Hjartað í hverju hverfi er skólinn – líka í Grafarvogi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2019 10:49 Foreldrar í norðanverðum Grafarvogi eru ekki sáttir við þá vinnu sem sett hefur verið af stað af hálfu Reykjavíkurborgar að loka skóla og sameina þrjá aðra. Lítið, sem ekkert samráð hefur verið haft við foreldra og var fundi, sem var í Kelduskóla Vík þann 5. mars sl. lokið með þeim orðum fulltrúa Reykjavíkurborgar að annar fundur myndi verða mjög fljótlega. Ekkert hefur orðið af þeim fundi og eru foreldrar og börn eðlilega óörugg. Öll viljum við gera vel en það renna á mann tvær grímur þegar vinnulag sem þetta er viðhaft. Sjálf hef ég farið yfir þessi mál og spurt mig gagnrýnna spurninga, t.d. hvort rétt sé að loka fámennum skólum í hverfum borgarinnar til þess eins að hagræða í lögbundinni grunnþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að hjartað í hverju hverfi sé grunnskólinn. Þá má líka velta fyrir sér hvort það rími við gefin loforð meirihlutans í borginni um aukna þjónustu í nærumhverfi. Í þessu samhengi má velta því upp hvort ekki væri skynsamlegra að byrja á því að hagræða annars staðar í borgarkerfinu. Til að mynda í verkefnum sambærilegum Mathöllinni á Hlemmi, sem er með engu móti lögbundin grunnþjónusta, en þess ber að geta að einkaaðilar hafa sýnt að þeir hafa ekki átt í neinum vandræðum með að koma slíku upp án liðsinnis borgaryfirvalda, t.d. upp á Höfða. Öll viljum við minnka kolefnisfótspor. En er það ekki dálítið kaldhæðnislegt að meirihlutinn sem gerir lítið annað en að stæra sig af markmiðum um t.d. að minnka kolefnisfótspor og bjóða borgarbúum upp á möguleikann um bíllausan lífsstíl skuli á sama tíma fara í aðgerðir sem ganga þvert á þá stefnu. Það gefur auga leið að þessi ákvörðun stangast á við markmið meirihlutans enda munu foreldrar þurfa að skutla börnum í skólann ef af þessari ákvörðun verður. Vegna þess að göngutengingar eru ekki góðar og almenningasamgöngur ekki til staðar á milli allra hverfa.Foreldrar í Grafarvogi hafa tekið málin í sínar eigin hendur Það er því grátlegt að farið sé í þessar hugmyndir um sameiningar í nafni þess að Reykjavíkurborg er með því að veita betri þjónustu. Er það virkilega bætt og betri þjónusta að rífa börn úr þeirra eigin hverfum og senda yfir í önnur hverfi. Er þetta vilji foreldra eða barnanna ? Svarið er að sjálfsögðu nei! Og óþarfi er að framkvæma rándýrar skoðanakannanir til þess að komast að þeirri niðurstöðu en nú hafa yfir eitt þúsund íbúar skrifað undir lista þar sem þessari einhliða ákvörðun meirihlutans er mótmælt harðlega. Ef við erum með innviði sem við erum ekki að nýta er þá ekki tilvalið að þétta byggð á þeim reitum. Þannig þyrfti t.d. ekki að ráðast í rándýra uppbyggingu innviða. Mikil tækifæri til þéttingar eru í Staðarhverfinu í Grafarvogi líkt og borgarstjóri kynnti fyrir síðustu kosningar. Ég vænti þess að þeir reitir hljóti að fara í uppbyggingu fljótlega. Er ekki rétt með hliðsjón af því að bíða örlítið með sameiningar enda áform uppi um uppbyggingu eitt hundrað íbúða í hverfinu. Nú er svo komið að foreldrar í Staðarhverfi hafa tekið málin í sínar hendur og hafa boðað til fundar í dag, miðvikudag, klukkan 20 í Kelduskóla - Korpu að Bakkastöðum 2. Fyrirhugað er að borgarfulltrúar láti sjá sig enda eru þeir allir boðaðir. Ég vænti þess enn fremur að borgarstjóri sem ber ábyrgð á borgarkerfinu sýni foreldrum og íbúum þá virðingu að láta sjá sig. Ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta á þennan fund enda mikilvægt fyrir foreldra og íbúa að fá svör við spurningum sem kunna að brenna á þeim.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Foreldrar í norðanverðum Grafarvogi eru ekki sáttir við þá vinnu sem sett hefur verið af stað af hálfu Reykjavíkurborgar að loka skóla og sameina þrjá aðra. Lítið, sem ekkert samráð hefur verið haft við foreldra og var fundi, sem var í Kelduskóla Vík þann 5. mars sl. lokið með þeim orðum fulltrúa Reykjavíkurborgar að annar fundur myndi verða mjög fljótlega. Ekkert hefur orðið af þeim fundi og eru foreldrar og börn eðlilega óörugg. Öll viljum við gera vel en það renna á mann tvær grímur þegar vinnulag sem þetta er viðhaft. Sjálf hef ég farið yfir þessi mál og spurt mig gagnrýnna spurninga, t.d. hvort rétt sé að loka fámennum skólum í hverfum borgarinnar til þess eins að hagræða í lögbundinni grunnþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að hjartað í hverju hverfi sé grunnskólinn. Þá má líka velta fyrir sér hvort það rími við gefin loforð meirihlutans í borginni um aukna þjónustu í nærumhverfi. Í þessu samhengi má velta því upp hvort ekki væri skynsamlegra að byrja á því að hagræða annars staðar í borgarkerfinu. Til að mynda í verkefnum sambærilegum Mathöllinni á Hlemmi, sem er með engu móti lögbundin grunnþjónusta, en þess ber að geta að einkaaðilar hafa sýnt að þeir hafa ekki átt í neinum vandræðum með að koma slíku upp án liðsinnis borgaryfirvalda, t.d. upp á Höfða. Öll viljum við minnka kolefnisfótspor. En er það ekki dálítið kaldhæðnislegt að meirihlutinn sem gerir lítið annað en að stæra sig af markmiðum um t.d. að minnka kolefnisfótspor og bjóða borgarbúum upp á möguleikann um bíllausan lífsstíl skuli á sama tíma fara í aðgerðir sem ganga þvert á þá stefnu. Það gefur auga leið að þessi ákvörðun stangast á við markmið meirihlutans enda munu foreldrar þurfa að skutla börnum í skólann ef af þessari ákvörðun verður. Vegna þess að göngutengingar eru ekki góðar og almenningasamgöngur ekki til staðar á milli allra hverfa.Foreldrar í Grafarvogi hafa tekið málin í sínar eigin hendur Það er því grátlegt að farið sé í þessar hugmyndir um sameiningar í nafni þess að Reykjavíkurborg er með því að veita betri þjónustu. Er það virkilega bætt og betri þjónusta að rífa börn úr þeirra eigin hverfum og senda yfir í önnur hverfi. Er þetta vilji foreldra eða barnanna ? Svarið er að sjálfsögðu nei! Og óþarfi er að framkvæma rándýrar skoðanakannanir til þess að komast að þeirri niðurstöðu en nú hafa yfir eitt þúsund íbúar skrifað undir lista þar sem þessari einhliða ákvörðun meirihlutans er mótmælt harðlega. Ef við erum með innviði sem við erum ekki að nýta er þá ekki tilvalið að þétta byggð á þeim reitum. Þannig þyrfti t.d. ekki að ráðast í rándýra uppbyggingu innviða. Mikil tækifæri til þéttingar eru í Staðarhverfinu í Grafarvogi líkt og borgarstjóri kynnti fyrir síðustu kosningar. Ég vænti þess að þeir reitir hljóti að fara í uppbyggingu fljótlega. Er ekki rétt með hliðsjón af því að bíða örlítið með sameiningar enda áform uppi um uppbyggingu eitt hundrað íbúða í hverfinu. Nú er svo komið að foreldrar í Staðarhverfi hafa tekið málin í sínar hendur og hafa boðað til fundar í dag, miðvikudag, klukkan 20 í Kelduskóla - Korpu að Bakkastöðum 2. Fyrirhugað er að borgarfulltrúar láti sjá sig enda eru þeir allir boðaðir. Ég vænti þess enn fremur að borgarstjóri sem ber ábyrgð á borgarkerfinu sýni foreldrum og íbúum þá virðingu að láta sjá sig. Ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta á þennan fund enda mikilvægt fyrir foreldra og íbúa að fá svör við spurningum sem kunna að brenna á þeim.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun