Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 11:06 Hermaður stendur vörð nærri La Carlota-herstöðinni nærri Caracas. Vísir/AP Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir nú uppreisn hersins gegn ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta. Fulltrúi ríkisstjórnar Maduro segir að hún berjist nú við lítinn hóp „svikara“ innan hersins sem ætlaði sér að ræna völdum. AP-fréttastofan segir að Guaidó hafi leitt hóp þungvopnaðra hermanna út á stræti ásamt Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014. López fullyrðir að herinn hafi leyst hann úr haldi. Guaidó segir að hermenn hafi haldið út á strætin til þess að verja stjórnarskrá Vensúela. Hvatti hann herinn til þess að rísa upp. „Stundin er runnin upp,“ sagði hann. López, sem var handtekinn fyrir að stýra mótmælum gegn stjórnvöldum á sínum tíma, hvatti til friðsamlegra mótmæla í fyrsta opinbera ávarpi sínu í fimm ár. „Þetta er stund allra Venesúelabúa, þeirra sem eru í einkennisbúningi og þeirra sem eru það ekki. Allir ættu að koma út á göturnar, með friði,“ sagði hann. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra, sagði á Twitter í dag að „svikarar“ innan hersins reyndu nú að ræna völdum með stuðningi hægrisinnaðra stjórnarandstæðinga.Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð Guaidó með mönnum í einkennisbúningi við La Carlota-flugherstöðina nærri höfuðborginni Cáracas fyrr í dag. AP-fréttastofan segir að táragasi hafi verið beitt á hraðbraut nærri herstöðinni. Áður hafði Guaidó birt myndband af sér með mönnum í herklæðum ásamt López á Twitter. „Her landsins hefur tekið rétta ákvörðun og hann reiðir sig á stuðning venesúelsku þjóðarinnar,“ sagði Guaidó þar. Kallaði hann eftir að þjóðin hjálpaði til við að binda enda á „valdarán“ Maduro forseta. Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Venesúela Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir nú uppreisn hersins gegn ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta. Fulltrúi ríkisstjórnar Maduro segir að hún berjist nú við lítinn hóp „svikara“ innan hersins sem ætlaði sér að ræna völdum. AP-fréttastofan segir að Guaidó hafi leitt hóp þungvopnaðra hermanna út á stræti ásamt Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014. López fullyrðir að herinn hafi leyst hann úr haldi. Guaidó segir að hermenn hafi haldið út á strætin til þess að verja stjórnarskrá Vensúela. Hvatti hann herinn til þess að rísa upp. „Stundin er runnin upp,“ sagði hann. López, sem var handtekinn fyrir að stýra mótmælum gegn stjórnvöldum á sínum tíma, hvatti til friðsamlegra mótmæla í fyrsta opinbera ávarpi sínu í fimm ár. „Þetta er stund allra Venesúelabúa, þeirra sem eru í einkennisbúningi og þeirra sem eru það ekki. Allir ættu að koma út á göturnar, með friði,“ sagði hann. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra, sagði á Twitter í dag að „svikarar“ innan hersins reyndu nú að ræna völdum með stuðningi hægrisinnaðra stjórnarandstæðinga.Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð Guaidó með mönnum í einkennisbúningi við La Carlota-flugherstöðina nærri höfuðborginni Cáracas fyrr í dag. AP-fréttastofan segir að táragasi hafi verið beitt á hraðbraut nærri herstöðinni. Áður hafði Guaidó birt myndband af sér með mönnum í herklæðum ásamt López á Twitter. „Her landsins hefur tekið rétta ákvörðun og hann reiðir sig á stuðning venesúelsku þjóðarinnar,“ sagði Guaidó þar. Kallaði hann eftir að þjóðin hjálpaði til við að binda enda á „valdarán“ Maduro forseta. Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela.
Venesúela Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira