Strandaglópur sem pantaði þó aldrei með SAS Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 09:00 Þúsundir ferðalanga eru í vandræðum vegna verkfalls flugmanna SAS, til að mynda þessi hópur á Gardemoen í Osló. EPA/OLE BERG RUSTEN Rúmlega 1400 flugmenn SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku lögðu niður störf í gærkvöldi eftir að kjaraviðræður þeirra runnu út í sandinn. Búið er að fella niður um 70% af öllum ferðum flugfélagsins en SAS áætlar að vinnustöðvunin kunni að hafa áhrif á rúmlega 170 þúsund farþega um helgina. Einn þessara farþega er Gunnar Ingi Magnússon, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Hann var ásamt kærustu sinni á heimleið frá Spáni, með viðkomu í Brussel, en endaði nokkuð óvænt á Heathrow-flugvelli í Lundúnum vegna verkfallsins - þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni bókað flug með SAS. „Ég held að ég hafi aldrei séð annan eins mannfjölda á Heathrow, það er allt troðið,“ segir Gunnar. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að ætlunin hafi verið að fljúga með Brussel Airlines frá Bilbao til Kaupmannahafnar með stuttu stoppi í Brussel. Þegar til Belgíu var komið í gærkvöldi hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð að vélin áfram til Kaupmannahafnar væri fullbókuð. Honum var því komið fyrir á hóteli í Brussel og útvegað annað flug sem fara átti í morgun. Sú flugferð var hins vegar með SAS.Gunnar Ingi Magnússon.Vonar að tengdó hagi sér „Upp úr miðnætti fáum við svo SMS um að búið sé að fella niður flugið okkar með SAS frá Brussel til Kaupmannahafnar,“ segir Gunnar og bætir við að leit þeirra að flugi til Danmerkur hafi ekki neinn árangur borið. „Allt flug var uppbókað, væntanlega vegna þess að allir voru að reyna að bjarga sér í næstu ferð eftir aflýsingar SAS.“ Það kom sér illa að sögn Gunnars. Hann hafi ætlað sér að taka á móti gestum í dag, sem höfðu í hyggju að gista í íbúð hans í Kaupmannahöfn. „Nú eru þau hins vegar eftirlitslaus í íbúðinni, ég efast samt um að tengdó sé búinn að rústa einhverju,“ segir Gunnar léttur í bragði. Hann segist því hafa hringt beint í skrifstofu Brussel Airlines sem í fyrstu sagðist lítið geta liðsinnt honum. „Eftir að hafa hnakkrifist í um hálftíma fann starfsmaður flugfélagsins hins vegar, greinilega fyrir algjöra tilviljun, flug fyrir okkur heim,“ segir Gunnar. Það hafi verið með British Airways í gegnum Lundúnir eldsnemma í morgun. Þrátt fyrir lítinn svefn segist Gunnar hafa stokkið á tilboðið. „Það sem átti að vera hugguleg nótt á hótelherbergi endaði í katastrófu og svefnleysi. Við lifum með því,“ segir Gunnar.Fjölmörg flug hafa verið felld niður til Kastrup í dag, þar sem þessi tilkynningaskjár tók á móti ferðalöngum.EPA/Philip DavaliTilbúnir í langt verkfall Þau voru því komin á Heathrow á sjötta tímanum í morgun og segir Gunnar ljóst að fleiri séu í sömu stöðu og þau. Flugvöllunni sé sneisafullur af fólki, þar með talið heilum haug af Dönum sem eru reyna að bjarga sér heim. Það gæti þó gengið brösulega að sögn Gunnars enda hafi þeim reynst erfitt að finna flug til Danmerkur. Gunnar sér þó fram á að komast til Kaupmannahafnar í dag, til stendur að flugið hans taki á loft frá Heathrow núna á tíunda tímanum. Þrátt fyrir langt ferðalag og óvæntar hremmingar segist Gunnar nokkuð brattur. „Ég bókaði ekki einu sinni flug með SAS en lenti samt í þeim. Það er frekar fyndið.“ SAS segist í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í dag vonast til að hægt verði að hefja samningaviðræður við flugmenn sem allra fyrst. Launakröfur þeirra séu hins vegar ennþá of háar, en þeir krefast um 13% launahækkunar. Flugmennirnir segja það skýrast af óæskilegum vinnuskilyrðum þeirra. Verði þau ekki löguð séu þeir tilbúnir í langt verkfall. Fréttir af flugi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Rúmlega 1400 flugmenn SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku lögðu niður störf í gærkvöldi eftir að kjaraviðræður þeirra runnu út í sandinn. Búið er að fella niður um 70% af öllum ferðum flugfélagsins en SAS áætlar að vinnustöðvunin kunni að hafa áhrif á rúmlega 170 þúsund farþega um helgina. Einn þessara farþega er Gunnar Ingi Magnússon, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Hann var ásamt kærustu sinni á heimleið frá Spáni, með viðkomu í Brussel, en endaði nokkuð óvænt á Heathrow-flugvelli í Lundúnum vegna verkfallsins - þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni bókað flug með SAS. „Ég held að ég hafi aldrei séð annan eins mannfjölda á Heathrow, það er allt troðið,“ segir Gunnar. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að ætlunin hafi verið að fljúga með Brussel Airlines frá Bilbao til Kaupmannahafnar með stuttu stoppi í Brussel. Þegar til Belgíu var komið í gærkvöldi hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð að vélin áfram til Kaupmannahafnar væri fullbókuð. Honum var því komið fyrir á hóteli í Brussel og útvegað annað flug sem fara átti í morgun. Sú flugferð var hins vegar með SAS.Gunnar Ingi Magnússon.Vonar að tengdó hagi sér „Upp úr miðnætti fáum við svo SMS um að búið sé að fella niður flugið okkar með SAS frá Brussel til Kaupmannahafnar,“ segir Gunnar og bætir við að leit þeirra að flugi til Danmerkur hafi ekki neinn árangur borið. „Allt flug var uppbókað, væntanlega vegna þess að allir voru að reyna að bjarga sér í næstu ferð eftir aflýsingar SAS.“ Það kom sér illa að sögn Gunnars. Hann hafi ætlað sér að taka á móti gestum í dag, sem höfðu í hyggju að gista í íbúð hans í Kaupmannahöfn. „Nú eru þau hins vegar eftirlitslaus í íbúðinni, ég efast samt um að tengdó sé búinn að rústa einhverju,“ segir Gunnar léttur í bragði. Hann segist því hafa hringt beint í skrifstofu Brussel Airlines sem í fyrstu sagðist lítið geta liðsinnt honum. „Eftir að hafa hnakkrifist í um hálftíma fann starfsmaður flugfélagsins hins vegar, greinilega fyrir algjöra tilviljun, flug fyrir okkur heim,“ segir Gunnar. Það hafi verið með British Airways í gegnum Lundúnir eldsnemma í morgun. Þrátt fyrir lítinn svefn segist Gunnar hafa stokkið á tilboðið. „Það sem átti að vera hugguleg nótt á hótelherbergi endaði í katastrófu og svefnleysi. Við lifum með því,“ segir Gunnar.Fjölmörg flug hafa verið felld niður til Kastrup í dag, þar sem þessi tilkynningaskjár tók á móti ferðalöngum.EPA/Philip DavaliTilbúnir í langt verkfall Þau voru því komin á Heathrow á sjötta tímanum í morgun og segir Gunnar ljóst að fleiri séu í sömu stöðu og þau. Flugvöllunni sé sneisafullur af fólki, þar með talið heilum haug af Dönum sem eru reyna að bjarga sér heim. Það gæti þó gengið brösulega að sögn Gunnars enda hafi þeim reynst erfitt að finna flug til Danmerkur. Gunnar sér þó fram á að komast til Kaupmannahafnar í dag, til stendur að flugið hans taki á loft frá Heathrow núna á tíunda tímanum. Þrátt fyrir langt ferðalag og óvæntar hremmingar segist Gunnar nokkuð brattur. „Ég bókaði ekki einu sinni flug með SAS en lenti samt í þeim. Það er frekar fyndið.“ SAS segist í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í dag vonast til að hægt verði að hefja samningaviðræður við flugmenn sem allra fyrst. Launakröfur þeirra séu hins vegar ennþá of háar, en þeir krefast um 13% launahækkunar. Flugmennirnir segja það skýrast af óæskilegum vinnuskilyrðum þeirra. Verði þau ekki löguð séu þeir tilbúnir í langt verkfall.
Fréttir af flugi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira