Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 10:45 Fréttaljósmynd ársins 2018. vísir/getty Fréttaljósmynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þær eru frá Hondúras en myndina tók ljósmyndarinn John Moore í júní í fyrra. Á vef World Press Photo segir frá tilurð myndarinnar. Mæðgurnar höfðu ferðast í mánuð í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó áður en þær komust til Bandaríkjanna þar sem þær ætluðu að sækja um hæli.Sjá einnig: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlki við landamærin Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði nokkru áður innleitt það sem kallað var „zero tolerance“-stefna í innflytjendamálum. Í henni fólst að sækja átti þá til saka sem komu ólöglega til Bandaríkjanna og var stefnunni framfylgt á þann hátt að foreldrar og börn voru aðskilin á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Foreldrarnir voru handteknir og settir í varðhald á einum stað og börnunum komið fyrir á öðrum, oft við ómannúðlegar aðstæður eins og fjölmiðlar fjölluðu um. Þær Yanela og Sandra voru ekki aðskildar á landamærunum en mynd Moore vakti engu að síður gríðarlega athygli. Stefna Trump var harðlega gagnrýnd víða um heim sem og heima fyrir en um viku eftir að mynd Moore birtist breytti forsetinn stefnu yfirvalda í innflytjendamálum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Hondúras Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Fréttaljósmynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þær eru frá Hondúras en myndina tók ljósmyndarinn John Moore í júní í fyrra. Á vef World Press Photo segir frá tilurð myndarinnar. Mæðgurnar höfðu ferðast í mánuð í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó áður en þær komust til Bandaríkjanna þar sem þær ætluðu að sækja um hæli.Sjá einnig: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlki við landamærin Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði nokkru áður innleitt það sem kallað var „zero tolerance“-stefna í innflytjendamálum. Í henni fólst að sækja átti þá til saka sem komu ólöglega til Bandaríkjanna og var stefnunni framfylgt á þann hátt að foreldrar og börn voru aðskilin á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Foreldrarnir voru handteknir og settir í varðhald á einum stað og börnunum komið fyrir á öðrum, oft við ómannúðlegar aðstæður eins og fjölmiðlar fjölluðu um. Þær Yanela og Sandra voru ekki aðskildar á landamærunum en mynd Moore vakti engu að síður gríðarlega athygli. Stefna Trump var harðlega gagnrýnd víða um heim sem og heima fyrir en um viku eftir að mynd Moore birtist breytti forsetinn stefnu yfirvalda í innflytjendamálum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Hondúras Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11