Innblásin mistök Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 11:00 Það þykir flott að vera farsæll. Daglega flæða yfir okkur fréttir af fólki sem af undraverðu fyrirhafnarleysi skrifar metsölubækur, klífur Everestfjall, stofnar fyrirtæki og selur þau fyrir milljarða eða hleypur svo hratt að það er verðlaunað með góðmálmi um hálsinn. Umfjöllun um afrek annarra í fjölmiðlum er eflaust ætlað að gefa okkur hinum byr undir báða vængi; hvetja okkur til að slökkva á Netflix, standa upp úr sófanum og verða líka farsæl. En gerir hún það? „Í hvert skipti sem vinur nýtur velgengni deyr eitthvað innra með mér,“ er haft eftir bandaríska rithöfundinum Gore Vidal. Á morgun er alþjóðlegi nýsköpunardagurinn en þá mun veröldin, að áeggjan Sameinuðu þjóðanna, fagna velgengni í sinni fjölbreyttustu mynd. Í ljósi þess að við fögnum velgengni alla daga ársins má velta fyrir sér hvort ekki væri nær að beina sjónum í þennan eina dag að hinni hlið peningsins.10.000 mistök „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eina prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Velgengni hljómar alltaf svo hnökralaus á síðum blaðanna. En samkvæmt rannsóknum er raunin önnur. Flestir þurfa að reyna og mistakast í tíu þúsund klukkutíma áður en velgengni er náð. Hvort sem um er að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn eða vísindamenn tekur það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Fyrir þau okkar sem, eins og Gore Vidal, finna lítinn innblástur í afrekum annarra er hér listi yfir fimm flopp sem kunna að vera líklegri til að koma okkur upp úr sófanum: 1) Átta árum áður en Barack Obama varð forseti tapaði hann svo stórt í prófkjöri fyrir þingkosningar að hann hætti næstum í pólitík. 2) Momofuku Ando hóf starfsferil sinn á misheppnuðum tilraunum til að selja vefnað, vélarparta, hús og sokka. Hann fór fyrir sparisjóði sem fór á hausinn og lenti í fangelsi fyrir skattsvik. Í heilt ár lokaði Momofuku sig inni í skúr í garðinum sínum og vann að uppfinningu. Eftir margar misheppnaðar tilraunir varð skyndinúðlan til. Árið 1958 komu núðlur Momofuku fyrst á markað. Árið 2005 voru innbyrtir 86 milljarðar potta af skyndinúðlum um heim allan. 3) Oprah Winfrey var rekin úr fyrsta starfi sínu sem sjónvarpsþulur því hún var „algjörlega óhæf“. 4) J. K. Rowling var einstæð móðir sem barðist í bökkum og skrifaði Harry Potter á servíettur á kaffihúsum á meðan barnið svaf. Þegar bókin var loks tilbúin vildi enginn sjá hana. Í heilt ár gekk handritið milli bókaforlaga í Bretlandi sem öll töldu barnabók um galdrastrák glataða hugmynd. Barry Cunningham, ritstjóri hjá Bloomsbury, sagðist loks vera til í að gefa bókina út en sagði Rowling að fá sér alvöru vinnu því Harry Potter væri ekki líklegur til stórræða. Allir vita hvað gerðist næst. 5) Thomas Edison þarf vart að kynna. Skapari ljósaperunnar með meiru gerði 10.000 misheppnaðar tilraunir til að búa til söluvæna ljósaperu. Þegar blaðamaður spurði hann hvernig honum hefði liðið eftir að hafa mistekist svona oft svaraði Edison: „Mér mistókst ekki 10.000 sinnum. Mér mistókst ekki einu sinni. Mér heppnaðist að sýna fram á 10.000 leiðir sem ganga ekki upp. Þegar ég er búinn að útiloka leiðir sem ekki eru færar finn ég þá sem virkar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það þykir flott að vera farsæll. Daglega flæða yfir okkur fréttir af fólki sem af undraverðu fyrirhafnarleysi skrifar metsölubækur, klífur Everestfjall, stofnar fyrirtæki og selur þau fyrir milljarða eða hleypur svo hratt að það er verðlaunað með góðmálmi um hálsinn. Umfjöllun um afrek annarra í fjölmiðlum er eflaust ætlað að gefa okkur hinum byr undir báða vængi; hvetja okkur til að slökkva á Netflix, standa upp úr sófanum og verða líka farsæl. En gerir hún það? „Í hvert skipti sem vinur nýtur velgengni deyr eitthvað innra með mér,“ er haft eftir bandaríska rithöfundinum Gore Vidal. Á morgun er alþjóðlegi nýsköpunardagurinn en þá mun veröldin, að áeggjan Sameinuðu þjóðanna, fagna velgengni í sinni fjölbreyttustu mynd. Í ljósi þess að við fögnum velgengni alla daga ársins má velta fyrir sér hvort ekki væri nær að beina sjónum í þennan eina dag að hinni hlið peningsins.10.000 mistök „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eina prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Velgengni hljómar alltaf svo hnökralaus á síðum blaðanna. En samkvæmt rannsóknum er raunin önnur. Flestir þurfa að reyna og mistakast í tíu þúsund klukkutíma áður en velgengni er náð. Hvort sem um er að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn eða vísindamenn tekur það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Fyrir þau okkar sem, eins og Gore Vidal, finna lítinn innblástur í afrekum annarra er hér listi yfir fimm flopp sem kunna að vera líklegri til að koma okkur upp úr sófanum: 1) Átta árum áður en Barack Obama varð forseti tapaði hann svo stórt í prófkjöri fyrir þingkosningar að hann hætti næstum í pólitík. 2) Momofuku Ando hóf starfsferil sinn á misheppnuðum tilraunum til að selja vefnað, vélarparta, hús og sokka. Hann fór fyrir sparisjóði sem fór á hausinn og lenti í fangelsi fyrir skattsvik. Í heilt ár lokaði Momofuku sig inni í skúr í garðinum sínum og vann að uppfinningu. Eftir margar misheppnaðar tilraunir varð skyndinúðlan til. Árið 1958 komu núðlur Momofuku fyrst á markað. Árið 2005 voru innbyrtir 86 milljarðar potta af skyndinúðlum um heim allan. 3) Oprah Winfrey var rekin úr fyrsta starfi sínu sem sjónvarpsþulur því hún var „algjörlega óhæf“. 4) J. K. Rowling var einstæð móðir sem barðist í bökkum og skrifaði Harry Potter á servíettur á kaffihúsum á meðan barnið svaf. Þegar bókin var loks tilbúin vildi enginn sjá hana. Í heilt ár gekk handritið milli bókaforlaga í Bretlandi sem öll töldu barnabók um galdrastrák glataða hugmynd. Barry Cunningham, ritstjóri hjá Bloomsbury, sagðist loks vera til í að gefa bókina út en sagði Rowling að fá sér alvöru vinnu því Harry Potter væri ekki líklegur til stórræða. Allir vita hvað gerðist næst. 5) Thomas Edison þarf vart að kynna. Skapari ljósaperunnar með meiru gerði 10.000 misheppnaðar tilraunir til að búa til söluvæna ljósaperu. Þegar blaðamaður spurði hann hvernig honum hefði liðið eftir að hafa mistekist svona oft svaraði Edison: „Mér mistókst ekki 10.000 sinnum. Mér mistókst ekki einu sinni. Mér heppnaðist að sýna fram á 10.000 leiðir sem ganga ekki upp. Þegar ég er búinn að útiloka leiðir sem ekki eru færar finn ég þá sem virkar.“
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun