Clare var ásökuð um að hafa notað meira en 100 milljónir dollara til að fjármagna kynlífs-sértrúarsöfnuðinn Nxivm. Hún játaði sig seka í tveimur ákæruliðum, að hafa hjálpað til við að hylja ólöglegan flutning innflytjenda til að hagnast fjárhagslega og að hafa notað persónuupplýsingar óheiðarlega.
Hún á þá að hafa fjármagnað kaup á gervi skilríkjum og til að stefna „andstæðingum“ hópsins fyrir dóm.
Clare lýsti því yfir í dómssalnum í Brooklyn að hún væri full eftirsjár, en hún er sú fimmta til að játa sig seka í málinu. Aðeins sex einstaklingar hafa verið ákærðir en aðeins sá sem er talinn leiðtogi hópsins, Keith Raniere, á eftir að mæta fyrir dómstóla, sem hann mun gera í maí mánuði.
Nxivm, sem fram er borið nexium, var stofnað árið 1998 sem sjálfshjálpar úrræði og hefur það „hjálpað“ meira en 16.000 manns, þ.m.t. leikkonunni Allison Mack, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Smallville, en hún er ein þeirra fimm sem hafa verið ákærðir og játað sig seka í málinu.
Hvað er Nxivm?
Á vefsíðu Nxivm kemur fram að samtökin séu samfélag sem rekið er á mannúðarsjónarmiðum og leitast eftir að valdefla fólk og svara mikilvægum spurningum um það hvað felst í því að vera manneskja.Þrátt fyrir stefnu hópsins hefur leiðtogi hans, Keith Raniere, verið ákærður fyrir að notast við kerfi innan hópsins sem mest líkist þrælahaldi.
Á vefsíðunni hefur skráning verið stöðvuð sem og öllum viðburðum hefur verið aflýst, vegna „hinna óvenjulegu atburða sem fyrirtækið er að takast á við að svo stöddu.“
Saksóknarar í málinu hafa lýst starfsemi hópsins við pýramídaáætlun, en meðlimir hans þurftu að borga þúsundir Bandaríkjadala til að sækja námskeið sem gerði þeim kleift að verða valdameiri í hópnum.
Þá eiga kvenkyns meðlimir hópsins að hafa verið brennimerktar með upphafsstöfum Keiths og til að fylgja kerfinu, að sofa hjá honum.