Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 10:16 Framkvæmdastjóri Eflingar er ánægður með að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi verið afgerandi. Kjarasamningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 3. apríl, hefur verið samþykktur með miklum meirihluta félagsmanna í atkvæðagreiðslunni sem stóð yfir dagana 12.-23 apríl. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var þó heldur dræm eða um 10,16%. 77,07% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn en 20,59% þeirra höfnuðu honum. Þá tóku 2,34% félagsmanna á kjörskrá ekki afstöðu. Atkvæði voru bæði greidd rafrænt og á pappír utan kjörfundar að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða eindreginn stuðning við nýjan kjarasamning. „Við fögnum því að það hafi náðst í gegn. Ég held það sé allra hagur að þetta sé svona eindregin niðurstaða.“ Viðar les út úr niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að félagsmenn hafi tekið afstöðu með mjög afgerandi hætti.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta.Vísir/vilhelmMinnir á endurskoðunarákvæðið „Við minnum líka á það í ljósi umræðunnar síðustu daga - út af hótunum um verðhækkanir og fleira - að það er mjög sterkt endurskoðunarákvæði í samningnum sem getur komið til áhrifa strax í september á næsta ári eða eftir eitt og hálft ár og ég held að með svona öflugan stuðning verkafólks að baki samningnum þá reynir á að allir sýni raunveruleg heilindi gagnvart því að framfylgja þessum samningi og anda hans.“ Verkafólk hafi axlað mikla ábyrgð með því að hafa fallist á samning sem feli í sér litla launahækkun fyrsta árið. „Við auðvitað bara skorum á alla aðila og þá bæði Samtök atvinnulífsins og ríkisvaldið að raunverulega standa sína plikt og hafa það í huga að samningurinn er uppsegjanlegur verði skilyrðum ekki mætt.“ Inntur eftir viðbrögðum um dræma kjörsókn segir Viðar að það séu ýmsar getgátur uppi um skýringar þó erfitt sé að segja til um hvers vegna þátttaka í atkvæðagreiðslunni hafi einungis verið rúm tíu prósent. „Ég bendi á að þessi kjörskrá sem þarna er notast við er mjög stór. Það er notast við víðustu mögulegu skilgreiningu á því hverjir eru á henni. Þetta eru semsagt allir sem greiddu iðgjöld til okkar og voru í þeim störfum sem falla undir þennan samning í janúar og febrúar, algjörlega óháð því hvaða starfshlutfall er um að ræða og hversu lengi fólk hefur verið í starfi. Það er ekki verið að horfa til þess hvort þetta séu svokallaðir „fullgildir meðlimir“ það er að segja þeir sem hafa óskað eftir því að fá formlega inngöngu í félagið. Það gerir það að verkum að þetta verður mjög stór kjörskrá. Þarna er fólk sem kannski var að vinna einhverja tímabundna helgarvinnu með námi eða eitthvað slíkt.“ Hefðu viljað meiri þátttöku í atkvæðagreiðslu Engu að síður hefðu þau viljað sjá betri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Það sé hluti af langtímaáætlun Eflingar að auka virkni og vitund fólks um stéttarfélagsmál. „Við höfum þegar unnið mikið starf í því á síðasta ári og það er vinna sem heldur ótrauð áfram.“ Viðar tekur þó fram að hann telji forystu Eflingar hafa staðið sig vel í því að vekja athygli félagsmanna á samningnum. Allir félagsmenn Eflingar fengu kynningarbækling á íslensku, ensku og pólsku sendan heim í pósti auk þess sem nýr kjarasamningur var kynntur á opnum fjölsóttum fundum og á vinnustöðum. „Ég held að þeir sem raunverulega vildu láta í sér heyra með því að taka afstöðu fengu tækifæri til þess og hafa bara gefið upp sína afstöðu með mjög afgerandi hætti,“ segir Viðar sem mun rýna betur í tölurnar á næstu dögum. Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Kjarasamningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 3. apríl, hefur verið samþykktur með miklum meirihluta félagsmanna í atkvæðagreiðslunni sem stóð yfir dagana 12.-23 apríl. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var þó heldur dræm eða um 10,16%. 77,07% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn en 20,59% þeirra höfnuðu honum. Þá tóku 2,34% félagsmanna á kjörskrá ekki afstöðu. Atkvæði voru bæði greidd rafrænt og á pappír utan kjörfundar að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða eindreginn stuðning við nýjan kjarasamning. „Við fögnum því að það hafi náðst í gegn. Ég held það sé allra hagur að þetta sé svona eindregin niðurstaða.“ Viðar les út úr niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að félagsmenn hafi tekið afstöðu með mjög afgerandi hætti.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta.Vísir/vilhelmMinnir á endurskoðunarákvæðið „Við minnum líka á það í ljósi umræðunnar síðustu daga - út af hótunum um verðhækkanir og fleira - að það er mjög sterkt endurskoðunarákvæði í samningnum sem getur komið til áhrifa strax í september á næsta ári eða eftir eitt og hálft ár og ég held að með svona öflugan stuðning verkafólks að baki samningnum þá reynir á að allir sýni raunveruleg heilindi gagnvart því að framfylgja þessum samningi og anda hans.“ Verkafólk hafi axlað mikla ábyrgð með því að hafa fallist á samning sem feli í sér litla launahækkun fyrsta árið. „Við auðvitað bara skorum á alla aðila og þá bæði Samtök atvinnulífsins og ríkisvaldið að raunverulega standa sína plikt og hafa það í huga að samningurinn er uppsegjanlegur verði skilyrðum ekki mætt.“ Inntur eftir viðbrögðum um dræma kjörsókn segir Viðar að það séu ýmsar getgátur uppi um skýringar þó erfitt sé að segja til um hvers vegna þátttaka í atkvæðagreiðslunni hafi einungis verið rúm tíu prósent. „Ég bendi á að þessi kjörskrá sem þarna er notast við er mjög stór. Það er notast við víðustu mögulegu skilgreiningu á því hverjir eru á henni. Þetta eru semsagt allir sem greiddu iðgjöld til okkar og voru í þeim störfum sem falla undir þennan samning í janúar og febrúar, algjörlega óháð því hvaða starfshlutfall er um að ræða og hversu lengi fólk hefur verið í starfi. Það er ekki verið að horfa til þess hvort þetta séu svokallaðir „fullgildir meðlimir“ það er að segja þeir sem hafa óskað eftir því að fá formlega inngöngu í félagið. Það gerir það að verkum að þetta verður mjög stór kjörskrá. Þarna er fólk sem kannski var að vinna einhverja tímabundna helgarvinnu með námi eða eitthvað slíkt.“ Hefðu viljað meiri þátttöku í atkvæðagreiðslu Engu að síður hefðu þau viljað sjá betri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Það sé hluti af langtímaáætlun Eflingar að auka virkni og vitund fólks um stéttarfélagsmál. „Við höfum þegar unnið mikið starf í því á síðasta ári og það er vinna sem heldur ótrauð áfram.“ Viðar tekur þó fram að hann telji forystu Eflingar hafa staðið sig vel í því að vekja athygli félagsmanna á samningnum. Allir félagsmenn Eflingar fengu kynningarbækling á íslensku, ensku og pólsku sendan heim í pósti auk þess sem nýr kjarasamningur var kynntur á opnum fjölsóttum fundum og á vinnustöðum. „Ég held að þeir sem raunverulega vildu láta í sér heyra með því að taka afstöðu fengu tækifæri til þess og hafa bara gefið upp sína afstöðu með mjög afgerandi hætti,“ segir Viðar sem mun rýna betur í tölurnar á næstu dögum.
Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira