Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 23:51 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í þessum mánuði. vísir/vilhelm Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan 11 í morgun og stóð því í rúma tólf klukkutíma. Upphaflega átti honum að ljúka klukkan 17 en þar sem skrið var komið á viðræðurnar var ákveðið að halda áfram fram á kvöld. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, segir að haldið verði áfram á fimmtudag með þá vinnu sem komin er í gang. „Þetta lítur alveg þokkalega út þannig séð. Við komumst ekki lengra í kvöld, einfaldlega vegna tímans, en það hefur verið boðað til fundar á fimmtudag og þá höldum við áfram með þá vinnu sem við erum búin að vera að vinna. Þetta tekur oft aðeins lengri tíma en maður telur,“ segir Kristján. Stóru samninganefndir þeirra stéttarfélaga sem eru í samfloti iðnaðarmanna komu niður í Karphús í kvöld. „Við kölluðum hópana inn til að fara yfir málin. Ég á eftir að heyra frá öllum hópunum hvernig gekk hjá þeim en þetta var líka svona stöðutékk,“ segir Kristján. Aðspurður segir hann ekki hægt að segja til um það hvort samningar verði undirritaðir fyrir helgina. Kjaramál Tengdar fréttir „Munum funda eins lengi og mögulegt er og reyna að klára þetta“ Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins funda enn í Karphúsinu. Fundur þeirra hófst klukkan 11 og átti að standa til klukkan 17 en var framhaldið þar sem skrið er komið á viðræðurnar. 30. apríl 2019 20:56 „Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“ Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. 30. apríl 2019 10:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan 11 í morgun og stóð því í rúma tólf klukkutíma. Upphaflega átti honum að ljúka klukkan 17 en þar sem skrið var komið á viðræðurnar var ákveðið að halda áfram fram á kvöld. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, segir að haldið verði áfram á fimmtudag með þá vinnu sem komin er í gang. „Þetta lítur alveg þokkalega út þannig séð. Við komumst ekki lengra í kvöld, einfaldlega vegna tímans, en það hefur verið boðað til fundar á fimmtudag og þá höldum við áfram með þá vinnu sem við erum búin að vera að vinna. Þetta tekur oft aðeins lengri tíma en maður telur,“ segir Kristján. Stóru samninganefndir þeirra stéttarfélaga sem eru í samfloti iðnaðarmanna komu niður í Karphús í kvöld. „Við kölluðum hópana inn til að fara yfir málin. Ég á eftir að heyra frá öllum hópunum hvernig gekk hjá þeim en þetta var líka svona stöðutékk,“ segir Kristján. Aðspurður segir hann ekki hægt að segja til um það hvort samningar verði undirritaðir fyrir helgina.
Kjaramál Tengdar fréttir „Munum funda eins lengi og mögulegt er og reyna að klára þetta“ Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins funda enn í Karphúsinu. Fundur þeirra hófst klukkan 11 og átti að standa til klukkan 17 en var framhaldið þar sem skrið er komið á viðræðurnar. 30. apríl 2019 20:56 „Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“ Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. 30. apríl 2019 10:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
„Munum funda eins lengi og mögulegt er og reyna að klára þetta“ Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins funda enn í Karphúsinu. Fundur þeirra hófst klukkan 11 og átti að standa til klukkan 17 en var framhaldið þar sem skrið er komið á viðræðurnar. 30. apríl 2019 20:56
„Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“ Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. 30. apríl 2019 10:41