Ótímabundnu hléi á samskiptum íslenskra stjórnvalda við Rússa lokið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. maí 2019 08:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Um samstilltar aðgerðir vestrænna ríkja var að ræða. „Eins og jafnan gildir um slíkar diplómatískar aðgerðir þá eru þær tímabundnar í eðli sínu,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svarinu kemur fram að fyrstu skref íslenskra stjórnvalda hafi verið tekin síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja. Í síðasta mánuði áttu forsetar ríkjanna tveggja, Guðni Th, Jóhannesson og Vladímír Pútín, fund í Pétursborg í tengslum við alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók þátt í ferð forsetans til Rússlands í fjarveru Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem átti ekki heimangengt vegna þriðja orkupakkans sem var til meðferðar á Alþingi. Guðlaugur Þór hitti hins vegar Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi í Rovaniemi í Finnlandi fyrr í vikunni í aðdraganda utanríkisráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Í fyrrgreindu svari utanríkisráðuneytisins segir að það sé fyllilega í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda og í samræmi við stefnu Íslands að tvíhliða samtöl við rússneska ráðamenn á æðsta stigi stjórnsýslunnar fari fram. Heimildir blaðsins herma að utanríkisráðherra hafi fyrir nokkrum mánuðum lagt fram minnisblað í ríkisstjórn um fyrirhuguð samskipti við Rússa að nýju. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að minnisblaðinu var synjað. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Um samstilltar aðgerðir vestrænna ríkja var að ræða. „Eins og jafnan gildir um slíkar diplómatískar aðgerðir þá eru þær tímabundnar í eðli sínu,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svarinu kemur fram að fyrstu skref íslenskra stjórnvalda hafi verið tekin síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja. Í síðasta mánuði áttu forsetar ríkjanna tveggja, Guðni Th, Jóhannesson og Vladímír Pútín, fund í Pétursborg í tengslum við alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók þátt í ferð forsetans til Rússlands í fjarveru Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem átti ekki heimangengt vegna þriðja orkupakkans sem var til meðferðar á Alþingi. Guðlaugur Þór hitti hins vegar Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi í Rovaniemi í Finnlandi fyrr í vikunni í aðdraganda utanríkisráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Í fyrrgreindu svari utanríkisráðuneytisins segir að það sé fyllilega í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda og í samræmi við stefnu Íslands að tvíhliða samtöl við rússneska ráðamenn á æðsta stigi stjórnsýslunnar fari fram. Heimildir blaðsins herma að utanríkisráðherra hafi fyrir nokkrum mánuðum lagt fram minnisblað í ríkisstjórn um fyrirhuguð samskipti við Rússa að nýju. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að minnisblaðinu var synjað.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira