Fengu draum sinn uppfylltan: „Ég hef beðið eftir hjólabrettarampi í tvö ár“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2019 20:00 Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir. „Ég kom bara heim einn daginn og hugsaði af hverju er ekki hjólabrettarampur í Vogunum og stakk þá upp á því að gera þetta bréf,“ segir Bragi Hilmarsson, nemandi í 6. bekk í Stóru-Vogaskóla en í bréfinu segir að krökkunum langi að láta byggja hjólabrettavöll í bænum til að geta verið á hjólabrettum.Bragi fékk krakka og kennara til að skrifa undir og sendi bréfið á bæjarskrifstofuna. „Þetta voru reyndar tvö bréf. Fyrst um vorið og aftur um haustið. Og þau fylgdu þessu eftir með mikilli alvöru og miklum þunga og þeim var greinilega mikið niðri fyrir og það var frábært að fá hvatningu og við tókum þetta bara mjög alvarlega," segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri á Vogum en rampinum var komið fyrir á skólalóðinni í upphafi árs, krökkunum til mikillar hamingju. Þegar fréttastofu bar að garði á dögunum var mjög hvasst og í gul viðvörun í gildi. Bragi, Elvar og Þóranna létu það ekki stoppa sig og rúlluðu sér á rampinum. Þau segja að það sé hressandi og raunar mikið skemmtilegra að rúlla sér um í vindinum. Rampurinn er mjög vinsæll í frímínútum og einnig eftir skóla. Þeim finnst að það ættu allir grunnskólar að vera með ramp. „Það væri miklu skemmtilegra. Líka svo að allir krakkar fái að prófa,“ segir Bragi. Þá segjast þau verja miklu minni tíma í tölvunni. Þau velji frekar að fara á rampinn. Hilmar Sveinbjörnsson, aðstoðarskólastjóri í Stóru-Vogaskóla, tekur í sama streng. „Tölvunotkun hún var minni, við merkjum það í skólanum, þau eru minna í tölvunum og meira úti að leika,“ segir Hilmar. „Mig hefur langað þetta í tvö ár. Ég skrifaði þetta bréf fyrir tveimur árum þegar ég var í fjórða bekk og loksins kom það og þá auðvitað á að nýta það. Nýta það vel,“ segir Bragi. Vogar Hjólabretti Krakkar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir. „Ég kom bara heim einn daginn og hugsaði af hverju er ekki hjólabrettarampur í Vogunum og stakk þá upp á því að gera þetta bréf,“ segir Bragi Hilmarsson, nemandi í 6. bekk í Stóru-Vogaskóla en í bréfinu segir að krökkunum langi að láta byggja hjólabrettavöll í bænum til að geta verið á hjólabrettum.Bragi fékk krakka og kennara til að skrifa undir og sendi bréfið á bæjarskrifstofuna. „Þetta voru reyndar tvö bréf. Fyrst um vorið og aftur um haustið. Og þau fylgdu þessu eftir með mikilli alvöru og miklum þunga og þeim var greinilega mikið niðri fyrir og það var frábært að fá hvatningu og við tókum þetta bara mjög alvarlega," segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri á Vogum en rampinum var komið fyrir á skólalóðinni í upphafi árs, krökkunum til mikillar hamingju. Þegar fréttastofu bar að garði á dögunum var mjög hvasst og í gul viðvörun í gildi. Bragi, Elvar og Þóranna létu það ekki stoppa sig og rúlluðu sér á rampinum. Þau segja að það sé hressandi og raunar mikið skemmtilegra að rúlla sér um í vindinum. Rampurinn er mjög vinsæll í frímínútum og einnig eftir skóla. Þeim finnst að það ættu allir grunnskólar að vera með ramp. „Það væri miklu skemmtilegra. Líka svo að allir krakkar fái að prófa,“ segir Bragi. Þá segjast þau verja miklu minni tíma í tölvunni. Þau velji frekar að fara á rampinn. Hilmar Sveinbjörnsson, aðstoðarskólastjóri í Stóru-Vogaskóla, tekur í sama streng. „Tölvunotkun hún var minni, við merkjum það í skólanum, þau eru minna í tölvunum og meira úti að leika,“ segir Hilmar. „Mig hefur langað þetta í tvö ár. Ég skrifaði þetta bréf fyrir tveimur árum þegar ég var í fjórða bekk og loksins kom það og þá auðvitað á að nýta það. Nýta það vel,“ segir Bragi.
Vogar Hjólabretti Krakkar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent