Fyrrum lögmaður Obama ákærður vegna vinnu í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2019 23:38 Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Greg Craig, sem starfaði sem æðsti lögmaður Hvíta hússins í forsetatíð Barack Obama, hefur verið ákærður fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um störf hans fyrir yfirvöld Úkraínu árið 2012. Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort játaði í fyrra að hafa brotið lög vegna vinnu hans fyrir Viktor Yanukvovych, fyrrverandi forseta, og bandamenn hans. Craig, sem er 74 ára gamall, gæti setið í fangelsi í allt að tíu ár fyrir að ljúga að rannsakendum og fyrir að brjóta lög sem snúa að því vinnu Bandaríkjamanna fyrir önnur ríki. Sjálfur segist hann hafa leitt teymi lögfræðinga við vinnu að skýrslu fyrir Dómsmálaráðuneyti Úkraínu. Hann segir þá ekki hafa talið sig þurfa að skrá sig sem útsendara annars ríkis vegna þeirrar vinnu. „Þessar ákærur eru án fordæmis og eiga ekki rétt á sér,“ sagði Craig í yfirlýsingu sem hann birti á Youtube í dag. „Ég er viss um að bæði dómari og kviðdómendur verði sammála mér.“Fyrirtæki Craig var ráðið af Dómsmálaráðuneyti Úkraínu til að endurskoða málaflutning ráðuneytisins gagnvart Yuliu Tymoshenko, pólitísks andstæðings Yanukovych. Samkvæmt Washington Post segir í ákærunni að vinna Craig og starfsmanna hans hafi verið liður í áætlun Manafort til að bæta ímynd forsetans á alþjóðasviðinu.Mannréttindasamtök segja að skýrsla Craig og félaga hafi verið hvítþvottur á mannréttindabrotum Yanukovych gagnvart Tymoshenko og að hún hafi verið handtekin vegna andstöðu sinnar gagnvart forsetanum. Ríkisstjórn Yanukovych sagði að fyrirtæki Craig hefði fengið tólf þúsund dali fyrir skýrsluna. Saksóknarar halda því þó fram að Manafort hafi notast við aflandsfélag til að greiða fyrirtækinu fjórar milljónir dala til viðbótar og að Victor Pinchuk, vellauðugur Úkraínumaður, hafi borgað brúsann. Þá segja saksóknarar að Craig hafi ekki skráð sig sem útsendara annars ríkis af ótta við að upp myndi komast um greiðsluna og að hann myndi eiga erfitt með að starfa aftur fyrir hið opinbera í Bandaríkjunum. Bandaríkin Úkraína Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Greg Craig, sem starfaði sem æðsti lögmaður Hvíta hússins í forsetatíð Barack Obama, hefur verið ákærður fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um störf hans fyrir yfirvöld Úkraínu árið 2012. Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort játaði í fyrra að hafa brotið lög vegna vinnu hans fyrir Viktor Yanukvovych, fyrrverandi forseta, og bandamenn hans. Craig, sem er 74 ára gamall, gæti setið í fangelsi í allt að tíu ár fyrir að ljúga að rannsakendum og fyrir að brjóta lög sem snúa að því vinnu Bandaríkjamanna fyrir önnur ríki. Sjálfur segist hann hafa leitt teymi lögfræðinga við vinnu að skýrslu fyrir Dómsmálaráðuneyti Úkraínu. Hann segir þá ekki hafa talið sig þurfa að skrá sig sem útsendara annars ríkis vegna þeirrar vinnu. „Þessar ákærur eru án fordæmis og eiga ekki rétt á sér,“ sagði Craig í yfirlýsingu sem hann birti á Youtube í dag. „Ég er viss um að bæði dómari og kviðdómendur verði sammála mér.“Fyrirtæki Craig var ráðið af Dómsmálaráðuneyti Úkraínu til að endurskoða málaflutning ráðuneytisins gagnvart Yuliu Tymoshenko, pólitísks andstæðings Yanukovych. Samkvæmt Washington Post segir í ákærunni að vinna Craig og starfsmanna hans hafi verið liður í áætlun Manafort til að bæta ímynd forsetans á alþjóðasviðinu.Mannréttindasamtök segja að skýrsla Craig og félaga hafi verið hvítþvottur á mannréttindabrotum Yanukovych gagnvart Tymoshenko og að hún hafi verið handtekin vegna andstöðu sinnar gagnvart forsetanum. Ríkisstjórn Yanukovych sagði að fyrirtæki Craig hefði fengið tólf þúsund dali fyrir skýrsluna. Saksóknarar halda því þó fram að Manafort hafi notast við aflandsfélag til að greiða fyrirtækinu fjórar milljónir dala til viðbótar og að Victor Pinchuk, vellauðugur Úkraínumaður, hafi borgað brúsann. Þá segja saksóknarar að Craig hafi ekki skráð sig sem útsendara annars ríkis af ótta við að upp myndi komast um greiðsluna og að hann myndi eiga erfitt með að starfa aftur fyrir hið opinbera í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Úkraína Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira