Guaido hvetur Kínverja til að snúa baki við Maduro Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Mikil ólga hefur verið í Venesúela undanfarið. NORDICPHOTOS/GETTY Juan Guaido, forseti þings Venesúela og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hvetur kínversk stjórnvöld til að láta af stuðningi sínum við Nicolas Maduro forseta Venesúela. Kom hvatningin í kjölfar þess að stjórnvöld í Peking sögðust ætla að vinna með Venesúela sama hvernig mál þróuðust í landinu. Guaido sagði í viðtali við kínverska fjölmiðla að Kína sem er stærsti lánardrottinn Venesúela hefði gríðarlega möguleika í því að hjálpa til við uppbyggingu efnahags landsins. Búist er við því að leiðtogar Evrópuríkja á borð við Bretland, Frakkland, Þýskaland og fleiri viðurkenni Guaido sem forseta Venesúela komi ekki strax fram yfirlýsing frá Maduro um nýjar kosningar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina í gær að hann útilokaði ekki hernaðaríhlutun gæfi Maduro ekki eftir. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda hjálpargögn til Venesúela að beiðni Guaido. Þar sem þingforsetinn og hans stuðningsmenn ráða ekki yfir neinu landsvæði í Venesúela er áformað að setja upp miðstöðvar í nágrannalöndum þangað sem fjöldi Venesúelabúa hefur flúið. Maduro sagði stuðningsmönnum sínum á laugardag að hann myndi ekki heimila að hjálpargögn yrðu send til landsins. Venesúela væri ekki og hefði ekki verið land betlara. Þá væri boð um aðstoð frá Bandaríkjunum aðeins yfirskin og fyrirvari hernaðaríhlutunar. Birtist í Fréttablaðinu Kína Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Juan Guaido, forseti þings Venesúela og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hvetur kínversk stjórnvöld til að láta af stuðningi sínum við Nicolas Maduro forseta Venesúela. Kom hvatningin í kjölfar þess að stjórnvöld í Peking sögðust ætla að vinna með Venesúela sama hvernig mál þróuðust í landinu. Guaido sagði í viðtali við kínverska fjölmiðla að Kína sem er stærsti lánardrottinn Venesúela hefði gríðarlega möguleika í því að hjálpa til við uppbyggingu efnahags landsins. Búist er við því að leiðtogar Evrópuríkja á borð við Bretland, Frakkland, Þýskaland og fleiri viðurkenni Guaido sem forseta Venesúela komi ekki strax fram yfirlýsing frá Maduro um nýjar kosningar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina í gær að hann útilokaði ekki hernaðaríhlutun gæfi Maduro ekki eftir. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda hjálpargögn til Venesúela að beiðni Guaido. Þar sem þingforsetinn og hans stuðningsmenn ráða ekki yfir neinu landsvæði í Venesúela er áformað að setja upp miðstöðvar í nágrannalöndum þangað sem fjöldi Venesúelabúa hefur flúið. Maduro sagði stuðningsmönnum sínum á laugardag að hann myndi ekki heimila að hjálpargögn yrðu send til landsins. Venesúela væri ekki og hefði ekki verið land betlara. Þá væri boð um aðstoð frá Bandaríkjunum aðeins yfirskin og fyrirvari hernaðaríhlutunar.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00
Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30
Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30