Íbúar fórust þegar flugvél brotlenti á húsi í Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 10:48 Húsið stóð í ljósum logum. Skjáskot/Twitter Fimm fórust þegar smáflugvél brotlenti á húsi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Flugmaðurinn og fjórir íbúar hússins, tveir karlar og tvær konur, létu lífið. Talið er að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-samkvæmi þegar slysið varð. Húsið er í bænum Yorba Linda í sunnanverðri Kaliforníu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir fluttir slasaðir á sjúkrahús vegna slyssins. Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 414A, hafði verið skamman tíma í loftinu þegar hún hrapaði. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Joshua Nelson birti í gær sést hvernig húsið stendur í ljósum logum. Þá sjást skelfingu lostnir nágrannar virða fyrir sér hamfarirnar en brak úr flugvélinni er á víð og dreif um götuna. A plane crashed in my neighborhood MInutes who #yorbalinda #planecrash #abcnews #cnnnews #news pic.twitter.com/ApabRhrWfB— Joshua Nelson (@JoshuaRNelson) February 3, 2019 Haft er eftir Pokey Sanchez slökkviliðsstjóra á svæðinu að ekki sé vitað hvort fleiri hafi farist í slysinu en rústir hússins verða kembdar í leit að fórnarlömbum. Þá hefur CBS-fréttastofan eftir vitnum að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-veislu þegar flugvélin brotlenti á húsinu um klukkan tvö eftir hádegi að staðartíma. Nágrannar hinna látnu lýsa hryllilegri aðkomunni í viðtölum við héraðsmiðla. Hér að neðan má sjá viðtal fréttakonunnar Jasmine Viel við Laurie Stockstill en sú síðarnefnda kom að slysinu í gær. Laurie Stockstill describes the noise and debris from fiery plane crash falling onto her home #yorbalinda #Planecrash @CBSNews @CBSLA @tarawallis pic.twitter.com/VVl42E7bFp— JASMINE VIEL (@jasmineviel) February 3, 2019 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Fimm fórust þegar smáflugvél brotlenti á húsi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Flugmaðurinn og fjórir íbúar hússins, tveir karlar og tvær konur, létu lífið. Talið er að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-samkvæmi þegar slysið varð. Húsið er í bænum Yorba Linda í sunnanverðri Kaliforníu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir fluttir slasaðir á sjúkrahús vegna slyssins. Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 414A, hafði verið skamman tíma í loftinu þegar hún hrapaði. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Joshua Nelson birti í gær sést hvernig húsið stendur í ljósum logum. Þá sjást skelfingu lostnir nágrannar virða fyrir sér hamfarirnar en brak úr flugvélinni er á víð og dreif um götuna. A plane crashed in my neighborhood MInutes who #yorbalinda #planecrash #abcnews #cnnnews #news pic.twitter.com/ApabRhrWfB— Joshua Nelson (@JoshuaRNelson) February 3, 2019 Haft er eftir Pokey Sanchez slökkviliðsstjóra á svæðinu að ekki sé vitað hvort fleiri hafi farist í slysinu en rústir hússins verða kembdar í leit að fórnarlömbum. Þá hefur CBS-fréttastofan eftir vitnum að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-veislu þegar flugvélin brotlenti á húsinu um klukkan tvö eftir hádegi að staðartíma. Nágrannar hinna látnu lýsa hryllilegri aðkomunni í viðtölum við héraðsmiðla. Hér að neðan má sjá viðtal fréttakonunnar Jasmine Viel við Laurie Stockstill en sú síðarnefnda kom að slysinu í gær. Laurie Stockstill describes the noise and debris from fiery plane crash falling onto her home #yorbalinda #Planecrash @CBSNews @CBSLA @tarawallis pic.twitter.com/VVl42E7bFp— JASMINE VIEL (@jasmineviel) February 3, 2019
Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira