Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 09:30 Luis Suarez féll nokkrum sinnum í grasið í leiknum í gær. Getty/Alex Livesey Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. Suarez skoraði dýrmætt mark í fyrri leiknum og stuðaði þá marga stuðningsmenn Liverpool með að fagna marki sínu gríðarlega. Hann fékk líka að heyra það frá ósáttum Liverpool stuðningsmönnum í leiknum í gær og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Suarez var auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn og sagðist vera undirbúinn yfir flóð af gagnrýni."We have to be ready for all the criticism that is going to rain down on us now." Luis Suarez says Barcelona are in a lot of pain after Liverpool's incredible comeback at Anfield. In full: https://t.co/YDRm35LvmQ#LFC#LIVBAR#bbcfootballpic.twitter.com/0xPphfsLRt — BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2019 „Við verðum núna að vera tilbúnir fyrir alla gagnrýnina sem mun rigna yfir okkur,“ sagði Luis Suarez eftir leikinn. „Við erum mjög leiðir yfir þessu og þetta er mjög sársaukafullt,“ bætti Suarez við. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var enn þá í ágætum málum í hálfleik aðeins 1-0 undir. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði aftur á móti tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og allt í einu var staðan orðin jöfn samanlagt. Divock Origi skoraði síðan fjórða markið og markið sem skildi á endanum á milli liðanna þegar hann naut góðs af frábærri stoðsendingu Trent Alexander-Arnold úr hornspyrnu. Trent var þá fljótur að hugsa og nýtti sér vel sofandahátt hjá varnarmönnum Barcelona. „Við litum út eins og litlir skólastrákar í fjórða markinu þeirra,“ sagði Luis Suarez sem talaði ekki um baulið sem hann þurfti að hlusta á allan leikinn. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: Mörk Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar Suarez varði hins vegar knattspyrnustjórann sinn, Ernesto Valverde, eftir leikinn. „Við vorum þeir sem spiluðum þennan leik. Stjórinn notaði sömu taktík og í fyrri leiknum og reyndi að leggja það sama upp í þessum leik. Við leikmennirnir verðum að biðjast afsökunar á hugarfari okkar og það sem allir þurftu að horfa upp á frá okkur í þessum leik,“ sagði Suarez. „Við þurfum núna að fara í gagn mikla sjálfsgagnrýni því þetta er í annað skiptið á einu ári sem við lendum í svona. Við megum ekki gera svona mistök tvö ár í röð. Það er margt sem við þurfum að huga að og hugsa um,“ sagði Suarez. Fyrir ári síðan missti Barcelona niður 3-1 forystu í seinni leiknum á móti Roma. Nú voru þeir í enn betri stöðu en niðurstaðan var sú sama og enn einu sinni missir Barcelona af sannkölluðu dauðafæri að vinna Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Sjá meira
Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. Suarez skoraði dýrmætt mark í fyrri leiknum og stuðaði þá marga stuðningsmenn Liverpool með að fagna marki sínu gríðarlega. Hann fékk líka að heyra það frá ósáttum Liverpool stuðningsmönnum í leiknum í gær og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Suarez var auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn og sagðist vera undirbúinn yfir flóð af gagnrýni."We have to be ready for all the criticism that is going to rain down on us now." Luis Suarez says Barcelona are in a lot of pain after Liverpool's incredible comeback at Anfield. In full: https://t.co/YDRm35LvmQ#LFC#LIVBAR#bbcfootballpic.twitter.com/0xPphfsLRt — BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2019 „Við verðum núna að vera tilbúnir fyrir alla gagnrýnina sem mun rigna yfir okkur,“ sagði Luis Suarez eftir leikinn. „Við erum mjög leiðir yfir þessu og þetta er mjög sársaukafullt,“ bætti Suarez við. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var enn þá í ágætum málum í hálfleik aðeins 1-0 undir. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði aftur á móti tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og allt í einu var staðan orðin jöfn samanlagt. Divock Origi skoraði síðan fjórða markið og markið sem skildi á endanum á milli liðanna þegar hann naut góðs af frábærri stoðsendingu Trent Alexander-Arnold úr hornspyrnu. Trent var þá fljótur að hugsa og nýtti sér vel sofandahátt hjá varnarmönnum Barcelona. „Við litum út eins og litlir skólastrákar í fjórða markinu þeirra,“ sagði Luis Suarez sem talaði ekki um baulið sem hann þurfti að hlusta á allan leikinn. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: Mörk Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar Suarez varði hins vegar knattspyrnustjórann sinn, Ernesto Valverde, eftir leikinn. „Við vorum þeir sem spiluðum þennan leik. Stjórinn notaði sömu taktík og í fyrri leiknum og reyndi að leggja það sama upp í þessum leik. Við leikmennirnir verðum að biðjast afsökunar á hugarfari okkar og það sem allir þurftu að horfa upp á frá okkur í þessum leik,“ sagði Suarez. „Við þurfum núna að fara í gagn mikla sjálfsgagnrýni því þetta er í annað skiptið á einu ári sem við lendum í svona. Við megum ekki gera svona mistök tvö ár í röð. Það er margt sem við þurfum að huga að og hugsa um,“ sagði Suarez. Fyrir ári síðan missti Barcelona niður 3-1 forystu í seinni leiknum á móti Roma. Nú voru þeir í enn betri stöðu en niðurstaðan var sú sama og enn einu sinni missir Barcelona af sannkölluðu dauðafæri að vinna Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Sjá meira