Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Andri Eysteinsson skrifar 13. apríl 2019 09:42 Hvassviðrið mun að líkindum taka sig upp að nýju eftir hádegi. Slíkt mun valda töfum á samgöngum. Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 11:40: Öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Hvassviðrið sem plagaði farþega á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld heldur áfram að valda flugfélögum vandræðum í dag. Unnið er að því að aflýsa öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu sem á að fara seinni partinn. Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, vegna slæmrar veðurspár. 14 flug Icelandair voru felld niður í gærkvöldi, þá var flugi Wizz Air til London og Wroclaw frestað til morguns og er áætlað að vélarnar fari í loftið klukkan 10. Flugi Norwegian til strandarborgarinnar Alicante var einnig aflýst seint í gærkvöldi, sem og flugi Wizz Air til Varsjár sem átti að fara af stað skömmu eftir miðnætti. Þegar vélar sitja fastar hér heima skapar það áframhaldandi vandræði. Brottfarir frá Keflavík virðast ganga eftir áætlun en flugi til Keflavíkur frá Norður-Ameríku sem átti að lenda í morgunsárið hefur í flestum tilvikum verið aflýst. Átta af fjórtán ameríkuferðum féllu niður. Einnig ber á seinkunum eftir hádegi en komum flugs Icelandair sem áætlað var á milli klukkan 14:40 og 17:00 hefur seinkað og áætlaður lendingartími er nú á milli 22:25 og 00:05. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að öll flug til Evrópu hafi farið út í morgun, hinsvegar hafi verið tekin sú ákvörðun að seinka brottförum frá Evrópu vegna veðurspár fram á kvöld. Þá unnið að því að aflýsa flugi til Bandaríkjanna og Evrópu sem átti að fara frá Keflavík seinni partinn vegna veðurs. Icelandair vinnur nú í því að hafa samband við farþega til þess að finna fyrir þá aðrar lausnir. Ásdís segir ákvarðanirnar vera teknar til þess að valda sem minnstum röskum á flugi fyrir farþega. Icelandair mun í hádeginu bæta við auka flugi til bandarísku borganna Boston, Washington og New York til að koma til móts við farþega sem sátu eftir í gær. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Uppfært klukkan 11:40: Öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Hvassviðrið sem plagaði farþega á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld heldur áfram að valda flugfélögum vandræðum í dag. Unnið er að því að aflýsa öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu sem á að fara seinni partinn. Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, vegna slæmrar veðurspár. 14 flug Icelandair voru felld niður í gærkvöldi, þá var flugi Wizz Air til London og Wroclaw frestað til morguns og er áætlað að vélarnar fari í loftið klukkan 10. Flugi Norwegian til strandarborgarinnar Alicante var einnig aflýst seint í gærkvöldi, sem og flugi Wizz Air til Varsjár sem átti að fara af stað skömmu eftir miðnætti. Þegar vélar sitja fastar hér heima skapar það áframhaldandi vandræði. Brottfarir frá Keflavík virðast ganga eftir áætlun en flugi til Keflavíkur frá Norður-Ameríku sem átti að lenda í morgunsárið hefur í flestum tilvikum verið aflýst. Átta af fjórtán ameríkuferðum féllu niður. Einnig ber á seinkunum eftir hádegi en komum flugs Icelandair sem áætlað var á milli klukkan 14:40 og 17:00 hefur seinkað og áætlaður lendingartími er nú á milli 22:25 og 00:05. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að öll flug til Evrópu hafi farið út í morgun, hinsvegar hafi verið tekin sú ákvörðun að seinka brottförum frá Evrópu vegna veðurspár fram á kvöld. Þá unnið að því að aflýsa flugi til Bandaríkjanna og Evrópu sem átti að fara frá Keflavík seinni partinn vegna veðurs. Icelandair vinnur nú í því að hafa samband við farþega til þess að finna fyrir þá aðrar lausnir. Ásdís segir ákvarðanirnar vera teknar til þess að valda sem minnstum röskum á flugi fyrir farþega. Icelandair mun í hádeginu bæta við auka flugi til bandarísku borganna Boston, Washington og New York til að koma til móts við farþega sem sátu eftir í gær.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23