Þar heimsótti Auðunn Blöndal landsliðsmanninn í Berlín þar sem hann býr ásamt kærustu sinni, Önnu Maríu Bjarnadóttur, en saman eiga þau ungan dreng.
Martin er atvinnumaður í körfubolta og leikur með Alba Berlín. Í þættinum kom í ljós að Martin sé ekkert sérstakur í eldhúsinu og ekki er Auðunn Blöndal einhver Michelinö-kokkur.
Eitt kvöldið reyndu þeir félagarnir að matreiða lasagna og má segja að þar hafi málshátturinn haltur leiðir blindan átt vel við.
Hér að neðan má sjá hvernig til tókst en það er skemmst frá því að segja að það hafi ekki gengið vel.