Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 11:01 Sólsetrið á Mars eins og það hefði komið mönnum fyrir sjónir með berum augum 25. apríl. NASA/JPL-Caltech Bandaríska geimfarið Insight fangaði myndir af sólinni setjast og rísa á reikistjörnunni Mars í síðustu viku. Nokkurs konar hefð hefur skapast fyrir því að geimför bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA smelli af myndum af sólsetri og sólarupprás. Insight lenti á Mars í nóvember en geimfarinu er ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar. Um borð er fyrsti jarðskjálftamælirinn sem sendur hefur verið til Mars. Ætlunin er að kortleggja innra byrði reikistjörnunnar með nákvæmari hætti en hingað til hefur verið hægt. Eftir að mörgum meginverkefnum geimfarsins var lokið í síðustu viku ákváðu stjórnendur þess að beina myndavél á hreyfanlegum armi þess að sjóndeildarhringnum. Myndirnar voru teknar 24. og 25. apríl þegar klukkan var 5:30 að morgni á tíma reikistjörnunnar og aftur þrettán klukkustundum síðar, að því er segir í tilkynningu Jet Propulsion Lab NASA sem stýrir leiðangrinum.Sólarupprásin á Mars eins og hún kom fyrir sjónir Insight. Myndin hefur verið litaleiðrétt til að hún líkist sem mest því sem menn sæju.NASA/JPL-CaltechStærð sólarinnar á himninum á Mars er um tveir þriðju af stærðinni á jörðinni enda er Mars tæpum áttatíu milljón kílómetrum lengra frá sólinni en jörðin. Myndirnar sem NASA birti af sólsetrinu og sólarupprásinni voru bæði óunnar og unnar. Þær unnu eiga líkjast því sem menn sæju með berum augum á Mars. Fyrri Marsför NASA hafa tekið sambærilegar myndir, þar á meðal könnunarjepparnir Spirit, Opportunity og Curiosity, að sögn Space.com. Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00 Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bandaríska geimfarið Insight fangaði myndir af sólinni setjast og rísa á reikistjörnunni Mars í síðustu viku. Nokkurs konar hefð hefur skapast fyrir því að geimför bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA smelli af myndum af sólsetri og sólarupprás. Insight lenti á Mars í nóvember en geimfarinu er ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar. Um borð er fyrsti jarðskjálftamælirinn sem sendur hefur verið til Mars. Ætlunin er að kortleggja innra byrði reikistjörnunnar með nákvæmari hætti en hingað til hefur verið hægt. Eftir að mörgum meginverkefnum geimfarsins var lokið í síðustu viku ákváðu stjórnendur þess að beina myndavél á hreyfanlegum armi þess að sjóndeildarhringnum. Myndirnar voru teknar 24. og 25. apríl þegar klukkan var 5:30 að morgni á tíma reikistjörnunnar og aftur þrettán klukkustundum síðar, að því er segir í tilkynningu Jet Propulsion Lab NASA sem stýrir leiðangrinum.Sólarupprásin á Mars eins og hún kom fyrir sjónir Insight. Myndin hefur verið litaleiðrétt til að hún líkist sem mest því sem menn sæju.NASA/JPL-CaltechStærð sólarinnar á himninum á Mars er um tveir þriðju af stærðinni á jörðinni enda er Mars tæpum áttatíu milljón kílómetrum lengra frá sólinni en jörðin. Myndirnar sem NASA birti af sólsetrinu og sólarupprásinni voru bæði óunnar og unnar. Þær unnu eiga líkjast því sem menn sæju með berum augum á Mars. Fyrri Marsför NASA hafa tekið sambærilegar myndir, þar á meðal könnunarjepparnir Spirit, Opportunity og Curiosity, að sögn Space.com.
Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00 Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00
Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09
InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44