Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 15:07 Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, og repúblikani. Vísir/AP Ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum skrifaði í dag undir umdeilt frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita af því að þær eru þungaðar. Georgía er nú með ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum. Frumvarpið sem repúblikanar á ríkisþingi Georgíu samþykktu í mars kveður á um að þungunarrof sé óheimilt eftir að hjartsláttur fósturs greinist. Það þýðir að þegar margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar verður þeim bannað með lögum að gangast undir þungunarrof. Repúblikaninn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, skrifaði undir frumvarpið í dag og urðu þau þar með að lögum í ríkinu. Við undirskriftina sagðist Kemp standa við loforð sitt um að koma „strangasta þungunarrofsfrumvarpi landsins“ í framkvæmd. Áður var þungunarrof bannað í Georgíu eftir tuttugustu viku meðgöngu. Nær öruggt þykir að kvenréttindasamtök og samtök lækna eigi eftir skjóta málinu til dómstóla. Kemp viðurkenndi að það yrði líklegasta niðurstaðan. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) hafa þegar boðað málsókn gegn Kemp.Sambærileg frumvörp felld úr gildi annars staðar Réttindasamtök hafa gagnrýnt frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að flytjendur þess ætli sér beinlínis að það komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar sitja nú íhaldssamir dómarar í öruggum meirihluta eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo dómara við réttinn. Þeir gætu snúið við fordæmi Hæstaréttar sem hefur sagt konur eiga rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Mótmælendur klæddir í rauða kufla og hvíta hatta eins og persónur úr bókinni „Sögu þernunnar“ eftir Margaret Atwood gengu að ríkisþinghúsinu í Atlanta og andæfðu frumvarpinu í dag. Bókin, sem nýlega var gerð að sjónvarpsþætti, fjallar um framtíðarmartraðarríki þar sem konu eru hnepptar í þrældóm til að ala upp börn.Washington Post segir að læknar sem eru andsnúnir lögunum hafi bent á að það sem virðist vera hjartsláttur í sjöttu viku meðgöngu sé aðeins titringur í vef sem væri ekki til staðar án móðurinnar. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þau hafa orðið að lögum í Kentucky, Mississippi og Ohio. Dómari lagði lögbann við gildistöku laganna í Kentucky. Ríkisdómstólar í Iowa og Norður-Dakóta töldu frumvörpin stangast á við stjórnarskrá þeirra. Nýju lögin í Georgíu fela í sér undantekningar vegna sifjaspells, nauðgana og þegar líf konu er í hættu. Ólíkt frumvörpum sem hafa verið lögð fyrir eða samþykkt annars staðar skilgreina lögin í Georgíu fóstur sem „manneskju“ eftir að hjartsláttur greinist. Bandaríkin Tengdar fréttir Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum skrifaði í dag undir umdeilt frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita af því að þær eru þungaðar. Georgía er nú með ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum. Frumvarpið sem repúblikanar á ríkisþingi Georgíu samþykktu í mars kveður á um að þungunarrof sé óheimilt eftir að hjartsláttur fósturs greinist. Það þýðir að þegar margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar verður þeim bannað með lögum að gangast undir þungunarrof. Repúblikaninn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, skrifaði undir frumvarpið í dag og urðu þau þar með að lögum í ríkinu. Við undirskriftina sagðist Kemp standa við loforð sitt um að koma „strangasta þungunarrofsfrumvarpi landsins“ í framkvæmd. Áður var þungunarrof bannað í Georgíu eftir tuttugustu viku meðgöngu. Nær öruggt þykir að kvenréttindasamtök og samtök lækna eigi eftir skjóta málinu til dómstóla. Kemp viðurkenndi að það yrði líklegasta niðurstaðan. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) hafa þegar boðað málsókn gegn Kemp.Sambærileg frumvörp felld úr gildi annars staðar Réttindasamtök hafa gagnrýnt frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að flytjendur þess ætli sér beinlínis að það komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar sitja nú íhaldssamir dómarar í öruggum meirihluta eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo dómara við réttinn. Þeir gætu snúið við fordæmi Hæstaréttar sem hefur sagt konur eiga rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Mótmælendur klæddir í rauða kufla og hvíta hatta eins og persónur úr bókinni „Sögu þernunnar“ eftir Margaret Atwood gengu að ríkisþinghúsinu í Atlanta og andæfðu frumvarpinu í dag. Bókin, sem nýlega var gerð að sjónvarpsþætti, fjallar um framtíðarmartraðarríki þar sem konu eru hnepptar í þrældóm til að ala upp börn.Washington Post segir að læknar sem eru andsnúnir lögunum hafi bent á að það sem virðist vera hjartsláttur í sjöttu viku meðgöngu sé aðeins titringur í vef sem væri ekki til staðar án móðurinnar. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þau hafa orðið að lögum í Kentucky, Mississippi og Ohio. Dómari lagði lögbann við gildistöku laganna í Kentucky. Ríkisdómstólar í Iowa og Norður-Dakóta töldu frumvörpin stangast á við stjórnarskrá þeirra. Nýju lögin í Georgíu fela í sér undantekningar vegna sifjaspells, nauðgana og þegar líf konu er í hættu. Ólíkt frumvörpum sem hafa verið lögð fyrir eða samþykkt annars staðar skilgreina lögin í Georgíu fóstur sem „manneskju“ eftir að hjartsláttur greinist.
Bandaríkin Tengdar fréttir Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent