Í færslu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á Facebook þar sem sagt er frá burðinum eru gimbrarnar kallaðar verkalýðsdrottningar enda komu þær í heiminn á sjálfum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.
Í athugasemd við færsluna er stungið upp á að gimbrarnar fái nöfnin Sólveig Anna, í höfuðið á formanni Eflingar, og Drífa Snædal, í höfuðið á forseta ASÍ, í tilefni dagsins.
Bæði lömbin eru mógolsótt og dafna þau vel. Næstu daga er svo von á fleiri lömbum í Húsdýragarðinum og biður starfsfólk garðsins því gesti sem fyrr að sýna dýrunum fyllstu tillitssemi.