Skólaferðalög og árshátíðir í grunnskólum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. apríl 2019 15:00 Allt kostar, líka að fara í skólaferðalög og halda árshátíðir. Auðvitað vilja börn og unglingar gera þetta allt saman enda skemmtilegt. En hver á að borga? Margir foreldrar sem eru í góðum efnum finnst ekkert nema sjálfsagt að greiða háar upphæðir fyrir alls kyns ferðir, viðburði og glæsilega árshátíð fyrir barn sitt með öllu tilheyrandi. En það eru ekki allir foreldrar sem eiga aukakrónur til að standa straum af kostnaði sem þessum. Börn þessara foreldra þurfa þess vegna stundum einfaldlega að sitja heima og það er sárt. Þeim langar alveg jafn mikið að fara í ferðir og á árshátíð eins og öllum hinum börnunum. En til að standa vörð um erfitt efnahagsástand foreldra sinna og af ótta við að það spyrjist út að fátækt er á heimilinu segja börnin jafnvel bara að þeim langi ekki að fara eða þau séu upptekin. Foreldrar sem hafa ekki ráð á að borga fyrir dýra viðburði eða ferðir líða oft sálarkvalir og finnst þau vera að bregðast barni sínu. Hvað varðar árshátíð er vissulega hægt að halda árshátíð án þess að barn þurfi að reiða fram þúsundir króna. Finna þarf aðrar leiðir. Það sem skiptir máli fyrir börnin er að vera saman og gera eitthvað saman. Samveran sem slík kostar ekki neitt. Málið er að finna samverunni umgjörð sem útilokar engan. Að koma saman í sínu fínasta pússi á árshátíð sem haldin er í skólanum og skemmta sér saman: tala saman, syngja og hlægja saman og umfram allt dansa er meðal þess sem krökkum þykir hvað allra skemmtilegast. Ferðir kosta vissulega alltaf eitthvað. Það þarf alla vega að borga bílstjóranum. Í þeim tilfellum er iðulega ráðist í fjáröflun eða sótt er um styrk hjá sveitarfélaginu sem er hið besta mál. Grunnskólinn er samkvæmt lögum gjaldfrjáls og þarf það að gilda um allt sem tengist skólanum. Sem sálfræðingur og borgarfulltrúi fagna ég umræðunni og vona að hún verði til þess að allir skólar skoði þessi mál hjá sér og gleymi aldrei að sumar fjölskyldur eiga ekki mikið aflögu. Það má aldrei vera þannig að barn geti ekki tekið þátt í skólatengdum viðburðum vegna þess að foreldri getur ekki greitt uppsett gjald. Öll mismunun fer illa með börn. Ég hef í borgarstjórn margsinnis rætt um og komið með tillögur um að gæta þurfi jafnræðis þegar kemur að þátttöku í ferðum eða viðburðum á vegum skóla, frístundar og félagsmiðstöðva sem börnin sækja. Það er skylda okkar sem samfélags að sjá til þess að börnum sé ekki mismunað á grundvelli fjárhagsstöðu foreldra þeirra. Að mismuna börnum vegna fjárhagsstöðu foreldra samræmist ekki 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um jafnræði – banni við mismunun af nokkru tagi án tillits til m.a. félagslegra aðstæðna. Börn fátækra foreldra sitja ekki við sama borð og börn efnameiri eða ríkra foreldra. Þau fá t.d. ekki sömu tækifæri til tómstunda. Skólatengdir félagslegir viðburðir og verkefni eru stundum eina tómstund þessara barna.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Allt kostar, líka að fara í skólaferðalög og halda árshátíðir. Auðvitað vilja börn og unglingar gera þetta allt saman enda skemmtilegt. En hver á að borga? Margir foreldrar sem eru í góðum efnum finnst ekkert nema sjálfsagt að greiða háar upphæðir fyrir alls kyns ferðir, viðburði og glæsilega árshátíð fyrir barn sitt með öllu tilheyrandi. En það eru ekki allir foreldrar sem eiga aukakrónur til að standa straum af kostnaði sem þessum. Börn þessara foreldra þurfa þess vegna stundum einfaldlega að sitja heima og það er sárt. Þeim langar alveg jafn mikið að fara í ferðir og á árshátíð eins og öllum hinum börnunum. En til að standa vörð um erfitt efnahagsástand foreldra sinna og af ótta við að það spyrjist út að fátækt er á heimilinu segja börnin jafnvel bara að þeim langi ekki að fara eða þau séu upptekin. Foreldrar sem hafa ekki ráð á að borga fyrir dýra viðburði eða ferðir líða oft sálarkvalir og finnst þau vera að bregðast barni sínu. Hvað varðar árshátíð er vissulega hægt að halda árshátíð án þess að barn þurfi að reiða fram þúsundir króna. Finna þarf aðrar leiðir. Það sem skiptir máli fyrir börnin er að vera saman og gera eitthvað saman. Samveran sem slík kostar ekki neitt. Málið er að finna samverunni umgjörð sem útilokar engan. Að koma saman í sínu fínasta pússi á árshátíð sem haldin er í skólanum og skemmta sér saman: tala saman, syngja og hlægja saman og umfram allt dansa er meðal þess sem krökkum þykir hvað allra skemmtilegast. Ferðir kosta vissulega alltaf eitthvað. Það þarf alla vega að borga bílstjóranum. Í þeim tilfellum er iðulega ráðist í fjáröflun eða sótt er um styrk hjá sveitarfélaginu sem er hið besta mál. Grunnskólinn er samkvæmt lögum gjaldfrjáls og þarf það að gilda um allt sem tengist skólanum. Sem sálfræðingur og borgarfulltrúi fagna ég umræðunni og vona að hún verði til þess að allir skólar skoði þessi mál hjá sér og gleymi aldrei að sumar fjölskyldur eiga ekki mikið aflögu. Það má aldrei vera þannig að barn geti ekki tekið þátt í skólatengdum viðburðum vegna þess að foreldri getur ekki greitt uppsett gjald. Öll mismunun fer illa með börn. Ég hef í borgarstjórn margsinnis rætt um og komið með tillögur um að gæta þurfi jafnræðis þegar kemur að þátttöku í ferðum eða viðburðum á vegum skóla, frístundar og félagsmiðstöðva sem börnin sækja. Það er skylda okkar sem samfélags að sjá til þess að börnum sé ekki mismunað á grundvelli fjárhagsstöðu foreldra þeirra. Að mismuna börnum vegna fjárhagsstöðu foreldra samræmist ekki 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um jafnræði – banni við mismunun af nokkru tagi án tillits til m.a. félagslegra aðstæðna. Börn fátækra foreldra sitja ekki við sama borð og börn efnameiri eða ríkra foreldra. Þau fá t.d. ekki sömu tækifæri til tómstunda. Skólatengdir félagslegir viðburðir og verkefni eru stundum eina tómstund þessara barna.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar