Eigendur PSG kanna möguleikann á að kaupa enskt félag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 10:30 Kylian Mbappe og Thiago Silva fagna marki hjá Paris Saint-Germain liðinu. Getty/Xavier Laine Eigendur franska stórliðsins Paris Saint Germain hafa eytt gríðarlegum fjármunum í að byggja upp liðið sitt í París en nú eru þeir farnir að horfa til Englands samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa orðað eigendur PSG við lið eins og Aston Villa, Nottingham Forest eða Queens Park Rangers. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, er sagður hafa mikinn á áhuga á því að fjárfesta í félagi í ensku b-deildinni. Markmiðið er síðan að byggja upp stórveldi eins og í Frakklandi. Eftir að þeir eignuðust Paris Saint Germain hefur liðið haft mikla yfirburði í franska boltanum. Liðið er nú langt komið með að vinna sjötta titilinn í röð og þá hefur PSG keypt stórstjörnur eins og Neymar og Kylian Mbappe fyrir metfé. Árangur í Meistaradeildinni lætur bíða eftir sér en heima fyrir raða þeir inn titlunum.The owners of Paris St-Germain are investigating the possibility of buying an English clubhttps://t.co/FazRXOG0qk — Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2019Þau félög sem komast inn á borðið hjá Nasser Al-Khelaifi og félögum eru lið í ensku b-deildinni sem ættu að geta átt bjarta framtíð og hafa einnig stóran stuðningsmannakjarna. Aston Villa er stærsta félagið í næststærstu borg England og Villa var bæði eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar (1888) og ensku úrvalsdeildarinnar (1992). Nottingham Forest er gamalt stórveldi frá dögum Brian Clough, varð meðal annars enskur meistari 1978 og vann svo Evrópukeppni meistaraliða næstu tvö ár á eftir (1979 og 1980). Forest hefur hins vegar ekki spilað í efstu deild í tuttugu ár eða síðan 1998-99 tímabilið. Queens Park Rangers er öflugt félag í London sem var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en það eru aftur á móti liðin meira en tuttugu ár síðan QPR var síðasta lengur en tvö tímabil í deild þeirra bestu. Kínversku eigendurnir hjá Wolverhampton Wanderers eru ákveðin fyrirmynd en þeir hafa heldur betur endurvakið Úlfanna og í raun vakið upp „sofandi risa“ ef marka má frammistöðu nýliðanna á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Reglur UEFA banna aftur á móti það að sömu eigendur geti vrið með tvö félög í Evrópukeppni. Þetta væri ekki vandmál til að byrja með en gæti búið til vesen takist eigendut PSG að vekja fyrrnefna sofandi risa og koma þeim í Evrópukeppni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Eigendur franska stórliðsins Paris Saint Germain hafa eytt gríðarlegum fjármunum í að byggja upp liðið sitt í París en nú eru þeir farnir að horfa til Englands samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa orðað eigendur PSG við lið eins og Aston Villa, Nottingham Forest eða Queens Park Rangers. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, er sagður hafa mikinn á áhuga á því að fjárfesta í félagi í ensku b-deildinni. Markmiðið er síðan að byggja upp stórveldi eins og í Frakklandi. Eftir að þeir eignuðust Paris Saint Germain hefur liðið haft mikla yfirburði í franska boltanum. Liðið er nú langt komið með að vinna sjötta titilinn í röð og þá hefur PSG keypt stórstjörnur eins og Neymar og Kylian Mbappe fyrir metfé. Árangur í Meistaradeildinni lætur bíða eftir sér en heima fyrir raða þeir inn titlunum.The owners of Paris St-Germain are investigating the possibility of buying an English clubhttps://t.co/FazRXOG0qk — Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2019Þau félög sem komast inn á borðið hjá Nasser Al-Khelaifi og félögum eru lið í ensku b-deildinni sem ættu að geta átt bjarta framtíð og hafa einnig stóran stuðningsmannakjarna. Aston Villa er stærsta félagið í næststærstu borg England og Villa var bæði eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar (1888) og ensku úrvalsdeildarinnar (1992). Nottingham Forest er gamalt stórveldi frá dögum Brian Clough, varð meðal annars enskur meistari 1978 og vann svo Evrópukeppni meistaraliða næstu tvö ár á eftir (1979 og 1980). Forest hefur hins vegar ekki spilað í efstu deild í tuttugu ár eða síðan 1998-99 tímabilið. Queens Park Rangers er öflugt félag í London sem var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en það eru aftur á móti liðin meira en tuttugu ár síðan QPR var síðasta lengur en tvö tímabil í deild þeirra bestu. Kínversku eigendurnir hjá Wolverhampton Wanderers eru ákveðin fyrirmynd en þeir hafa heldur betur endurvakið Úlfanna og í raun vakið upp „sofandi risa“ ef marka má frammistöðu nýliðanna á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Reglur UEFA banna aftur á móti það að sömu eigendur geti vrið með tvö félög í Evrópukeppni. Þetta væri ekki vandmál til að byrja með en gæti búið til vesen takist eigendut PSG að vekja fyrrnefna sofandi risa og koma þeim í Evrópukeppni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira