Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 18:30 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 en grunur leikur á að þeir hafi verið í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. visir/sigurjón Efling hvetur fyrirtæki til að sniðganga starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. Framkvæmdastjóri Manna í vinnu vill hvorki staðfesta né neita því að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Menn í vinnu rötuðu í fréttir í febrúar síðastliðnum þegar starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fjölmiðla, stéttarfélaga og lögreglu. Eftirlitsstofnanir höfðu haft mál starfsmannaleigunnar til skoðunar en grunur lék á að fjöldi Rúmena hafi verið í nauðungarvinnu hjá Mönnum í vinnu. Starfsmennirnir kvörtuðu undan vangoldnum launum, hótunum og illri meðferð. Efling kannar nú hvort hvort ástæða sé til að kæra starfshætti fyrirtækisins og meðferð mannanna til lögreglu. Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljóna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í liðinni viku, sem var í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.Sólveig Anna Jónsdóttir hvetur fyrirtæki til að sniðganga Seiglu.Efling telur hins vegar að forsvarsmenn Manna í vinnu séu ekki af baki dottnir. Í tilkynningu á vef stéttarfélagsins segir að þeir hafi nú stofnað nýja starfsmannaleigu, fyrrnefnda Seiglu ehf., sem samkvæmt fyrirtækjaskrá leit dagsins ljós þann 4. apríl síðastliðinn. Haft er eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, að hún hvetji fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við Seiglu. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað,“ að sögn Sólveigar. Halla Rut Bjarnadóttir, einn umræddrar forsvarsmanna Manna í vinnu, vildi þó ekkert tjá sig um mál nýju leigunnar í samtali við Vísi. Þannig vildi hún hvorki staðfesta né neita því að hún væri ein þeirra sem kæmi að rekstri Seiglu. Hún vildi þó ítreka það mat sitt að Menn í vinnu hafi ekki brotið af sér. Í fyrirtækjaskrá er aðeins einn skráður eigandi Seiglu, Elís Viktor Kjartansson, en fyrirtækið er með aðsetur í Lágmúla í Reykjavík. Elís er fæddur árið 1993, rétt eins og sonur Höllu Rutar sem ber sama nafn. Ekki verður því annað séð en að sonur Höllu sé skráður eigandi Seiglu. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Efling hvetur fyrirtæki til að sniðganga starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. Framkvæmdastjóri Manna í vinnu vill hvorki staðfesta né neita því að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Menn í vinnu rötuðu í fréttir í febrúar síðastliðnum þegar starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fjölmiðla, stéttarfélaga og lögreglu. Eftirlitsstofnanir höfðu haft mál starfsmannaleigunnar til skoðunar en grunur lék á að fjöldi Rúmena hafi verið í nauðungarvinnu hjá Mönnum í vinnu. Starfsmennirnir kvörtuðu undan vangoldnum launum, hótunum og illri meðferð. Efling kannar nú hvort hvort ástæða sé til að kæra starfshætti fyrirtækisins og meðferð mannanna til lögreglu. Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljóna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í liðinni viku, sem var í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.Sólveig Anna Jónsdóttir hvetur fyrirtæki til að sniðganga Seiglu.Efling telur hins vegar að forsvarsmenn Manna í vinnu séu ekki af baki dottnir. Í tilkynningu á vef stéttarfélagsins segir að þeir hafi nú stofnað nýja starfsmannaleigu, fyrrnefnda Seiglu ehf., sem samkvæmt fyrirtækjaskrá leit dagsins ljós þann 4. apríl síðastliðinn. Haft er eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, að hún hvetji fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við Seiglu. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað,“ að sögn Sólveigar. Halla Rut Bjarnadóttir, einn umræddrar forsvarsmanna Manna í vinnu, vildi þó ekkert tjá sig um mál nýju leigunnar í samtali við Vísi. Þannig vildi hún hvorki staðfesta né neita því að hún væri ein þeirra sem kæmi að rekstri Seiglu. Hún vildi þó ítreka það mat sitt að Menn í vinnu hafi ekki brotið af sér. Í fyrirtækjaskrá er aðeins einn skráður eigandi Seiglu, Elís Viktor Kjartansson, en fyrirtækið er með aðsetur í Lágmúla í Reykjavík. Elís er fæddur árið 1993, rétt eins og sonur Höllu Rutar sem ber sama nafn. Ekki verður því annað séð en að sonur Höllu sé skráður eigandi Seiglu.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19
2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01