Segir forsætisráðherra vera leiddan í gildru Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2019 09:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, átti fund með forseta Vestu-Sahara fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlýtur að hafa verið leidd í gildru. Þetta segir Lamia Radi, sendiherra Marokkó, um fund sem forsætisráðherra átti með Brahim Ghali, forseta Vestur-Sahara og leiðtoga þjóðfrelsishreyfingarinnar Polisario, fyrr í mánuðinum. Vestur-Sahara hefur verið undir stjórn Marokkó eins frá 1979 en Máritanar komu einnig að stjórn svæðisins frá 1957. Í dag halda Marokkómenn stærstum hluta svæðisins en Sahrawi-þjóðin, eða hið lýðræðislega lýðveldi Sahrawi-Araba, heldur minnihlutanum. Alls viðurkenna 84 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Vestur-Sahara. Fjörutíu ríki hafa hins vegar „fryst“ viðurkenningu sína. Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði. Fréttablaðið birti viðtal við Ghali fyrr í mánuðinum þar sem hann þakkaði forsætisráðherra kærlega fyrir fundinn og sagðist hafa rætt um þjáningu Sahrawi-þjóðarinnar og andspyrnuna gegn Marokkómönnum. Hann sagðist að auki hrifinn af Íslandi og kvaðst hafa lært um Íslendinga og sjálfstæðisbaráttu þeirra í öðrum bekk. Sendiherrann Radi segir að leiðtogar Polisario hafi í gegnum tíðina nýtt sér velvild annarra þjóða. „Þetta er of boðsleg tækifærismennska. Trúir þú því virkilega að, eins og hann sagði í viðtalinu, hann hafi lært um Ísland í spænskum nýlenduskóla, þá undir stjórn fasistans Franco? Þetta er bara einhver fullyrðing til að vekja samhug á meðal Íslendinga.“ Í viðtalinu ræddi Ghali um kúgun Marokkómanna og pólitíska fangelsun mótmælenda í Vestur-Sahara. Radi segir þetta af og frá. „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra,“ segir Radi og tekur einnig fram að Marokkó sé ekki haldið „stækkunarkreddu“, eins og Ghali hélt fram. Þannig fullyrðingar séu undarlegar. Að sögn Radi grundvallast tilkall Marokkómanna til Vestur-Sahara á því að svæðið hafi tilheyrt Marokkó áður en Spánverjar og Frakkar eignuðu sér Marokkó árið 1912. „Marokkó er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera eitt fárra ríkja á jörðu sem var nýlenda tveggja ríkja á sama tíma. Vegna landfræðilegrar og strategískrar legu Marokkó, sem hefur aðgengi að Miðjarðarhafi, Atlantshafi og Afríku sunnan Sahara, sameinuðu þessi nýlenduveldi krafta sína gegn Marokkó og sundruðu ríkinu.“ Þá segir sendiherrann að á meðan unnið er að lausn á Vestur-Saharadeilunni undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna beri Marokkó skylda til þess að sjá íbúum svæðisins fyrir menntun, heilbrigðisaðstoð, innviðum og atvinnu. „Öryggisráð SÞ, Evrópusambandið og bandaríska öldungadeildin hafa öll sagt að þetta sé hlutverk og skylda Marokkó.“ Spænskir dómstólar opnuðu árið 2016 á ný rannsókn á Ghali þar sem hann er meðal annars sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og pyntingar, samkvæmt fréttum meðal annars spænska miðilsins El País og breska ríkisútvarpsins. Glæpirnir eiga að hafa átt sér stað í Tindouf-flóttamannabúðunum í Alsír. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ghali ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Andstæðingarnir í Marokkó væru sérfræðingar í að ljúga um leiðtoga Sahrawi-þjóðarinnar. Radi segir að þótt það eigi ekki að neita Ghali um að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð þurfi að átta sig á alvarleika ásakananna. „Þessi manneskja er sökuð og sótt til saka í Evrópu fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð sem og alvarleg og endurtekin kynferðisbrot og nauðganir ungra kvenna í flóttamannabúðum,“ segir Radi og bætir við: „Ég harma það að fólk á Íslandi styðji og auki á sýnileika nokkurs með svo umdeilanlega ímynd.“ Birtist í Fréttablaðinu Marokkó Utanríkismál Vestur-Sahara Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlýtur að hafa verið leidd í gildru. Þetta segir Lamia Radi, sendiherra Marokkó, um fund sem forsætisráðherra átti með Brahim Ghali, forseta Vestur-Sahara og leiðtoga þjóðfrelsishreyfingarinnar Polisario, fyrr í mánuðinum. Vestur-Sahara hefur verið undir stjórn Marokkó eins frá 1979 en Máritanar komu einnig að stjórn svæðisins frá 1957. Í dag halda Marokkómenn stærstum hluta svæðisins en Sahrawi-þjóðin, eða hið lýðræðislega lýðveldi Sahrawi-Araba, heldur minnihlutanum. Alls viðurkenna 84 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Vestur-Sahara. Fjörutíu ríki hafa hins vegar „fryst“ viðurkenningu sína. Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði. Fréttablaðið birti viðtal við Ghali fyrr í mánuðinum þar sem hann þakkaði forsætisráðherra kærlega fyrir fundinn og sagðist hafa rætt um þjáningu Sahrawi-þjóðarinnar og andspyrnuna gegn Marokkómönnum. Hann sagðist að auki hrifinn af Íslandi og kvaðst hafa lært um Íslendinga og sjálfstæðisbaráttu þeirra í öðrum bekk. Sendiherrann Radi segir að leiðtogar Polisario hafi í gegnum tíðina nýtt sér velvild annarra þjóða. „Þetta er of boðsleg tækifærismennska. Trúir þú því virkilega að, eins og hann sagði í viðtalinu, hann hafi lært um Ísland í spænskum nýlenduskóla, þá undir stjórn fasistans Franco? Þetta er bara einhver fullyrðing til að vekja samhug á meðal Íslendinga.“ Í viðtalinu ræddi Ghali um kúgun Marokkómanna og pólitíska fangelsun mótmælenda í Vestur-Sahara. Radi segir þetta af og frá. „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra,“ segir Radi og tekur einnig fram að Marokkó sé ekki haldið „stækkunarkreddu“, eins og Ghali hélt fram. Þannig fullyrðingar séu undarlegar. Að sögn Radi grundvallast tilkall Marokkómanna til Vestur-Sahara á því að svæðið hafi tilheyrt Marokkó áður en Spánverjar og Frakkar eignuðu sér Marokkó árið 1912. „Marokkó er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera eitt fárra ríkja á jörðu sem var nýlenda tveggja ríkja á sama tíma. Vegna landfræðilegrar og strategískrar legu Marokkó, sem hefur aðgengi að Miðjarðarhafi, Atlantshafi og Afríku sunnan Sahara, sameinuðu þessi nýlenduveldi krafta sína gegn Marokkó og sundruðu ríkinu.“ Þá segir sendiherrann að á meðan unnið er að lausn á Vestur-Saharadeilunni undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna beri Marokkó skylda til þess að sjá íbúum svæðisins fyrir menntun, heilbrigðisaðstoð, innviðum og atvinnu. „Öryggisráð SÞ, Evrópusambandið og bandaríska öldungadeildin hafa öll sagt að þetta sé hlutverk og skylda Marokkó.“ Spænskir dómstólar opnuðu árið 2016 á ný rannsókn á Ghali þar sem hann er meðal annars sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og pyntingar, samkvæmt fréttum meðal annars spænska miðilsins El País og breska ríkisútvarpsins. Glæpirnir eiga að hafa átt sér stað í Tindouf-flóttamannabúðunum í Alsír. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ghali ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Andstæðingarnir í Marokkó væru sérfræðingar í að ljúga um leiðtoga Sahrawi-þjóðarinnar. Radi segir að þótt það eigi ekki að neita Ghali um að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð þurfi að átta sig á alvarleika ásakananna. „Þessi manneskja er sökuð og sótt til saka í Evrópu fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð sem og alvarleg og endurtekin kynferðisbrot og nauðganir ungra kvenna í flóttamannabúðum,“ segir Radi og bætir við: „Ég harma það að fólk á Íslandi styðji og auki á sýnileika nokkurs með svo umdeilanlega ímynd.“
Birtist í Fréttablaðinu Marokkó Utanríkismál Vestur-Sahara Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Sjá meira