Fulltrúadeildarþingmaður tilkynnir framboð til forseta Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2019 10:31 Seth Moulton frambjóðandi til tilnefningar Demókrata til forseta Bandaríkjanna 2020. Getty/Craig F. Walker Fyrrverandi hermaður og núverandi þingmaður Demókrata frá Massachusetts hefur tilkynnt framboð sitt til tilnefningar Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna 2020. Sá heitir Seth Moulton hefur bæst í hóp þeirra sem bjóða sig fram til tilnefningar Demókrata í embættið, en nú eru næstum 20 manns komnir í þann hóp. Moulton er lítið þekktur í Bandaríkjunum og er því örlítið undir í kapphlaupinu, auk þess sem hann hefur ekki jafn mikla reynslu í stjórnmálum eins og margir mótframbjóðendur hans, sem hafa margir setið árum saman sem þingmenn eða ríkisstjórar. Þrátt fyrir stuttan feril hefur hann einkennst af tilraunum Moultons til að ögra flokkskerfinu, en hann komst fyrst inn á þing árið 2014 þegar hann kepptist á móti John Tierney sem hafði setið á þingi í 18 ár og vann hann. Eftir að Demókratar fengu meirihluta í fulltrúadeildinni haustið 2018 reyndi Moulton að skipta Nancy Pelosi, sem er forseti fulltrúardeildar Bandaríkjanna, út. Moulton var í hernum frá 2001-2008 en í kosningabaráttu sinni árið 2014 var hann mjög gagnrýninn á Íraksstríðið, þar sem hann var gegndi herþjónustu og talaði hann mikið um að ekki ætti að senda fleiri hersveitir til Írak. Hann hefur einnig kallað eftir hertari skotvopnalöggjöf og hefur sagt vopn sem gerð eru fyrir hernað ekki eiga að vera í eigu almennings. Hann hefur einnig talað fyrir lögleiðingu kannabis og sagði hann í útvarpsviðtali við stöðina WGBH að hann hafi sjálfur reykt það í háskóla. Hann útskrifaðist með BS-gráðu í eðlisfræði frá Harvard árið 2001 og kláraði mastersgráðuvið skólann í viðskiptafræði og opinberri stefnumótun árið 2011. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Fyrrverandi hermaður og núverandi þingmaður Demókrata frá Massachusetts hefur tilkynnt framboð sitt til tilnefningar Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna 2020. Sá heitir Seth Moulton hefur bæst í hóp þeirra sem bjóða sig fram til tilnefningar Demókrata í embættið, en nú eru næstum 20 manns komnir í þann hóp. Moulton er lítið þekktur í Bandaríkjunum og er því örlítið undir í kapphlaupinu, auk þess sem hann hefur ekki jafn mikla reynslu í stjórnmálum eins og margir mótframbjóðendur hans, sem hafa margir setið árum saman sem þingmenn eða ríkisstjórar. Þrátt fyrir stuttan feril hefur hann einkennst af tilraunum Moultons til að ögra flokkskerfinu, en hann komst fyrst inn á þing árið 2014 þegar hann kepptist á móti John Tierney sem hafði setið á þingi í 18 ár og vann hann. Eftir að Demókratar fengu meirihluta í fulltrúadeildinni haustið 2018 reyndi Moulton að skipta Nancy Pelosi, sem er forseti fulltrúardeildar Bandaríkjanna, út. Moulton var í hernum frá 2001-2008 en í kosningabaráttu sinni árið 2014 var hann mjög gagnrýninn á Íraksstríðið, þar sem hann var gegndi herþjónustu og talaði hann mikið um að ekki ætti að senda fleiri hersveitir til Írak. Hann hefur einnig kallað eftir hertari skotvopnalöggjöf og hefur sagt vopn sem gerð eru fyrir hernað ekki eiga að vera í eigu almennings. Hann hefur einnig talað fyrir lögleiðingu kannabis og sagði hann í útvarpsviðtali við stöðina WGBH að hann hafi sjálfur reykt það í háskóla. Hann útskrifaðist með BS-gráðu í eðlisfræði frá Harvard árið 2001 og kláraði mastersgráðuvið skólann í viðskiptafræði og opinberri stefnumótun árið 2011.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira