Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem yrði ekki slæmur árangur fyrir nýliðana á endurkomuárinu í efstu deild. Skagamenn unnu Inkasso-deildina á síðustu leiktíð á markatölu og spila nú aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru. Skagaliðið hefur farið með himinnskautum á undirbúningstímabilinu og fór alla leið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir að vinna alla leikina sína í riðlinum og rúlla yfir KA, 4-0, í undanúrslitunum. Krafturinn hefur verið gríðarlegur í Skagaliðinu og nýju mennirnir sem fengnir voru til að styrkja liðið hafa komið vel út. Þjálfari ÍA er heimamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson sem gerði stórgóða hluti með HK og lagði grunninn að liðinu sem fór einmitt upp með Skaganum í fyrra. Jóhannes hefur byrjað sinn þjálfaraferil mjög vel en stýrir nú liði í fyrsta sinn í efstu deild. Jói Kalli hefur vitaskuld ekki langt að sækja þjálfarahæfileikana en hann er eins og allir vita sonur Guðjóns Þórðarsonar.Baksýnisspegillinn ÍA vill vera í efstu deild og telur sig alltaf eiga heima þar vegna árangurs liðsins í gegnum tíðina. Liðinu hefur aftur á móti gengið illa að festa sig í sessi í efstu deild til lengri tíma og það féll enn eina ferðina fyrir tveimur árum en var aðeins eitt ár niðri. Það var því gleðistund þegar að Skagamenn tryggðu sér sæti í efstu deild og í framhaldinu sigur í Inkasso-deildinni sem kom liðinu upp á ný og nú stefnir í gott tímabil sem ætti að lofa bjartari tímum á Skipaskaga. Liðið og leikmenngrafík/gvendurEf ekki væri fyrir frábæran árangur í vetur væri auðvelt að spá Skaganum erfiðu tímabili ef bara er horft á leikmennina á blaði því liðið er mjög svipað og það sem að féll árið 2017 og viðbæturnar að mestu leyti leikmenn sem hafa spilað vel í næst efstu deild. ÍA gerði vel í að halda markverðinum Árna Snæ Ólafssyni þegar að það féll og býr að því núna. Miðja liðsins er sterk, framlínan ógnarhröð og varnarlínan hefur komið gríðarlega á óvart í vetur en þar eru jákvæð teikn á lofti.HryggjarstykkiðÓttar Bjarni Guðmundsson (f. 1990): Breiðhyltingurinn fékk stóru skiptin til Stjörnunnar eftir að heilla menn sem fyrirliði Leiknis. Veran í Garðabænum var ekki upp á marga fiska og leikirnir af skornum skammti en Óttar hefur notið sín í vetur að spila reglulega fyrir Skagamenn. ÍA þurfti reynslumikinn miðvörð til að koma inn í varnarlínu ÍA og er hann stór ástæða þess að liðið fær varla á sig mark þessa dagana.Arnar Már Guðjónsson (f. 1987): Það verður seint sagt að Skagamaðurinn uppaldi sé í þessum bransa til að eignast vini en Arnar er algjört skrímsli inn á miðjunni og getur komist auðveldlega inn í hausinn á mótherjum sínum. Hann hefur aldrei stigið fæti inn á fótboltavöll án þess að gefa sig 150 prósent í verkefnið og dúkkar líka upp með nokkur glæsileg mörk á hverri leiktíð ofan á það að vera öflugur í skítavinnunni á miðjunni.Gonzalo Zamorano (f. 1995): Spánverjinn magnaði kom til Íslands fyrir tveimur árum og spilaði þá með Huginn í 2. deildinni. Hann færði sig upp um deild í fyrra og spilaði með Ólafsvíkingum í Inkasso-deildinni og nú tekur hann slaginn í efstu deild. Zamorano er eldfljótur kantmaður með mikið markanef. Hann getur fíflað hvaða leikmann sem er og ef hann sleppur inn fyrir geta varnarmenn gleymt því að elta hann uppi. Hann skoraði 16 mörk í 2. deildinni og tíu í Inkasso-deildinni. Markaðurinngrafík/gvendurSkaginn hefur ekki verið með mikið á milli handanna undanfarin ár en stefna liðsins að spila mikið á ungum og uppöldum strákum hefur skilað sér því ÍA er byrjað aftur að dæla mönnum í atvinnumennskuna. Milljónirnar sem rignt hafa inn á reikning ÍA eftir sölu Arnórs Sigurðssonar frá Norrköping til CSKA Moskvu hafa komið sér vel. Jóhannes Karl tók tvo með sér upp úr Inkasso-deildinni; Zamorano og Víkinginn Viktor Jónsson sem í annað sinn á þremur árum raðaði inn mörkum í næst efstu deild. Viktor á enn eftir að sanna sig almennilega í efstu deild en hann skoraði mest fjögur mörk í Pepsi-deildinni árið 2011, þá 17 ára gamall. Skagamenn misstu enga leikmenn sem skiptu þá máli þar sem að Garðar Gunnlaugsson var kominn á bekkinn en það bætti við sig einnig spennandi ungum Skagfirðingi í Jóni Gísla Eyland sem er í hinu mjög svo spennandi U17 ára landsliði Íslands og þá fékk það Tryggva Hrafn Haraldsson heim úr atvinnumennsku. Tryggvi fór strax af stað á undirbúningstímabilinu og hefur verið að skora. Þó svo að leikmennirnir sem eru komnir séu spennandi og hafa spilað vel í vetur eiga þeir eftir að sanna sig flestir í efstu deild.Markaðseinkunn: B+ Hvað segir sérfræðingurinn?„Ég er gríðarlega bjartsýnn fyrir komandi tímabili. Mér finnst liðið vera tilbúið að stiga upp í Pepsi Max-deildina og er tilbúið í komandi átök,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport. „Leikmannahópurinn er skemmtilega samsettur og liðið hefur verið að spila sterkan varnarleik. Það sem liðið hefur upp á að bjóða fram á við er mjög spennandi þannig að ég býst við mörkum í Skagaliðinu.“ „Þeir eru komnir með Viktor Jónsson og Tryggva heim frá Svíþjóð og fleiri. Það er mikið af skemmtilegum leikmönnum fram á við og tilhlökkunin er mikil hjá öllum þeim sem að standa að liðinu.“ „Þrátt fyrir að ég sé hlutdrægur verður að nefna að við stjórnvölinn sé einn færasti og efnilegasti þjálfari landsins. Það verður gaman að fylgjast með Jóa Kalla á hliðarlínunni,“ segir Reynir Leósson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurSkagamenn hafa átján sinnum orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu, fyrst sumarið 1951 og síðast árið 2001. ÍA hefur jafnframt unnið bikarinn níu sinnum. ÍA vann fimm Íslandsmeistaratitla á bæði sjötta og tíunda áratugnum.Pálmi Haraldsson er leikjahæstur Skagamanna í efstu deild en hann lék 213 leiki fyrir félagið. Pálmi bætti leikjamet Guðjóns Þórðarsonar um einn leik þegar hann lék með ÍA í lokaumferðinni 2008 en Guðjón hafði þá átt það í 22 ár.Matthías Hallgrímsson er markahæsti leikmaður Skagamanna í efstu deild en hann skoraði 77 mörk í 145 leikjum með ÍA í efstu deild frá 1965 til 1979 og varð markakóngur deildarinnar 1969, 1975 og 1980 (með Val). Matthías hefur skorað 9 mörkum fleiri en næsti maður sem er Ríkharður Jónsson. Matthías bætti markamet Ríkharðs sumarið 1978.Haraldur Ingólfsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir Skagaliðið síðan farið var að taka þær saman sumarið 1992. Haraldur var efstur í stoðsendingum fyrstu sex árin og gaf alls 59 stoðsendingar á sjö tímabilum. Vinsælustu sæti Skagamanna í nútímafótbolta (1977-2018) er fyrsta og þriðja sætið sem liðið hefur lent í níu sinnum hvort sæti. ÍA varð síðast meistari 2001 og síðast í þriðja sætinu sumarið 2007. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Nóg er til af goðsögnum sem gætu nýst Skagamönnum en svarið við þessari spurningu er alltaf Ólafur Þórðarson. Ólafur Þórðarson og aftur Ólafur Þórðarson. Fyrir lið sem er að koma upp gæti alveg farið illa sama hversu vel hefur gengið í vetur og þá vantar alvöru harðjaxl með hjarta úr gulli og fætur úr steypu til að rífa menn í gang og bjarga mörkum með löglegum tveggja fóta tæklingum. Ólafur Þórðarson. Frekari orð eru óþörf. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem yrði ekki slæmur árangur fyrir nýliðana á endurkomuárinu í efstu deild. Skagamenn unnu Inkasso-deildina á síðustu leiktíð á markatölu og spila nú aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru. Skagaliðið hefur farið með himinnskautum á undirbúningstímabilinu og fór alla leið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir að vinna alla leikina sína í riðlinum og rúlla yfir KA, 4-0, í undanúrslitunum. Krafturinn hefur verið gríðarlegur í Skagaliðinu og nýju mennirnir sem fengnir voru til að styrkja liðið hafa komið vel út. Þjálfari ÍA er heimamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson sem gerði stórgóða hluti með HK og lagði grunninn að liðinu sem fór einmitt upp með Skaganum í fyrra. Jóhannes hefur byrjað sinn þjálfaraferil mjög vel en stýrir nú liði í fyrsta sinn í efstu deild. Jói Kalli hefur vitaskuld ekki langt að sækja þjálfarahæfileikana en hann er eins og allir vita sonur Guðjóns Þórðarsonar.Baksýnisspegillinn ÍA vill vera í efstu deild og telur sig alltaf eiga heima þar vegna árangurs liðsins í gegnum tíðina. Liðinu hefur aftur á móti gengið illa að festa sig í sessi í efstu deild til lengri tíma og það féll enn eina ferðina fyrir tveimur árum en var aðeins eitt ár niðri. Það var því gleðistund þegar að Skagamenn tryggðu sér sæti í efstu deild og í framhaldinu sigur í Inkasso-deildinni sem kom liðinu upp á ný og nú stefnir í gott tímabil sem ætti að lofa bjartari tímum á Skipaskaga. Liðið og leikmenngrafík/gvendurEf ekki væri fyrir frábæran árangur í vetur væri auðvelt að spá Skaganum erfiðu tímabili ef bara er horft á leikmennina á blaði því liðið er mjög svipað og það sem að féll árið 2017 og viðbæturnar að mestu leyti leikmenn sem hafa spilað vel í næst efstu deild. ÍA gerði vel í að halda markverðinum Árna Snæ Ólafssyni þegar að það féll og býr að því núna. Miðja liðsins er sterk, framlínan ógnarhröð og varnarlínan hefur komið gríðarlega á óvart í vetur en þar eru jákvæð teikn á lofti.HryggjarstykkiðÓttar Bjarni Guðmundsson (f. 1990): Breiðhyltingurinn fékk stóru skiptin til Stjörnunnar eftir að heilla menn sem fyrirliði Leiknis. Veran í Garðabænum var ekki upp á marga fiska og leikirnir af skornum skammti en Óttar hefur notið sín í vetur að spila reglulega fyrir Skagamenn. ÍA þurfti reynslumikinn miðvörð til að koma inn í varnarlínu ÍA og er hann stór ástæða þess að liðið fær varla á sig mark þessa dagana.Arnar Már Guðjónsson (f. 1987): Það verður seint sagt að Skagamaðurinn uppaldi sé í þessum bransa til að eignast vini en Arnar er algjört skrímsli inn á miðjunni og getur komist auðveldlega inn í hausinn á mótherjum sínum. Hann hefur aldrei stigið fæti inn á fótboltavöll án þess að gefa sig 150 prósent í verkefnið og dúkkar líka upp með nokkur glæsileg mörk á hverri leiktíð ofan á það að vera öflugur í skítavinnunni á miðjunni.Gonzalo Zamorano (f. 1995): Spánverjinn magnaði kom til Íslands fyrir tveimur árum og spilaði þá með Huginn í 2. deildinni. Hann færði sig upp um deild í fyrra og spilaði með Ólafsvíkingum í Inkasso-deildinni og nú tekur hann slaginn í efstu deild. Zamorano er eldfljótur kantmaður með mikið markanef. Hann getur fíflað hvaða leikmann sem er og ef hann sleppur inn fyrir geta varnarmenn gleymt því að elta hann uppi. Hann skoraði 16 mörk í 2. deildinni og tíu í Inkasso-deildinni. Markaðurinngrafík/gvendurSkaginn hefur ekki verið með mikið á milli handanna undanfarin ár en stefna liðsins að spila mikið á ungum og uppöldum strákum hefur skilað sér því ÍA er byrjað aftur að dæla mönnum í atvinnumennskuna. Milljónirnar sem rignt hafa inn á reikning ÍA eftir sölu Arnórs Sigurðssonar frá Norrköping til CSKA Moskvu hafa komið sér vel. Jóhannes Karl tók tvo með sér upp úr Inkasso-deildinni; Zamorano og Víkinginn Viktor Jónsson sem í annað sinn á þremur árum raðaði inn mörkum í næst efstu deild. Viktor á enn eftir að sanna sig almennilega í efstu deild en hann skoraði mest fjögur mörk í Pepsi-deildinni árið 2011, þá 17 ára gamall. Skagamenn misstu enga leikmenn sem skiptu þá máli þar sem að Garðar Gunnlaugsson var kominn á bekkinn en það bætti við sig einnig spennandi ungum Skagfirðingi í Jóni Gísla Eyland sem er í hinu mjög svo spennandi U17 ára landsliði Íslands og þá fékk það Tryggva Hrafn Haraldsson heim úr atvinnumennsku. Tryggvi fór strax af stað á undirbúningstímabilinu og hefur verið að skora. Þó svo að leikmennirnir sem eru komnir séu spennandi og hafa spilað vel í vetur eiga þeir eftir að sanna sig flestir í efstu deild.Markaðseinkunn: B+ Hvað segir sérfræðingurinn?„Ég er gríðarlega bjartsýnn fyrir komandi tímabili. Mér finnst liðið vera tilbúið að stiga upp í Pepsi Max-deildina og er tilbúið í komandi átök,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport. „Leikmannahópurinn er skemmtilega samsettur og liðið hefur verið að spila sterkan varnarleik. Það sem liðið hefur upp á að bjóða fram á við er mjög spennandi þannig að ég býst við mörkum í Skagaliðinu.“ „Þeir eru komnir með Viktor Jónsson og Tryggva heim frá Svíþjóð og fleiri. Það er mikið af skemmtilegum leikmönnum fram á við og tilhlökkunin er mikil hjá öllum þeim sem að standa að liðinu.“ „Þrátt fyrir að ég sé hlutdrægur verður að nefna að við stjórnvölinn sé einn færasti og efnilegasti þjálfari landsins. Það verður gaman að fylgjast með Jóa Kalla á hliðarlínunni,“ segir Reynir Leósson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurSkagamenn hafa átján sinnum orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu, fyrst sumarið 1951 og síðast árið 2001. ÍA hefur jafnframt unnið bikarinn níu sinnum. ÍA vann fimm Íslandsmeistaratitla á bæði sjötta og tíunda áratugnum.Pálmi Haraldsson er leikjahæstur Skagamanna í efstu deild en hann lék 213 leiki fyrir félagið. Pálmi bætti leikjamet Guðjóns Þórðarsonar um einn leik þegar hann lék með ÍA í lokaumferðinni 2008 en Guðjón hafði þá átt það í 22 ár.Matthías Hallgrímsson er markahæsti leikmaður Skagamanna í efstu deild en hann skoraði 77 mörk í 145 leikjum með ÍA í efstu deild frá 1965 til 1979 og varð markakóngur deildarinnar 1969, 1975 og 1980 (með Val). Matthías hefur skorað 9 mörkum fleiri en næsti maður sem er Ríkharður Jónsson. Matthías bætti markamet Ríkharðs sumarið 1978.Haraldur Ingólfsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir Skagaliðið síðan farið var að taka þær saman sumarið 1992. Haraldur var efstur í stoðsendingum fyrstu sex árin og gaf alls 59 stoðsendingar á sjö tímabilum. Vinsælustu sæti Skagamanna í nútímafótbolta (1977-2018) er fyrsta og þriðja sætið sem liðið hefur lent í níu sinnum hvort sæti. ÍA varð síðast meistari 2001 og síðast í þriðja sætinu sumarið 2007. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Nóg er til af goðsögnum sem gætu nýst Skagamönnum en svarið við þessari spurningu er alltaf Ólafur Þórðarson. Ólafur Þórðarson og aftur Ólafur Þórðarson. Fyrir lið sem er að koma upp gæti alveg farið illa sama hversu vel hefur gengið í vetur og þá vantar alvöru harðjaxl með hjarta úr gulli og fætur úr steypu til að rífa menn í gang og bjarga mörkum með löglegum tveggja fóta tæklingum. Ólafur Þórðarson. Frekari orð eru óþörf.
Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00