Lífið

Sjáðu stemninguna á Hlust­enda­verð­laununum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Herra Hnetusmjör vann tvenn verðlaun.
Herra Hnetusmjör vann tvenn verðlaun. myndir/daníel þór
Herra Hnetusmjör var valinn flytjandi ársins á Hlustendaverðlaununum í Háskólabíói á laugardagskvöldið en hann átti líka plötu ársins.

Bylgjan, FM957 og X977 stóðu í sameiningu að Hlustendaverðlaununum en íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum gafst tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.

Friðrik Dór var valinn söngvari ársins en Bríet var valin söngkona ársins og JóiPé og Króli áttu lag ársins.

Mikil stemning var á Hlustendaverðlaununum og fangaði Daníel Þór, ljósmyndari, andrúmsloftið í Háskólabíói á laugardaginn.

Hér að neðan má sjá myndir frá Hlustendaverðlaununum 2019.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2019

Tónlistarverðlaunin Hlustendahátíðin verður haldin í kvöld í Háskólabíó. Horfa má á beina útsendingu frá hátíðinni á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.