Sindri fékk að fylgjast með ferlinu frá upphafi til enda og verður hægt að sjá útkomuna á Stöð 2 í kvöld. Bústaðurinn er staðsettur við Þingvallavatn og keyptu þau húsið af tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur.
„Það er bara heiður að fá að kaupa hús af svona frábærum listamanni. Ég var alltaf að hugsa að hafa hann bara eins og svo kom í ljós að það þurfti að laga hitt og þetta,“ segir Magnús Scheving en sjálfur gerði hann mjög mikið í öllu ferlinu og var á tíma kominn á gröfu.
Hér að neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins.