Innlent

Eurovision-sviðið í Ísrael minna en Hatarar segjast hafa búist við

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Búningar Hatara eru sagðir eldþolnir.
Búningar Hatara eru sagðir eldþolnir. Mynd/Eurovision
Sviðið í Expo-höllinni í Tel Avív var minna en Hatari bjóst við eftir fyrstu æfingu sem fram fór í fyrradag.

Eurovision-hópurinn íslenski þarf að huga sérstaklega vel að sviðsetningu og því hvernig listafólkið hreyfir sig á sviðinu þar sem eldur er stór hluti atriðisins.

Þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson segjast þó ekki hafa áhyggjur af því að verða eldinum að bráð þar sem allir búningar Hatara séu eldþolnir og yfirfarnir af sérfræðingum fyrir hverja æfingu og flutning. Þetta kemur fram í viðtali Williams Lee Adams við Hatara sem tekið var eftir fyrstu æfingu hópsins á sunnudag.

Eurovision-hópur okkar Íslendinga nýtur daganna í Ísrael þar sem frí var frá æfingum í gær.

Hluti hópsins fór í skoðunarferð til Jerúsalem og um kvöldið fór mannskapurinn í boð til borgarstjóra borgarinnar Herzlya ásamt öllum keppendum Eurovision.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×