Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 20:00 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Ragnar Ingólfsson, formaður VR, takast í hendur endir undirritun kjarasamninga. Þar er nýtt ákvæði um styttingu vinnutímans hjá VR. Vísir/Vilhelm Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. Kosningar um kjarasamningana hófust hjá VR á fimmtudag og hjá Starfsgreinasambandinu í gær. Í hádeginu í dag höfðu tæplega fimm þúsund manns kosið hjá VR og er það tæp 14 prósent þátttaka. Mikil umræða hefur skapast um styttingu vinnutímans eftir að kjarasamningar voru undirritaðir í byrjun apríl. Var þetta eitt af stóru baráttumálunum til að samtvinna atvinnu og einkalíf betur og minnka vinnuálag. ASÍ sagði ávinningin af styttingunni undirstrika aukið lýðræði á vinnustöðum og þetta mestu breytingu í hálfa öld. Efling sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis aðákvæðið væri valkvætt og ávinningurinn því takmarkaður. Staðreyndin er sú að VR og Efling sömdu ekki eins um þessi mál. „Það sem við sömdum um var raunveruleg stytting. Níu mínútur á dag, 45 mínútur á viku. Tæpir fimm virkir dagar áári. Nánast heil vinnuvika ef þetta er uppsafnað. Þessi stytting er hrein stytting og ekki á kostnað annarra réttinda,“ segir Ragnar um ákvæðið sem mun taka gildi næstu áramót. Í samningum starfsgreinasambandsins, sem Efling tilheyrir, er val um að gefa eftir kaffitímann og stytta vinnudaginn sem því nemur, samþykki fyrirtækið það. Ragnar bendir þó á að margt annað hafi áunnist hjá þeim. Þetta sé allt vandmeðfarið.Nú voruð þið í miklu samfloti og stóðuð saman í þessari kjarasamningagerð og þeirri kjarabaráttu sem átti sér stað. Af hverju náið þið þessu í gegn en SGS eða Efling ekki? „Þetta eru bara mjög ólíkir samningar. Samanborið við SGS, þau eru með öðruvísi launastrúktur, launatölfur og annað sem gefa betur þar heldur en hjá verslunarmönnum. Það má kannski segja að þau hafi náð öðrum þáttum í gegn á meðan við fengum kannski styttinguna“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. Kosningar um kjarasamningana hófust hjá VR á fimmtudag og hjá Starfsgreinasambandinu í gær. Í hádeginu í dag höfðu tæplega fimm þúsund manns kosið hjá VR og er það tæp 14 prósent þátttaka. Mikil umræða hefur skapast um styttingu vinnutímans eftir að kjarasamningar voru undirritaðir í byrjun apríl. Var þetta eitt af stóru baráttumálunum til að samtvinna atvinnu og einkalíf betur og minnka vinnuálag. ASÍ sagði ávinningin af styttingunni undirstrika aukið lýðræði á vinnustöðum og þetta mestu breytingu í hálfa öld. Efling sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis aðákvæðið væri valkvætt og ávinningurinn því takmarkaður. Staðreyndin er sú að VR og Efling sömdu ekki eins um þessi mál. „Það sem við sömdum um var raunveruleg stytting. Níu mínútur á dag, 45 mínútur á viku. Tæpir fimm virkir dagar áári. Nánast heil vinnuvika ef þetta er uppsafnað. Þessi stytting er hrein stytting og ekki á kostnað annarra réttinda,“ segir Ragnar um ákvæðið sem mun taka gildi næstu áramót. Í samningum starfsgreinasambandsins, sem Efling tilheyrir, er val um að gefa eftir kaffitímann og stytta vinnudaginn sem því nemur, samþykki fyrirtækið það. Ragnar bendir þó á að margt annað hafi áunnist hjá þeim. Þetta sé allt vandmeðfarið.Nú voruð þið í miklu samfloti og stóðuð saman í þessari kjarasamningagerð og þeirri kjarabaráttu sem átti sér stað. Af hverju náið þið þessu í gegn en SGS eða Efling ekki? „Þetta eru bara mjög ólíkir samningar. Samanborið við SGS, þau eru með öðruvísi launastrúktur, launatölfur og annað sem gefa betur þar heldur en hjá verslunarmönnum. Það má kannski segja að þau hafi náð öðrum þáttum í gegn á meðan við fengum kannski styttinguna“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira