Erlent

Mannskaði þegar byggingarkrani féll á bíla

Kjartan Kjartansson skrifar
Kraninn féll á bíla sem ekið var eftir götunni fyrir neðan. Tveir ökumenn létust.
Kraninn féll á bíla sem ekið var eftir götunni fyrir neðan. Tveir ökumenn létust. AP/Joshua Bessex
Fjórir létust og þrír slösuðust þegar byggingarkrani féll niður á götu í Seattle í Washington-ríki í Bandaríkjunum í gær. Tveir þeirra sem létust voru stjórnendur kranans en auk þeirra létust tveir ökumenn bifreiða sem kraninn féll ofan á.

Vinnuslysið átti sér stað á Mercer-stræti í South Lake Union-hverfi borgarinnar um klukkan hálf fjögur síðdegis að staðartíma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kraninn féll ofan á nokkra bíl og kramdi þá. Auk þeirra látnu slösuðust móðir og barn og karlmaður á þrítugsaldri.

Vitni segja að kraninn virðist hafa brotnað í tvennt í sterkum vindhviðum. Byggingin sem kraninn var notaður til að reisa er mikið skemmd. Hún á að hýsa starfsemi tæknirisans Google auk íbúða.

Nýbyggingin skemmdist einnig mikið þegar kraninn hrundi.Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×