Maðurinn sem skipaði Mueller segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 08:45 Rosenstein starfaði í áratugi í dómsmálaráðuneytinu. Trump skipaði hann aðstoðardómsmálaráðherra árið 2017 en snerist harkalega gegn honum eftir skipan sérstaka rannsakandans. Vísir/EPA Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um afsögn sína í gær. Rosenstein, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda fyrir tveimur árum, lá undir linnulausum árásum Donalds Trump forseta á meðan á rannsókninni stóð. Forsetinn sakaði Rosenstein meðal annars um landráð. Afsögn Rosenstein tekur gildi 11. maí, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði hann að láta af störfum í mars en hann ílengdist í starfi til að vera William Barr, nýjum dómsmálaráðherra, innan handar fyrstu mánuði hans í embætti. Í afsagnarbréfi sínu til Trump forseta lofaði Rosenstein hann fyrir að skipa embættismenn „sem eru trúir gildunum sem gera Bandaríkin mikilfengleg“. Þakkaði hann forsetanum fyrir „kurteisi og húmor“ í persónulegum samtölum þeirra og lýsti stuðningi við stefnumál hans, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir það var samband Trump við Rosenstein afar stirt. Það var Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá í maí árið 2017. Það gerði hann eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafði þá lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með þeim málum. Engu að síður var það Trump sjálfur sem skipaði Rosenstein í embætti aðstoðardómsmálaráðherra. Rosenstein, sem er repúblikani, mátti sitja undir landráðabrigslum forsetans sem var einnig sagður hafa viljað reka embættismanninn. Á endanum tók Rosenstein þátt í þeirri ákvörðun Barr dómsmálaráðherra að ákæra Trump ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um það í skýrslu sinni en lagði fram ýmsar röksemdir fyrir því hann hefði reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar með ýmsum leiðum. Rosenstein hefur ásamt Barr verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir hvernig þeir greindu fyrst frá niðurstöðum Mueller áður en skýrsla sérstaka rannsakandans var gerð opinber á skírdag. Þóttu þeir hafa fegrað mjög hvað skýrslan hafði að segja um forsetann. Washington Post greindi frá því nýlega að Rosenstein hafi lofað Trump að hann væri „með honum í liði“ í september og að sérstaki rannsakandinn myndi koma fram við hann af sanngirni. Það samtal hafi átt sér stað eftir að New York Times fullyrti að Rosenstein hefði rætt um möguleikann á að hlera forsetann eða beita ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma honum frá völdum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um afsögn sína í gær. Rosenstein, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda fyrir tveimur árum, lá undir linnulausum árásum Donalds Trump forseta á meðan á rannsókninni stóð. Forsetinn sakaði Rosenstein meðal annars um landráð. Afsögn Rosenstein tekur gildi 11. maí, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði hann að láta af störfum í mars en hann ílengdist í starfi til að vera William Barr, nýjum dómsmálaráðherra, innan handar fyrstu mánuði hans í embætti. Í afsagnarbréfi sínu til Trump forseta lofaði Rosenstein hann fyrir að skipa embættismenn „sem eru trúir gildunum sem gera Bandaríkin mikilfengleg“. Þakkaði hann forsetanum fyrir „kurteisi og húmor“ í persónulegum samtölum þeirra og lýsti stuðningi við stefnumál hans, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir það var samband Trump við Rosenstein afar stirt. Það var Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá í maí árið 2017. Það gerði hann eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafði þá lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með þeim málum. Engu að síður var það Trump sjálfur sem skipaði Rosenstein í embætti aðstoðardómsmálaráðherra. Rosenstein, sem er repúblikani, mátti sitja undir landráðabrigslum forsetans sem var einnig sagður hafa viljað reka embættismanninn. Á endanum tók Rosenstein þátt í þeirri ákvörðun Barr dómsmálaráðherra að ákæra Trump ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um það í skýrslu sinni en lagði fram ýmsar röksemdir fyrir því hann hefði reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar með ýmsum leiðum. Rosenstein hefur ásamt Barr verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir hvernig þeir greindu fyrst frá niðurstöðum Mueller áður en skýrsla sérstaka rannsakandans var gerð opinber á skírdag. Þóttu þeir hafa fegrað mjög hvað skýrslan hafði að segja um forsetann. Washington Post greindi frá því nýlega að Rosenstein hafi lofað Trump að hann væri „með honum í liði“ í september og að sérstaki rannsakandinn myndi koma fram við hann af sanngirni. Það samtal hafi átt sér stað eftir að New York Times fullyrti að Rosenstein hefði rætt um möguleikann á að hlera forsetann eða beita ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma honum frá völdum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36