Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2019 14:22 Frá vettvangi slyssins. Mynd/skjáskot Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Þetta kemur fram í viðtali við hinn 35 ára gamla Oleg Malchanov, einn af þeim 33 farþegum vélarinnar sem sluppu lifandi frá flugslysinu. 41 lést er flugvélin brann á flugvellinum skömmu eftir lendingu. Myndbönd frá flugslysinu sýna hvernig farþegar komust naumlega út úr brennandi flugvélinni og má sjá að sumir þeirra halda á handfarangri. Reglur flugfélaga gefa hins vegar skýrt til kynna að komi upp neyðartilvik og rýma þurfi flugvél megi ekki taka með sér handfarangur.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um að mögulega hafi farþegar tafið rýmingu flugvélarinnar með því að taka með sér farangur, en Malchanov segist ekki hafa orðið var við það. „Ég get ekki sagt mikið um farangurinn sem allir eru að tala um. Hann var klárlega ekki fyrir mér,“ sagði Malchanov. Í viðtali við rússneska fjölmiðla lýsir hann því hvernig hann hafi upplifað flugið, brotlendinguna og rýminguna.„Það kom enginn á eftir mér“ Talið er að eldingu hafi lostið í flugvélina sem varð til þess að flugmennirnir hafi tekið ákvörðun um að lenda vélinni. Segir Malchanov vel hafa orðið var við eldinguna og skömmu síðar hafi flugmennirnir sagt ætla að lenda vélinni vegna „tæknilegrar bilunar.“Sjá má á myndböndum að flugvélinni er lent á miklum hraða og við það virðist lendingarbúnaður vélarinnar hafa brotnað og eldur braust í kjölfarið út. Malchanov segir eldinn hafa breiðst hratt út.„Þegar vélin stoppaði ýtti ég konunni minni áfram, það var enginn tími til að ræða saman. Gluggarnir voru að bráðna,“ sagði Malchanov.Hann hafi fundið að hann væri að missa meðvitund en tekist að skríða á gólfinu að flugstjórnarklefanum áður en hann yfirgaf flugvélina.„Ég var sá síðasti sem fór út. Það kom enginn á eftir mér.“Rannsókn á flugslysinu stendur yfir en rússneskirfjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn yfirvaldabeinist einkum að því að flugmennirnir hafi gert röð mistaka sem hafi gert það að verkum að svo fór sem fór.Í fyrsta lagi hafi flugmennirnir ekki átt að leggja af stað til að byrja með miðað við veðuraðstæður auk þess sem að þeir hafi frekar átt að hringsóla yfir flugvellinum í einhvern tíma til þess brenna eldsneyti í stað þess að lenda með nær fulla tanka. Vélin hafi því verið of þung í lendingunni auk þess sem að vélinni hafi verið lent á of miklum hraða. Fréttir af flugi Rússland Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Þetta kemur fram í viðtali við hinn 35 ára gamla Oleg Malchanov, einn af þeim 33 farþegum vélarinnar sem sluppu lifandi frá flugslysinu. 41 lést er flugvélin brann á flugvellinum skömmu eftir lendingu. Myndbönd frá flugslysinu sýna hvernig farþegar komust naumlega út úr brennandi flugvélinni og má sjá að sumir þeirra halda á handfarangri. Reglur flugfélaga gefa hins vegar skýrt til kynna að komi upp neyðartilvik og rýma þurfi flugvél megi ekki taka með sér handfarangur.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um að mögulega hafi farþegar tafið rýmingu flugvélarinnar með því að taka með sér farangur, en Malchanov segist ekki hafa orðið var við það. „Ég get ekki sagt mikið um farangurinn sem allir eru að tala um. Hann var klárlega ekki fyrir mér,“ sagði Malchanov. Í viðtali við rússneska fjölmiðla lýsir hann því hvernig hann hafi upplifað flugið, brotlendinguna og rýminguna.„Það kom enginn á eftir mér“ Talið er að eldingu hafi lostið í flugvélina sem varð til þess að flugmennirnir hafi tekið ákvörðun um að lenda vélinni. Segir Malchanov vel hafa orðið var við eldinguna og skömmu síðar hafi flugmennirnir sagt ætla að lenda vélinni vegna „tæknilegrar bilunar.“Sjá má á myndböndum að flugvélinni er lent á miklum hraða og við það virðist lendingarbúnaður vélarinnar hafa brotnað og eldur braust í kjölfarið út. Malchanov segir eldinn hafa breiðst hratt út.„Þegar vélin stoppaði ýtti ég konunni minni áfram, það var enginn tími til að ræða saman. Gluggarnir voru að bráðna,“ sagði Malchanov.Hann hafi fundið að hann væri að missa meðvitund en tekist að skríða á gólfinu að flugstjórnarklefanum áður en hann yfirgaf flugvélina.„Ég var sá síðasti sem fór út. Það kom enginn á eftir mér.“Rannsókn á flugslysinu stendur yfir en rússneskirfjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn yfirvaldabeinist einkum að því að flugmennirnir hafi gert röð mistaka sem hafi gert það að verkum að svo fór sem fór.Í fyrsta lagi hafi flugmennirnir ekki átt að leggja af stað til að byrja með miðað við veðuraðstæður auk þess sem að þeir hafi frekar átt að hringsóla yfir flugvellinum í einhvern tíma til þess brenna eldsneyti í stað þess að lenda með nær fulla tanka. Vélin hafi því verið of þung í lendingunni auk þess sem að vélinni hafi verið lent á of miklum hraða.
Fréttir af flugi Rússland Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08
Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10