Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi Ásgeir Böðvarsson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Mottumars – átak Krabbameinsfélags Íslands hefur nú eins og fyrr leitt til umræðu um skimun fyrir krabbameini – þar með talið ristil- og endaþarmskrabbameini. Nú hefur hópskimun á landsvísu fyrir þessu krabbameini staðið til lengi en ekki enn hafist, þrátt fyrir undirbúning af hendi Krabbameinsfélagsins og heilbrigðisyfirvalda. Ekki er ljóst hvað tefur, en því hefur verið haldið fram í umræðum síðustu vikna að engin skipulögð skimun fyrir þessum krabbameinum hafi átt sér stað á Íslandi. Það er því kærkomið tækifæri til að upplýsa að slík skimun hefur reyndar verið í gangi á Norðurlandi. Skimun þessi er lýðheilsuverkefni og hófst fyrir rúmum 7 árum í Þingeyjarsýslum og þremur árum seinna í Skagafirði. Skimunin fer þannig fram að fólki, búsettu í fyrrnefndum héruðum, er boðin ristilspeglun – sér að kostnaðarlausu – á því ári sem það verður 55 ára. Þetta er samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Lionsklúbbs Húsavíkur og Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki. Þessi síðarnefndu hjálpar- og stuðningssamtök hafa að markmiði sínu að vinna að mannúðarmálum og leggja sínum sveitarfélögum lið og þau greiða hlut þátttakenda við skimunina en heilbrigðisstofnunin annan kostnað. Fyrirkomulag er þannig að fréttabréf eru send á öll heimili í upphafi árs og þeim einstaklingum sem verða 55 ára á því ári boðið að taka þátt í skimuninni og hafa samband við heilbrigðisstofnunina í sinni heimabyggð. Allar kröfur um persónuvernd eru uppfylltar. Vel hefur gengið, þátttaka hefur verið 60-80% af árgangi hvers árs eða alls um 500 manns á skimunartímanum Megintilgangurinn er að koma í veg fyrir myndun ristil- og endaþarmskrabbameins og aðferðin er ristilspeglun en með henni má finna og fjarlægja svokallaða ristilsepa sem eru taldir aðal áhættuþættir fyrir myndun krabbameinsins. Slíkir separ finnast einungis í litlum hluta fólks við 55 ára aldur en tíðnin er þó ekki þekkt hérlendis. Gerð þessara sepa er mismunandi og það fer eftir niðurstöðum meinafræðirannsókna í kjölfar speglunarinnar, hverjir teljast í áhættu og hvort ástæða sé til þess að fylgja viðkomandi einstaklingum frekar eftir eða ekki. Til þess að fylgjast með gæðum, framkvæmd og árangri skimunarinnar, þá hafa frá upphafi – með fullu leyfi þátttakanda – upplýsingar verið skráðar skipulega. Um þessar mundir stendur yfir rannsókn á árangri skimunarinnar, þar með talið er tíðni, gerð og staðsetning ristilsepa athuguð, auk þess sem gæði speglunarinnar eru metin. Gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður verði kynntar í maí. Ef þær niðurstöður lofa góðu þá er fullur hugur í aðstandendum þessa verkefnis að þróa það frekar og halda skimuninni áfram.Höfundur er meltingarlæknir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Mottumars – átak Krabbameinsfélags Íslands hefur nú eins og fyrr leitt til umræðu um skimun fyrir krabbameini – þar með talið ristil- og endaþarmskrabbameini. Nú hefur hópskimun á landsvísu fyrir þessu krabbameini staðið til lengi en ekki enn hafist, þrátt fyrir undirbúning af hendi Krabbameinsfélagsins og heilbrigðisyfirvalda. Ekki er ljóst hvað tefur, en því hefur verið haldið fram í umræðum síðustu vikna að engin skipulögð skimun fyrir þessum krabbameinum hafi átt sér stað á Íslandi. Það er því kærkomið tækifæri til að upplýsa að slík skimun hefur reyndar verið í gangi á Norðurlandi. Skimun þessi er lýðheilsuverkefni og hófst fyrir rúmum 7 árum í Þingeyjarsýslum og þremur árum seinna í Skagafirði. Skimunin fer þannig fram að fólki, búsettu í fyrrnefndum héruðum, er boðin ristilspeglun – sér að kostnaðarlausu – á því ári sem það verður 55 ára. Þetta er samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Lionsklúbbs Húsavíkur og Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki. Þessi síðarnefndu hjálpar- og stuðningssamtök hafa að markmiði sínu að vinna að mannúðarmálum og leggja sínum sveitarfélögum lið og þau greiða hlut þátttakenda við skimunina en heilbrigðisstofnunin annan kostnað. Fyrirkomulag er þannig að fréttabréf eru send á öll heimili í upphafi árs og þeim einstaklingum sem verða 55 ára á því ári boðið að taka þátt í skimuninni og hafa samband við heilbrigðisstofnunina í sinni heimabyggð. Allar kröfur um persónuvernd eru uppfylltar. Vel hefur gengið, þátttaka hefur verið 60-80% af árgangi hvers árs eða alls um 500 manns á skimunartímanum Megintilgangurinn er að koma í veg fyrir myndun ristil- og endaþarmskrabbameins og aðferðin er ristilspeglun en með henni má finna og fjarlægja svokallaða ristilsepa sem eru taldir aðal áhættuþættir fyrir myndun krabbameinsins. Slíkir separ finnast einungis í litlum hluta fólks við 55 ára aldur en tíðnin er þó ekki þekkt hérlendis. Gerð þessara sepa er mismunandi og það fer eftir niðurstöðum meinafræðirannsókna í kjölfar speglunarinnar, hverjir teljast í áhættu og hvort ástæða sé til þess að fylgja viðkomandi einstaklingum frekar eftir eða ekki. Til þess að fylgjast með gæðum, framkvæmd og árangri skimunarinnar, þá hafa frá upphafi – með fullu leyfi þátttakanda – upplýsingar verið skráðar skipulega. Um þessar mundir stendur yfir rannsókn á árangri skimunarinnar, þar með talið er tíðni, gerð og staðsetning ristilsepa athuguð, auk þess sem gæði speglunarinnar eru metin. Gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður verði kynntar í maí. Ef þær niðurstöður lofa góðu þá er fullur hugur í aðstandendum þessa verkefnis að þróa það frekar og halda skimuninni áfram.Höfundur er meltingarlæknir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar