Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2019 19:15 Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Töluverðs titrings gætir á stjórnarheimilinu vegna biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi. Í gær var haft eftir Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra væri fullkunnugt um óánægju þingmanna flokksins vegna málsins. Hann gagnrýnir að fólk sé sent erlendis í dýrari aðgerðí staðþess að fara á einkareknar stofur hér á landi. Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í gær kemur enn fremur fram að aukafjármagn til liðskiptaaðgerða hafi verið nýtt á Landspítalanum en þörfin sé meiri og fari vaxandi. Ákveði stjórnvöld ráðast í átak til að eyða biðlistum taki spítalinn þátt. Ein af þeim hátt íþúsund manns sem bíða eftir liðskiptaaðgerð er Helga Möller söngkona sem fékk að vita í desember að hún þyrfti nauðsynlega á slíkri aðgerð að halda. „Í desember fékk ég að vita að liðbrjóskið væri alveg farið í mjöðminni þannig að þetta væri komið bein við bein. Þetta hefur þýtt að nú er ég óvinnufær eins og gefur að skilja,“.Ákvað að greiða sjálf fyrir aðgerð Helga er fullfrísk að öðru leyti og vill komast sem fyrst að vinna og í eðlilega virkni. Hún gat valið um að bíða í rúmt ár eftir aðgerð á Landspítalanum, fara til Svíþjóðar í maí eða fara á einkarekna stofu á næstu vikum. Hún ákvað eftir mikla umhugsun að taka þriðja kostinn. „Ég var hreinlega ekki til í að fara til ókunnugs læknis í Svíþjóð þar sem engin eftirmeðferð er í boði og fljúga svo heim sárkvalin þannig að ég valdi að fara á Klíníkina hér heima og greiða sjálf fyrir aðgerðina. Það er hins vegar afskaplega skrítið að ríkið skuli vera tilbúið að senda sjúklinga eins og mig fyrir þrjár milljónir til Svíþjóðar, vera þar í viku með aðstoðarmann sem er á hóteli allan tímann og fara svo á Saga Class heim. Á sama tíma eru þau ekki tilbúin að greiða tólf hundruð þúsund fyrir aðgerð á Klíníkinni hér heima og fá meira segja hluta af þeirri upphæð til baka í skatta. Ég bara skil ekki af hverju stjórnvöld eru ekki til í að taka þátt í þessum kostnaði eða að minnsta kosti hluta af honum,“ segir Helga. Ætlar að sér að komast í form sem fyrst eftir aðgerð „Ég ætla að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og finnst að ráðamenn ættu einmitt að vera að hugsa um það að fólk komist sem fyrst að starfa. Þeir eru hins vegar ekkert að pæla í fólki eins og mér, fólki sem lifir á verkjalyfjum og bólgueyðandi og þarf stundum svefnlyf til að geta sofið fyrir verkjum,“ segir Helga. Ráðamenn geta fundið leið Hún segir stjórnvöld skorta heildarsýn í málaflokknum. „Ég biðla til ríkisstjórnarinnar, ég biðla til ráðamanna, það er hægt að finna leið út úr þessu. Gerið nú eitthvað í þessum málum, það er hægt að finna leið, við vitum það,“ segir Helga að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Töluverðs titrings gætir á stjórnarheimilinu vegna biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi. Í gær var haft eftir Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra væri fullkunnugt um óánægju þingmanna flokksins vegna málsins. Hann gagnrýnir að fólk sé sent erlendis í dýrari aðgerðí staðþess að fara á einkareknar stofur hér á landi. Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í gær kemur enn fremur fram að aukafjármagn til liðskiptaaðgerða hafi verið nýtt á Landspítalanum en þörfin sé meiri og fari vaxandi. Ákveði stjórnvöld ráðast í átak til að eyða biðlistum taki spítalinn þátt. Ein af þeim hátt íþúsund manns sem bíða eftir liðskiptaaðgerð er Helga Möller söngkona sem fékk að vita í desember að hún þyrfti nauðsynlega á slíkri aðgerð að halda. „Í desember fékk ég að vita að liðbrjóskið væri alveg farið í mjöðminni þannig að þetta væri komið bein við bein. Þetta hefur þýtt að nú er ég óvinnufær eins og gefur að skilja,“.Ákvað að greiða sjálf fyrir aðgerð Helga er fullfrísk að öðru leyti og vill komast sem fyrst að vinna og í eðlilega virkni. Hún gat valið um að bíða í rúmt ár eftir aðgerð á Landspítalanum, fara til Svíþjóðar í maí eða fara á einkarekna stofu á næstu vikum. Hún ákvað eftir mikla umhugsun að taka þriðja kostinn. „Ég var hreinlega ekki til í að fara til ókunnugs læknis í Svíþjóð þar sem engin eftirmeðferð er í boði og fljúga svo heim sárkvalin þannig að ég valdi að fara á Klíníkina hér heima og greiða sjálf fyrir aðgerðina. Það er hins vegar afskaplega skrítið að ríkið skuli vera tilbúið að senda sjúklinga eins og mig fyrir þrjár milljónir til Svíþjóðar, vera þar í viku með aðstoðarmann sem er á hóteli allan tímann og fara svo á Saga Class heim. Á sama tíma eru þau ekki tilbúin að greiða tólf hundruð þúsund fyrir aðgerð á Klíníkinni hér heima og fá meira segja hluta af þeirri upphæð til baka í skatta. Ég bara skil ekki af hverju stjórnvöld eru ekki til í að taka þátt í þessum kostnaði eða að minnsta kosti hluta af honum,“ segir Helga. Ætlar að sér að komast í form sem fyrst eftir aðgerð „Ég ætla að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og finnst að ráðamenn ættu einmitt að vera að hugsa um það að fólk komist sem fyrst að starfa. Þeir eru hins vegar ekkert að pæla í fólki eins og mér, fólki sem lifir á verkjalyfjum og bólgueyðandi og þarf stundum svefnlyf til að geta sofið fyrir verkjum,“ segir Helga. Ráðamenn geta fundið leið Hún segir stjórnvöld skorta heildarsýn í málaflokknum. „Ég biðla til ríkisstjórnarinnar, ég biðla til ráðamanna, það er hægt að finna leið út úr þessu. Gerið nú eitthvað í þessum málum, það er hægt að finna leið, við vitum það,“ segir Helga að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira