Julian Boyd, leikmaður KR, var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn ÍR.
Boyd skoraði 21 stig og tók tíu fráköst þegar KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með öruggum sigri á ÍR, 98-70, í oddaleik í kvöld.
Í úrslitaeinvíginu var Boyd með 19,6 stig, 9,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Þessi 29 ára Bandaríkjamaður reyndist KR frábærlega í vetur og var stigahæsti leikmaður liðsins með 22,0 stig að meðaltali í leik.
