Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2019 13:39 Skjáskot úr þættinum „Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 189 manns fórust þegar 737 MAX vél Lion Air fórst skömmu eftir flugtak. Fimm mánuðum síðar hrapaði samskonar flugvél Ethiopian Airlines með þeim afleiðingum að 157 manns fórust. Slysin hafa verið rakin til sérstaks búnaðar sem nefnist MCAS sem sett var í vélarnar til þess að koma í veg fyrir ofris. Búnaðurinn er sjálfvirkur og í þættinum fór Turner yfir það með fréttamanni 60 Minutes Australia hvernig hann virkar, með því að herma eftir flugi Lion Air í flughermi. Vélin hrapaði tólf mínútum eftir flugtak. Í þættinum má sjá Brady berjast við MCAS-kerfið um stjórn á flugvélinni og hvernig flugvélin tekur hraða dýfu niður á við. Brady tekst þó að rétta flugvélina við áður en baráttan hefst á ný. „Kerfið er hannað til þess að kveikja á sér í tíu sekúndur og slökkva á sér í fimm sekúndur. Við vissum það ekki vegna þess að við flugmennirnir fengum aldrei að vita það. Þetta var ekki í handbókunum,“ sagði Turner sem er reyndur 737 flugmaður. Í myndbandinu má sjá að fréttamanninum, sem og Turner, þyki eftirlíking flugsins nokkuð óþægileg enda má sjá hvernig vélin stefnir beint til jarðar.Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.Í þættinum er einnig rætt við Dominic Gates, blaðamann Seattle Times, sem segir að stjórnendur Boeing hafi ekki litist á blikinu þegar fréttir bárust af fyrirhugaðri pöntun American Airlines á 200 Airbus-vélum. Á þeim tíma hafi Boeing ekki haft mörg svör við Airbus A320NEO sem þá var nýkominn á markað Send hafi verið skilaboð til American Airlines að Boeing myndi endurhanna 737-vélar sínar ef þeir fengu helming af hinni fyrirhugu Airbus-pöntun. „American sagði já,“ sagði Gates og úr varð MAX-áætlunin. Einnig er rætt við mann sem sagður er hafa starfað hjá Boeing á þessum tíma en hann kemur ekki fram undir nafni í þættinum. Í máli hans kom fram að mikill þrýstingur hafi verið á að gera litlar breytingar og draga úr kostnaði við hönnunina á MAX-vélunum. Sérstök áhersla hafi verið lögð á það að draga úr þörfinni á því að þjálfa flugmenn sem flogið höfðu fyrirrennurum MAX-vélarinnar sérstaklega fyrir hina nýju flugvél. Hér að neðan má sjá hvernig MCAS-kerfið svokallaða virkar. Ástralía Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
„Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 189 manns fórust þegar 737 MAX vél Lion Air fórst skömmu eftir flugtak. Fimm mánuðum síðar hrapaði samskonar flugvél Ethiopian Airlines með þeim afleiðingum að 157 manns fórust. Slysin hafa verið rakin til sérstaks búnaðar sem nefnist MCAS sem sett var í vélarnar til þess að koma í veg fyrir ofris. Búnaðurinn er sjálfvirkur og í þættinum fór Turner yfir það með fréttamanni 60 Minutes Australia hvernig hann virkar, með því að herma eftir flugi Lion Air í flughermi. Vélin hrapaði tólf mínútum eftir flugtak. Í þættinum má sjá Brady berjast við MCAS-kerfið um stjórn á flugvélinni og hvernig flugvélin tekur hraða dýfu niður á við. Brady tekst þó að rétta flugvélina við áður en baráttan hefst á ný. „Kerfið er hannað til þess að kveikja á sér í tíu sekúndur og slökkva á sér í fimm sekúndur. Við vissum það ekki vegna þess að við flugmennirnir fengum aldrei að vita það. Þetta var ekki í handbókunum,“ sagði Turner sem er reyndur 737 flugmaður. Í myndbandinu má sjá að fréttamanninum, sem og Turner, þyki eftirlíking flugsins nokkuð óþægileg enda má sjá hvernig vélin stefnir beint til jarðar.Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.Í þættinum er einnig rætt við Dominic Gates, blaðamann Seattle Times, sem segir að stjórnendur Boeing hafi ekki litist á blikinu þegar fréttir bárust af fyrirhugaðri pöntun American Airlines á 200 Airbus-vélum. Á þeim tíma hafi Boeing ekki haft mörg svör við Airbus A320NEO sem þá var nýkominn á markað Send hafi verið skilaboð til American Airlines að Boeing myndi endurhanna 737-vélar sínar ef þeir fengu helming af hinni fyrirhugu Airbus-pöntun. „American sagði já,“ sagði Gates og úr varð MAX-áætlunin. Einnig er rætt við mann sem sagður er hafa starfað hjá Boeing á þessum tíma en hann kemur ekki fram undir nafni í þættinum. Í máli hans kom fram að mikill þrýstingur hafi verið á að gera litlar breytingar og draga úr kostnaði við hönnunina á MAX-vélunum. Sérstök áhersla hafi verið lögð á það að draga úr þörfinni á því að þjálfa flugmenn sem flogið höfðu fyrirrennurum MAX-vélarinnar sérstaklega fyrir hina nýju flugvél. Hér að neðan má sjá hvernig MCAS-kerfið svokallaða virkar.
Ástralía Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45