hve stór hluti er hlutlaus að skoðanir fólks í þessum efnum rista kannski ekki djúpt.“ Könnun MMR var gerð 11. – 13. apríl síðastliðinn en um eitt þúsund manns voru spurðir og tóku tæp 88 prósent afstöðu. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir kyni og aldri en meiri jákvæðni til eldisins mælist á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira