Ástrós Lena jafnaði þrista metið í úrslitakeppni kvenna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 16:00 Ástrós Lena Ægisdóttir fór á kostum í gærkvöldi. Vísir/Bára Ástrós Lena Ægisdóttir, átján ára körfuknattleikskona úr KR, skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í gærkvöldi með frammistöðu sinni í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna. Ástrós Lena setti alls niður sjö þriggja stiga skot í leik KR og Vals á Hlíðarenda og varð þar með fyrsta konan í tólf ár sem skorar svona marga þrista í einum leik í úrslitakeppni kvenna. Sú síðasta á undan Ástrós til að ná þessu var Helena Sverrisdóttir í leik með Haukum á móti ÍS í undanúrslitum árið 2007. Helena var þá nýorðin nítján ára en hún var einmitt að keppa á móti Ástrós í gær. Helena setti niður 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum 29. mars 2007 en Ástrós Lena hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum í gær. Ástrós Lena átti mikinn þátt í sigri KR með þessari skotsýningu en hún hafði samtals skorað þrjá þrista í fyrstu tveimur leikjum KR í undanúrslitunum á móti Val og KR-liðið tapaði þeim báðum. Engin kona hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur í einum leik í úrslitakeppninni en Ástrós Lena bættist í hóp með fjórum öðrum skyttum og deila þessar fimm því metinu. Limor Mizrachi var sú fyrsta til að skora sjö þrista í einum leik en það gerði hún í leik eitt í lokaúrslitnum 1999. Limor bætti þar fjögurra ára gamalt met Keflvíkingsins Bjargar Hafsteinsdóttur sem var sú fyrsta til að skora sex þrista í einum og sama leiknum í úrslitakeppni kvenna en sá leikur var á móti móti Breiðabliki í lokaúrslitunum 1995.Flestir þristar í einum leik í úrslitakeppni kvenna: 7 - Ástrós Lena Ægisdóttir , KR á móti Val 11. apríl 2019 7 - Helena Sverrisdóttir, Haukum á móti ÍS 29. mars 2007 7 - Rita Williams, Grindavík á móti Haukum 20. mars 2005 7 - Krystal Scott, Njarðvík á móti KR 21. mars 2003 7 - Limor Mizrachi, KR á móti Keflavík 29. mars 1999 Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira
Ástrós Lena Ægisdóttir, átján ára körfuknattleikskona úr KR, skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í gærkvöldi með frammistöðu sinni í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna. Ástrós Lena setti alls niður sjö þriggja stiga skot í leik KR og Vals á Hlíðarenda og varð þar með fyrsta konan í tólf ár sem skorar svona marga þrista í einum leik í úrslitakeppni kvenna. Sú síðasta á undan Ástrós til að ná þessu var Helena Sverrisdóttir í leik með Haukum á móti ÍS í undanúrslitum árið 2007. Helena var þá nýorðin nítján ára en hún var einmitt að keppa á móti Ástrós í gær. Helena setti niður 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum 29. mars 2007 en Ástrós Lena hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum í gær. Ástrós Lena átti mikinn þátt í sigri KR með þessari skotsýningu en hún hafði samtals skorað þrjá þrista í fyrstu tveimur leikjum KR í undanúrslitunum á móti Val og KR-liðið tapaði þeim báðum. Engin kona hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur í einum leik í úrslitakeppninni en Ástrós Lena bættist í hóp með fjórum öðrum skyttum og deila þessar fimm því metinu. Limor Mizrachi var sú fyrsta til að skora sjö þrista í einum leik en það gerði hún í leik eitt í lokaúrslitnum 1999. Limor bætti þar fjögurra ára gamalt met Keflvíkingsins Bjargar Hafsteinsdóttur sem var sú fyrsta til að skora sex þrista í einum og sama leiknum í úrslitakeppni kvenna en sá leikur var á móti móti Breiðabliki í lokaúrslitunum 1995.Flestir þristar í einum leik í úrslitakeppni kvenna: 7 - Ástrós Lena Ægisdóttir , KR á móti Val 11. apríl 2019 7 - Helena Sverrisdóttir, Haukum á móti ÍS 29. mars 2007 7 - Rita Williams, Grindavík á móti Haukum 20. mars 2005 7 - Krystal Scott, Njarðvík á móti KR 21. mars 2003 7 - Limor Mizrachi, KR á móti Keflavík 29. mars 1999
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik