Samskipti Íslands og Kína hafa aukist til muna á síðustu árum og vinna löndin að ýmsum samstarfsverkefnum bæði hér á landi og ytra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi Hafliða Sævarssonar, verkefnastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla Íslands, á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem fer fram í Norræna húsinu á morgun frá kl. 9 til 18. Fjölmörg erindi og pallborðsumræður fara fram á ráðstefnunni, þar á meðal erindi Hafliða um samskipti Íslands og Kína.
Hann segir Íslendinga njóta góðs af hátækniuppbyggingu í Kína samhliða einföldum framleiðsluvörum. Stóra atriðið er þó stór samstarfsverkefni milli þjóðanna. „Kínverjar hafa fjárfest í áhugaverðu fyrirtæki í Hafnarfirði sem framleiðir stevíujurt, þar hafa þeir komið inn með kínverskt hugvit, þeir eru líka að fjárfesta í erfðafræðirannsóknum,“ segir Hafliði. „Íslendingar hafa svo komið að uppbyggingu á hitaveitum í Kína.“ Þar að auki hafi Kínverjar áhuga á norðurslóðum, þá helst siglingaleiðum yfir norðurskautið.
Kínverjar með áhuga á norðurslóðum
Ari Brynjólfsson skrifar
