Dóttir Hrannar komin með skólavist í Hamraskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 17:39 Hrönn Sveinsdóttir berst nú fyrir því að dóttir hennar fái viðeigandi þjónustu í mennta- og heilbrigðiskerfinu. vísir/vilhelm 11 ára gömul einhverf stúlka, dóttir Hrannar Sveinsdóttur, fær skólavist í Hamraskóla í Grafarvogi frá og með 6. maí næstkomandi. Hrönn segir í samtali við Vísi að um tímabundið úrræði sé að ræða en fjölskyldan þiggi það með þökkum enda sé fáránlegt að dóttir hennar sé utan kerfis og fái ekki skólavista. Grein sem Hrönn ritaði í Fréttablaðið á föstudaginn vakti mikla athygli. Þar sagði hún frá því að dóttir hennar fengi ekki skólavist vegna þess að skólinn gæti ekki veitt viðeigandi þjónustu. Lýsti Hrönn því sem svo í viðtali við Vísi að hún væri stödd í bjúrókratísku helvíti með dóttur sína.Mbl greindi frá því í dag að dóttir Hrannar hefði fengið skólavist í Hamraskóla. Þar er starfrækt einhverfudeild.„Rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima“ Hrönn segir að í kjölfar þess að grein hennar birtist hafi skólastjóri Vesturbæjarskóla, sem sé hverfisskóli dóttur hennar, hringt í hana. „Hún hafði verið að tala um farteymi austur, við erum búin að vera hjá farteymi vestur, og að þau gætu tekið hana í úrræði í Hamraskóla. Það byrjar ekki fyrr en eftir 6. maí en það er eitthvað tímabundið, ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er og hvernig það virkar, en það er eitthvað sem okkur stendur til boða og vonandi bara þangað til eitthvað annað kemur,“ segir Hrönn en farteymi sjá um úrræði fyrir nemendur með alvarlegan fjölþættan vanda í grunnskólum borgarinnar. „Við þiggjum það með þökkum enda snerist þetta alltaf um það að okkur fannst fáránlegt að hún væri svona utan kerfis og hvergi með skólavist þangað til bara einhvern tímann. Við leyfðum okkur að efast um að það mætti. Það er rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima því svo koma sumarfrí og allt það. Það er svo erfitt með svona börn að þau hangi bara aðgerðalaus heima því það er ekki eins og hún fari í tómstundir eða út að hitta börn. Það er mjög erfitt að halda þeim virkum þannig að það er bara rugl að þau séu ekki í skóla,“ segir Hrönn.Á biðlista í Brúarskóla Hrönn fékk viðbrögð bæði frá Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni velferðarnefndar Reykjavíkur, og Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eftir að greinin birtist á föstudaginn. „Ég heyrði í þeim báðum á föstudaginn varðandi þetta mál að barnið væri ekki í neinum skóla og það getur verið að það hafi orðið til þess að þetta úrræði í Hamraskóla hafi komið til. Ég hreinlega veit það ekki.“ Dóttir Hrannar er komin á biðlista í Brúarskóla, sem er sérskóli rekinn af Reykjavíkurborg fyrir nemendur í 5.-10. bekk sem eiga við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda að etja, eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða afbrota. Hrönn segist hins vegar ekki vita um það hvort eða hvenær dóttir hennar komist þar inn. „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég get leyft mér að vona hvenær við komumst þar inn. En ég hef fengið alveg flóð af bréfum og símtölum frá fólki í sömu stöðu og ég hef fengið jákvæðar sögur af Brúarskóla. Þannig að ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við fáum þar inni að þá hugsanlega fari eitthvað að lagast og verða betra. Að þessi leið niður á við fari að snúast við,“ segir Hrönn. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
11 ára gömul einhverf stúlka, dóttir Hrannar Sveinsdóttur, fær skólavist í Hamraskóla í Grafarvogi frá og með 6. maí næstkomandi. Hrönn segir í samtali við Vísi að um tímabundið úrræði sé að ræða en fjölskyldan þiggi það með þökkum enda sé fáránlegt að dóttir hennar sé utan kerfis og fái ekki skólavista. Grein sem Hrönn ritaði í Fréttablaðið á föstudaginn vakti mikla athygli. Þar sagði hún frá því að dóttir hennar fengi ekki skólavist vegna þess að skólinn gæti ekki veitt viðeigandi þjónustu. Lýsti Hrönn því sem svo í viðtali við Vísi að hún væri stödd í bjúrókratísku helvíti með dóttur sína.Mbl greindi frá því í dag að dóttir Hrannar hefði fengið skólavist í Hamraskóla. Þar er starfrækt einhverfudeild.„Rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima“ Hrönn segir að í kjölfar þess að grein hennar birtist hafi skólastjóri Vesturbæjarskóla, sem sé hverfisskóli dóttur hennar, hringt í hana. „Hún hafði verið að tala um farteymi austur, við erum búin að vera hjá farteymi vestur, og að þau gætu tekið hana í úrræði í Hamraskóla. Það byrjar ekki fyrr en eftir 6. maí en það er eitthvað tímabundið, ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er og hvernig það virkar, en það er eitthvað sem okkur stendur til boða og vonandi bara þangað til eitthvað annað kemur,“ segir Hrönn en farteymi sjá um úrræði fyrir nemendur með alvarlegan fjölþættan vanda í grunnskólum borgarinnar. „Við þiggjum það með þökkum enda snerist þetta alltaf um það að okkur fannst fáránlegt að hún væri svona utan kerfis og hvergi með skólavist þangað til bara einhvern tímann. Við leyfðum okkur að efast um að það mætti. Það er rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima því svo koma sumarfrí og allt það. Það er svo erfitt með svona börn að þau hangi bara aðgerðalaus heima því það er ekki eins og hún fari í tómstundir eða út að hitta börn. Það er mjög erfitt að halda þeim virkum þannig að það er bara rugl að þau séu ekki í skóla,“ segir Hrönn.Á biðlista í Brúarskóla Hrönn fékk viðbrögð bæði frá Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni velferðarnefndar Reykjavíkur, og Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eftir að greinin birtist á föstudaginn. „Ég heyrði í þeim báðum á föstudaginn varðandi þetta mál að barnið væri ekki í neinum skóla og það getur verið að það hafi orðið til þess að þetta úrræði í Hamraskóla hafi komið til. Ég hreinlega veit það ekki.“ Dóttir Hrannar er komin á biðlista í Brúarskóla, sem er sérskóli rekinn af Reykjavíkurborg fyrir nemendur í 5.-10. bekk sem eiga við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda að etja, eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða afbrota. Hrönn segist hins vegar ekki vita um það hvort eða hvenær dóttir hennar komist þar inn. „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég get leyft mér að vona hvenær við komumst þar inn. En ég hef fengið alveg flóð af bréfum og símtölum frá fólki í sömu stöðu og ég hef fengið jákvæðar sögur af Brúarskóla. Þannig að ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við fáum þar inni að þá hugsanlega fari eitthvað að lagast og verða betra. Að þessi leið niður á við fari að snúast við,“ segir Hrönn.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36