Ari Eldjárn á ensku í Þjóðleikhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2019 10:30 Ari Eldjárn er einn þekktasti grínisti landsins. Mynd/hörður sveinsson Uppistandarinn Ari Eldjárn mun flytja ensku sýninguna sína Pardon My Icelandic í Þjóðleikhúsinu þann 25. maí. Sýningin, sem samanstendur af besta efni Ara í gegnum tíðina, hefur sjaldan verið flutt á ensku á Íslandi og af því tilefni verður hún kvikmynduð. Þegar blaðamaður spyr Ara hvort það sé ekki skrýtið að flytja uppistand sitt á ensku á Íslandi svarar hann neitandi. „Alls ekki. Það er mjög algengt núorðið að íslenskir viðburðir fram á ensku, til að mynda starfsmannaskemmtanir þar sem starfsmenn tala ekki allir íslensku, og með því að bjóða upp sýningu á ensku geta mun fleiri hlustað en ella. „Ég hlakka mjög mikið til og ætla mér að taka sýninguna upp. Sýningin hefur verið flutt í allskonar sölum út um allt en mér þykir persónulega svo vænt um Þjóðleikhúsið.“ Ari segir að sýningin sé samansafn af hans besta efni síðastliðin ár. „Rauði þráðurinn í sýningunni er Ísland og sjálfsmynd Íslendinga. Það er einnig gert mikið grín að Norðurlöndunum og Bretum.“Mikill léttir þegar vel gekk Á árunum 2017-2018 var Pardon My Icelandic sýnd 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne International Comedy Festival í Ástralíu. Sýningin hlaut frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum þegar hún var frumsýnd og fékk meðal annars fjórar stjörnur í The Scotsman, stærsta dagblaði Skotlands. „Þetta fékk alveg rosalega fína dóma sem var mikill léttir og gaf manni ákveðið sjálfstraust að maður væri að gera eitthvað rétt.“En hvað kemur til að sýningin er sett upp að þessu sinni?„Ég er að fara að semja nýja sýningu fyrir Edinborgarhátíðina í ágúst þannig mig langar til að setja ákveðinn punkt aftan við þessa sýningu og taka hana upp í leiðinni. Sýningin hefur líka mjög sjaldan verið sýnd á ensku hérlendis og þó hún hafi verið flutt í ýmsum sölum víðsvegar um heim.“ Miðasala hefst í dag klukkan 12 á tix.is. Menning Uppistand Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Uppistandarinn Ari Eldjárn mun flytja ensku sýninguna sína Pardon My Icelandic í Þjóðleikhúsinu þann 25. maí. Sýningin, sem samanstendur af besta efni Ara í gegnum tíðina, hefur sjaldan verið flutt á ensku á Íslandi og af því tilefni verður hún kvikmynduð. Þegar blaðamaður spyr Ara hvort það sé ekki skrýtið að flytja uppistand sitt á ensku á Íslandi svarar hann neitandi. „Alls ekki. Það er mjög algengt núorðið að íslenskir viðburðir fram á ensku, til að mynda starfsmannaskemmtanir þar sem starfsmenn tala ekki allir íslensku, og með því að bjóða upp sýningu á ensku geta mun fleiri hlustað en ella. „Ég hlakka mjög mikið til og ætla mér að taka sýninguna upp. Sýningin hefur verið flutt í allskonar sölum út um allt en mér þykir persónulega svo vænt um Þjóðleikhúsið.“ Ari segir að sýningin sé samansafn af hans besta efni síðastliðin ár. „Rauði þráðurinn í sýningunni er Ísland og sjálfsmynd Íslendinga. Það er einnig gert mikið grín að Norðurlöndunum og Bretum.“Mikill léttir þegar vel gekk Á árunum 2017-2018 var Pardon My Icelandic sýnd 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne International Comedy Festival í Ástralíu. Sýningin hlaut frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum þegar hún var frumsýnd og fékk meðal annars fjórar stjörnur í The Scotsman, stærsta dagblaði Skotlands. „Þetta fékk alveg rosalega fína dóma sem var mikill léttir og gaf manni ákveðið sjálfstraust að maður væri að gera eitthvað rétt.“En hvað kemur til að sýningin er sett upp að þessu sinni?„Ég er að fara að semja nýja sýningu fyrir Edinborgarhátíðina í ágúst þannig mig langar til að setja ákveðinn punkt aftan við þessa sýningu og taka hana upp í leiðinni. Sýningin hefur líka mjög sjaldan verið sýnd á ensku hérlendis og þó hún hafi verið flutt í ýmsum sölum víðsvegar um heim.“ Miðasala hefst í dag klukkan 12 á tix.is.
Menning Uppistand Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira