Katie og svartholið Katrín Atladóttir skrifar 15. apríl 2019 07:00 Í síðustu viku birtist í fyrsta skipti mynd af svartholi. Strax á eftir birtist mynd af ungri konu ásamt skjá með myndinni af svartholinu. Það fór ekki fram hjá neinum sem virti myndina af henni fyrir sér hversu stolt og ánægð hún var. Það var mynd af Katie Bouman, sem forritaði algrímið sem gerði kleift að setja saman myndina. Katie Bouman er 29 ára tölvunarfræðingur og hafði, ásamt 200 manna teymi, unnið að þessu markmiði í þrjú ár.Störf framtíðarinnar Talið er að það muni vanta 800 þúsund manns með tæknimenntun í Evrópu árið 2020. Auk þess er talið að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Þess vegna mun fólk þurfa að reiða sig mun frekar á tækni og tæknilæsi þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Í dag eru konur miklu síður líklegri til að velja sér nám í tækni. Við verðum að auka veg þeirra, bæði svo þær missi ekki af tækifærum í þessum atvinnugreinum, en einnig því viljum ekki að ný tækni verði mótuð af körlum eingöngu. En hvað veldur því að konur sækja síður í þessar námsgreinar?Skortur á fyrirmyndum Ég tók nýlega þátt í málstofu sem bar yfirskriftina „Af hverju halda stelpur að þær geti ekki forritað?“. Allir sem þar komu fram voru sammála um að ástæðurnar væru sennilega margar og margþættar. Til dæmis er mikilvægt að kynna tækni og forritun fyrir börnum strax í grunnskóla, fólk velur sér ekki það sem það þekkir ekki. En hluti af ástæðunni er að fáar kvenkyns fyrirmyndir eru sýnilegar. Fyrirmyndir skipta nefnilega máli. Að sjá konur gera alls konar hluti, sáir fræjum hjá stelpum og gerir það að verkum að þær eru líklegri til að líta til þeirra starfa þegar þær hugsa um hvað þær vilja gera í framtíðinni. Ég er fullviss um að við munum sjá fleiri stúlkur sækja sér menntun í tækni í framtíðinni, ekki síst vegna fyrirmynda á borð við Katie Bouman.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Katrín Atladóttir Skóla - og menntamál Tækni Tengdar fréttir Forrit hinnar þrítugu Katie Bouman varpaði ljósi á svartholið Tuttugu og níu ára gömlum tölvunarfræðingi er nú hrósað víða um heim fyrir að hafa þróað reiknirit sem skapaði fyrstu myndina af svartholi. 11. apríl 2019 11:26 Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist í fyrsta skipti mynd af svartholi. Strax á eftir birtist mynd af ungri konu ásamt skjá með myndinni af svartholinu. Það fór ekki fram hjá neinum sem virti myndina af henni fyrir sér hversu stolt og ánægð hún var. Það var mynd af Katie Bouman, sem forritaði algrímið sem gerði kleift að setja saman myndina. Katie Bouman er 29 ára tölvunarfræðingur og hafði, ásamt 200 manna teymi, unnið að þessu markmiði í þrjú ár.Störf framtíðarinnar Talið er að það muni vanta 800 þúsund manns með tæknimenntun í Evrópu árið 2020. Auk þess er talið að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Þess vegna mun fólk þurfa að reiða sig mun frekar á tækni og tæknilæsi þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Í dag eru konur miklu síður líklegri til að velja sér nám í tækni. Við verðum að auka veg þeirra, bæði svo þær missi ekki af tækifærum í þessum atvinnugreinum, en einnig því viljum ekki að ný tækni verði mótuð af körlum eingöngu. En hvað veldur því að konur sækja síður í þessar námsgreinar?Skortur á fyrirmyndum Ég tók nýlega þátt í málstofu sem bar yfirskriftina „Af hverju halda stelpur að þær geti ekki forritað?“. Allir sem þar komu fram voru sammála um að ástæðurnar væru sennilega margar og margþættar. Til dæmis er mikilvægt að kynna tækni og forritun fyrir börnum strax í grunnskóla, fólk velur sér ekki það sem það þekkir ekki. En hluti af ástæðunni er að fáar kvenkyns fyrirmyndir eru sýnilegar. Fyrirmyndir skipta nefnilega máli. Að sjá konur gera alls konar hluti, sáir fræjum hjá stelpum og gerir það að verkum að þær eru líklegri til að líta til þeirra starfa þegar þær hugsa um hvað þær vilja gera í framtíðinni. Ég er fullviss um að við munum sjá fleiri stúlkur sækja sér menntun í tækni í framtíðinni, ekki síst vegna fyrirmynda á borð við Katie Bouman.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Forrit hinnar þrítugu Katie Bouman varpaði ljósi á svartholið Tuttugu og níu ára gömlum tölvunarfræðingi er nú hrósað víða um heim fyrir að hafa þróað reiknirit sem skapaði fyrstu myndina af svartholi. 11. apríl 2019 11:26
Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar