Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 10:36 Jair Bolsonaro er ekki vinsæll meðal náttúruverndar- og mannréttindasinna. Andre Coelho/Getty Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna eftir hávær mótmæli baráttufólks fyrir réttindum samkynhneigðra og náttúruverndarsinna, en Bolsonaro er, sökum pólitískrar afstöðu sinnar, ekki í hávegum hafður hjá áðurnefndum hópum. Bolsonaro segir sökina meðal annars liggja hjá Bill de Blasio, borgarstjóra New York. Ráðgert var að Bolsonaro myndi vera viðstaddur athöfn honum til heiðurs í New York síðar í þessum mánuði. Skipulagning viðburðarins var í höndum brasilísk-bandaríska verslunarráðsins. Náttúrusögusafn Bandaríkjanna hafði áður samþykkt að halda viðburðinn, sem fara átti fram í formi viðhafnarkvöldverðar til heiðurs Bolsonaro, þar sem hann yrði sæmdur verðlaununum „manneskja ársins.“ Safnið sætti mikilli gagnrýni eftir að ákvörðun þess var gerð opinber en Bolsonaro er í hópi þeirra þjóðarleiðtoga heimsins sem hvað mest hefur talað fyrir því að slaka á lögum og reglugerðum sem ætlað er að vernda náttúruna. Sem dæmi þess má nefna að árið 2002 lét hann hafa eftir sér í blaðaviðtali að ef hann sæi tvo menn kyssast úti á götu, mynd hann „berja þá.“ Í öðru viðtali, árið 2011, lét hann í veðri vaka að samkynhneigð og barnagirnd héldust í hendur og hélt því fram að „mörg börn sem ættleidd eru af samkynhneigðum pörum þurfa að þola misnotkun af hendi þeirra.“ Þó nokkrir bakhjarlar viðburðarins hafa í kjölfar gagnrýninnar sem litið hefur dagsins ljós dregið stuðning sinn við athöfnina til baka. Þeirra á meðal eru flugfélagið Delta, dagblaðið Financial Times og stjórnunarráðgjafafyrirtækið Bain & Co. Samkvæmt talsmanni forsetans, hershöfðingjanum Otavio Rego Barros, mun Bolsonaro ekki sækja viðburðinn sökum „andspyrnu og meðvitaðra árása borgarstjóra New York-borgar og þrýstings hagsmunahópa“ á skipuleggjendur viðburðarins. Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio hefur meðal annars sagt Bolsonaro vera mjög hættulega manneskju. „Hann er ekki bara hættulegur vegna augljósra kynþáttafordóma og hómófóbíu sem sem hann er haldinn, heldur er hann líka sú manneskja sem mest áhrif getur haft á það sem gerist í Amazon-regnskóginum í náinni framtíð,“ sagði borgarstjórinn í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Bandaríkin Brasilía Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna eftir hávær mótmæli baráttufólks fyrir réttindum samkynhneigðra og náttúruverndarsinna, en Bolsonaro er, sökum pólitískrar afstöðu sinnar, ekki í hávegum hafður hjá áðurnefndum hópum. Bolsonaro segir sökina meðal annars liggja hjá Bill de Blasio, borgarstjóra New York. Ráðgert var að Bolsonaro myndi vera viðstaddur athöfn honum til heiðurs í New York síðar í þessum mánuði. Skipulagning viðburðarins var í höndum brasilísk-bandaríska verslunarráðsins. Náttúrusögusafn Bandaríkjanna hafði áður samþykkt að halda viðburðinn, sem fara átti fram í formi viðhafnarkvöldverðar til heiðurs Bolsonaro, þar sem hann yrði sæmdur verðlaununum „manneskja ársins.“ Safnið sætti mikilli gagnrýni eftir að ákvörðun þess var gerð opinber en Bolsonaro er í hópi þeirra þjóðarleiðtoga heimsins sem hvað mest hefur talað fyrir því að slaka á lögum og reglugerðum sem ætlað er að vernda náttúruna. Sem dæmi þess má nefna að árið 2002 lét hann hafa eftir sér í blaðaviðtali að ef hann sæi tvo menn kyssast úti á götu, mynd hann „berja þá.“ Í öðru viðtali, árið 2011, lét hann í veðri vaka að samkynhneigð og barnagirnd héldust í hendur og hélt því fram að „mörg börn sem ættleidd eru af samkynhneigðum pörum þurfa að þola misnotkun af hendi þeirra.“ Þó nokkrir bakhjarlar viðburðarins hafa í kjölfar gagnrýninnar sem litið hefur dagsins ljós dregið stuðning sinn við athöfnina til baka. Þeirra á meðal eru flugfélagið Delta, dagblaðið Financial Times og stjórnunarráðgjafafyrirtækið Bain & Co. Samkvæmt talsmanni forsetans, hershöfðingjanum Otavio Rego Barros, mun Bolsonaro ekki sækja viðburðinn sökum „andspyrnu og meðvitaðra árása borgarstjóra New York-borgar og þrýstings hagsmunahópa“ á skipuleggjendur viðburðarins. Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio hefur meðal annars sagt Bolsonaro vera mjög hættulega manneskju. „Hann er ekki bara hættulegur vegna augljósra kynþáttafordóma og hómófóbíu sem sem hann er haldinn, heldur er hann líka sú manneskja sem mest áhrif getur haft á það sem gerist í Amazon-regnskóginum í náinni framtíð,“ sagði borgarstjórinn í útvarpsviðtali í síðasta mánuði.
Bandaríkin Brasilía Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira