Vorspá Siggu Kling – Fiskarnir: Mikill kraftur í kringum þig síðustu mánuði Sigga Kling skrifar 3. maí 2019 09:00 Elsku Fiskurinn minn, þú ert fæddur til að gera góðverk og eftir því sem þú gerir fleiri góðverk þessa dagana gengur þér betur. Þú ert svo sannarlega að breytast og þegar þú breytist þá breytist heimurinn svo ekki vera of mikið að spá í afhverju þetta eða hitt, heldur leyfðu þér bara að njóta og fljóta. Það sagði mér einu sinni voða góð manneskja í þessu merki að hún hugsaði svo mikið um hvað hefði gerst í fortíðinni og var stressuð yfir því og hafði líka mikinn kvíða fyrir framtíðinni. Hún skýrði það þannig fyrir mér að það væri eins og að vera með annan fótinn í fortíðinni, hinn í framtíðinni og þarmeð væri hún að míga í nútíðinni. Það hefur verið mikill kraftur í kringum þig síðustu mánuði og þú ert að efla þitt dásamlega sjálfstraust, færð mikið af hrósi og það er mikilvægt þú skiljir að þú ert vel liðinn og átt frábæra vini. Þú getur látið reiðina og neikvæðnina ná tökum á þér, en það er bara þitt að taka ákvörðun að steinhætta því, vegna þess að þú hefur kraft til að skapa líf þitt jafnóðum. Í ástinni þarfnastu persónulegs rýmis, þó þú sért mikið fyrir snertingar þá býr í þér svolítill hellisbúi og þeir sem elska þig eru ekki alltaf nógu vissir um hvar þeir hafi þig. Það er mikil ást í kortinu þínu svo sýndu þínar mjúku hliðar því ástin verður þinn fylgifiskur. Ríkjandi pláneta þín er Neptúnus, sem gefur þér styrk til að ná árangri, en ekki reyna að ná árangri í öllu, þá mistekst þér því þú ert hinn góðviljaði stjórnandi svo útdeildu frekar verkefnum til annarra frekar en að gera allt sjálfur. Maí verður hraður og skemmtilegur mánuður og það verður svo margt sem kemur þér svo á óvart, svo þú átt eftir að elska þetta tímabil því þú verður í essinu þínu og slærð um þig eins og stjarna á sviði. Einhverjir í kringum þig eru svolítið sárir og þú þarft að veita því athygli að gleyma ekki gömlum vinum eða þeim sem eiga bágt í fjölskyldunni. Knús og kossar, Sigga Kling.Elín, Liz, Sigmundur, Rihanna, Balti og Albert.Vísir/Getty/FBLFiskar 19. febrúar - 20. marsHöddi Magg, fjölmiðlamaður, 19. febrúarBaltasar Kormákur, leikstjóri, 27. febrúarAlbert Einstein, vísindamaður, 14. marsSigmundur Davíð Gunnlaugsson, 12. marsÓlafur Darri Ólafsson, leikari, 13. marsVigdís Hauksdóttir, stjórnmálamaður, 20. marsIlmur Kristjánsdóttir leikkona, 19. marsPáll Óskar poppstjarna, 16. marsElín Metta Jensen, fótboltakona, 1. marsRihanna, tónlistarkona, 20. febrúarLiz Taylor, leikkona, 27. febrúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Elsku Fiskurinn minn, þú ert fæddur til að gera góðverk og eftir því sem þú gerir fleiri góðverk þessa dagana gengur þér betur. Þú ert svo sannarlega að breytast og þegar þú breytist þá breytist heimurinn svo ekki vera of mikið að spá í afhverju þetta eða hitt, heldur leyfðu þér bara að njóta og fljóta. Það sagði mér einu sinni voða góð manneskja í þessu merki að hún hugsaði svo mikið um hvað hefði gerst í fortíðinni og var stressuð yfir því og hafði líka mikinn kvíða fyrir framtíðinni. Hún skýrði það þannig fyrir mér að það væri eins og að vera með annan fótinn í fortíðinni, hinn í framtíðinni og þarmeð væri hún að míga í nútíðinni. Það hefur verið mikill kraftur í kringum þig síðustu mánuði og þú ert að efla þitt dásamlega sjálfstraust, færð mikið af hrósi og það er mikilvægt þú skiljir að þú ert vel liðinn og átt frábæra vini. Þú getur látið reiðina og neikvæðnina ná tökum á þér, en það er bara þitt að taka ákvörðun að steinhætta því, vegna þess að þú hefur kraft til að skapa líf þitt jafnóðum. Í ástinni þarfnastu persónulegs rýmis, þó þú sért mikið fyrir snertingar þá býr í þér svolítill hellisbúi og þeir sem elska þig eru ekki alltaf nógu vissir um hvar þeir hafi þig. Það er mikil ást í kortinu þínu svo sýndu þínar mjúku hliðar því ástin verður þinn fylgifiskur. Ríkjandi pláneta þín er Neptúnus, sem gefur þér styrk til að ná árangri, en ekki reyna að ná árangri í öllu, þá mistekst þér því þú ert hinn góðviljaði stjórnandi svo útdeildu frekar verkefnum til annarra frekar en að gera allt sjálfur. Maí verður hraður og skemmtilegur mánuður og það verður svo margt sem kemur þér svo á óvart, svo þú átt eftir að elska þetta tímabil því þú verður í essinu þínu og slærð um þig eins og stjarna á sviði. Einhverjir í kringum þig eru svolítið sárir og þú þarft að veita því athygli að gleyma ekki gömlum vinum eða þeim sem eiga bágt í fjölskyldunni. Knús og kossar, Sigga Kling.Elín, Liz, Sigmundur, Rihanna, Balti og Albert.Vísir/Getty/FBLFiskar 19. febrúar - 20. marsHöddi Magg, fjölmiðlamaður, 19. febrúarBaltasar Kormákur, leikstjóri, 27. febrúarAlbert Einstein, vísindamaður, 14. marsSigmundur Davíð Gunnlaugsson, 12. marsÓlafur Darri Ólafsson, leikari, 13. marsVigdís Hauksdóttir, stjórnmálamaður, 20. marsIlmur Kristjánsdóttir leikkona, 19. marsPáll Óskar poppstjarna, 16. marsElín Metta Jensen, fótboltakona, 1. marsRihanna, tónlistarkona, 20. febrúarLiz Taylor, leikkona, 27. febrúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira