Enski boltinn

Þrír frá City tilnefndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agüero, Sterling og Silva eru allir tilnefndir sem leikmaður ársins.
Agüero, Sterling og Silva eru allir tilnefndir sem leikmaður ársins. vísir/getty
Þrír leikmenn Englandsmeistara Manchester City koma til greina sem besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru þeir Sergio Agüero, Raheem Sterling og Bernardo Silva.

Leikmaður frá City hefur aldrei fengið þessa viðurkenningu frá því byrjað var að veita hana tímabilið 1973-74.

Tveir leikmenn Liverpool eru tilnefndir í ár; Virgil van Dijk og Sadio Mané.

Þá er Chelsea-maðurinn Eden Hazard tilnefndur. Hann fékk þessa viðurkenningu tímabilið 2014-15.

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fékk þessi verðlaun í fyrra. Hann er ekki tilnefndur að þessu sinni.

Sterling og Silva eru einnig tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn. Auk þeirra eru Marcus Rashford (Manchester United), Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Declan Rice (West Ham) og David Brooks (Bournemouth) tilnefndir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×