HK fór með sigur af hólmi í öðrum úrslitaleik KA og HK í blaki kvenna og kom þar með í veg fyrir að KA fagnaði Íslandsmeistaratitli.
HK vann fyrstu hrinu þrátt fyrir að hafa elt KA alla hrinuna en KA hafði komist í 1-7. HK-stelpur gáfust hinsvegar aldrei upp og jöfnuðu leikinn 21-21 og tóku þá forystuna og unnu að lokum hrinuna.
Það var síðan KA sem tók aðra hrinuna en í þriðju hrinunni var HK með forystuna til að byrja með þar til KA jafnaði 17-17. HK-stelpur náðu þó að jafna sig af því og unnu hrinuna að lokum 25-22.
Fjórða og síðasta hrinan var æsispennandi en HK vann hana að lokum 25-21 og kom því í veg fyrir að KA yrði Íslandsmeistari í dag.

