Innlent

TF-LÍF komin í lag

Birgir Olgeirsson skrifar
TF LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar. FBL/ERNIR
Landhelgisgæslan stóð frammi fyrir því vandamáli í dag að geta ekki notast við þyrlu ef til útkalls kæmi. Ekkert útkall barst en sú staða var uppi að þyrlan TF LÍF var ekki til taks vegna bilunar sem kom upp í dag og er enn verið að þjálfa starfsfólk gæslunnar til að fljúga nýju þyrlunni, TF EIR, og sinna viðhaldi hennar.

Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fengust þær upplýsingar að vonast sé til að TF LÍF verði lagfærð í dag og verði hægt að nota hana sem allra fyrst. Nú rétt eftir klukkan sex fengust þær upplýsingar að TF-LÍF hefði verið löguð. 

TF EIR kom til landsins í mars síðastliðnum en önnur þyrla, TF GRÓ, er væntanleg til landsins á næstu vikum.

Fréttin var uppfærð klukkan 18:03




Fleiri fréttir

Sjá meira


×