Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Andri Eysteinsson skrifar 13. apríl 2019 09:42 Hvassviðrið mun að líkindum taka sig upp að nýju eftir hádegi. Slíkt mun valda töfum á samgöngum. Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 11:40: Öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Hvassviðrið sem plagaði farþega á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld heldur áfram að valda flugfélögum vandræðum í dag. Unnið er að því að aflýsa öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu sem á að fara seinni partinn. Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, vegna slæmrar veðurspár. 14 flug Icelandair voru felld niður í gærkvöldi, þá var flugi Wizz Air til London og Wroclaw frestað til morguns og er áætlað að vélarnar fari í loftið klukkan 10. Flugi Norwegian til strandarborgarinnar Alicante var einnig aflýst seint í gærkvöldi, sem og flugi Wizz Air til Varsjár sem átti að fara af stað skömmu eftir miðnætti. Þegar vélar sitja fastar hér heima skapar það áframhaldandi vandræði. Brottfarir frá Keflavík virðast ganga eftir áætlun en flugi til Keflavíkur frá Norður-Ameríku sem átti að lenda í morgunsárið hefur í flestum tilvikum verið aflýst. Átta af fjórtán ameríkuferðum féllu niður. Einnig ber á seinkunum eftir hádegi en komum flugs Icelandair sem áætlað var á milli klukkan 14:40 og 17:00 hefur seinkað og áætlaður lendingartími er nú á milli 22:25 og 00:05. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að öll flug til Evrópu hafi farið út í morgun, hinsvegar hafi verið tekin sú ákvörðun að seinka brottförum frá Evrópu vegna veðurspár fram á kvöld. Þá unnið að því að aflýsa flugi til Bandaríkjanna og Evrópu sem átti að fara frá Keflavík seinni partinn vegna veðurs. Icelandair vinnur nú í því að hafa samband við farþega til þess að finna fyrir þá aðrar lausnir. Ásdís segir ákvarðanirnar vera teknar til þess að valda sem minnstum röskum á flugi fyrir farþega. Icelandair mun í hádeginu bæta við auka flugi til bandarísku borganna Boston, Washington og New York til að koma til móts við farþega sem sátu eftir í gær. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Uppfært klukkan 11:40: Öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Hvassviðrið sem plagaði farþega á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld heldur áfram að valda flugfélögum vandræðum í dag. Unnið er að því að aflýsa öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu sem á að fara seinni partinn. Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, vegna slæmrar veðurspár. 14 flug Icelandair voru felld niður í gærkvöldi, þá var flugi Wizz Air til London og Wroclaw frestað til morguns og er áætlað að vélarnar fari í loftið klukkan 10. Flugi Norwegian til strandarborgarinnar Alicante var einnig aflýst seint í gærkvöldi, sem og flugi Wizz Air til Varsjár sem átti að fara af stað skömmu eftir miðnætti. Þegar vélar sitja fastar hér heima skapar það áframhaldandi vandræði. Brottfarir frá Keflavík virðast ganga eftir áætlun en flugi til Keflavíkur frá Norður-Ameríku sem átti að lenda í morgunsárið hefur í flestum tilvikum verið aflýst. Átta af fjórtán ameríkuferðum féllu niður. Einnig ber á seinkunum eftir hádegi en komum flugs Icelandair sem áætlað var á milli klukkan 14:40 og 17:00 hefur seinkað og áætlaður lendingartími er nú á milli 22:25 og 00:05. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að öll flug til Evrópu hafi farið út í morgun, hinsvegar hafi verið tekin sú ákvörðun að seinka brottförum frá Evrópu vegna veðurspár fram á kvöld. Þá unnið að því að aflýsa flugi til Bandaríkjanna og Evrópu sem átti að fara frá Keflavík seinni partinn vegna veðurs. Icelandair vinnur nú í því að hafa samband við farþega til þess að finna fyrir þá aðrar lausnir. Ásdís segir ákvarðanirnar vera teknar til þess að valda sem minnstum röskum á flugi fyrir farþega. Icelandair mun í hádeginu bæta við auka flugi til bandarísku borganna Boston, Washington og New York til að koma til móts við farþega sem sátu eftir í gær.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23