Nýtt skeið er runnið upp Sigurður Hannesson skrifar 1. maí 2019 08:45 Áratugur endurreisnar efnahagslífsins er að baki og skiluðu skýr sýn og markvissar aðgerðir sterkri stöðu til að takast á við áskoranir fram undan. Tvennt stendur upp úr við endurreisn efnahagslífsins eftir fall bankanna 2008. Annars vegar er það endurskipulagning skulda þar sem heildstæð áætlun um losun fjármagnshafta vó þyngst. Hins vegar er það kröftugt viðbragð atvinnulífsins þar sem ferðaþjónusta blómstraði og varð að undirstöðugrein í útflutningi ásamt iðnaði og sjávarútvegi. Niðurstaðan af þessari markvissu uppbyggingu er sú að hagkerfið er gjörbreytt og stendur miklu sterkar nú en áður. Í sama anda á að efla samkeppnishæfnina þannig að öflugt atvinnulíf geti tryggt verðmætasköpun með tilheyrandi lífsgæðum fyrir landsmenn alla. Það þarf að gera – og verður gert – með mótun atvinnustefnu sem tengir saman stefnumótun í ólíkum málaflokkum.Sterk efnahagsleg staða Endurskipulagning skulda var þríþætt og olli algerum viðsnúningi. Með losun fjármagnshafta fékk ríkissjóður „hvalreka“ sem nam um 20% af vergri landsframleiðslu auk þess sem erlendar eignir þjóðarbúsins eru nú meiri en erlendar skuldir, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þessi staða, til viðbótar við öflugan gjaldeyrisforða, er mikilvæg festa fyrir hagkerfið. Í öðru lagi voru skuldir heimila endurskipulagðar og munaði þar mest um Leiðréttinguna. Skuldir heimilanna eru nú um 76% af vergri landsframleiðslu og hafa ekki verið lægri á þessari öld en námu 122% þegar mest var árið 2009. Í þriðja lagi voru skuldir fyrirtækja endurskipulagðar í gegnum bankakerfið og eru nú um 40% af því sem var þegar mest lét.Stöðugleiki Lífskjarasamningurinn er samsett lausn sem miðar að hærri launum, auknum sveigjanleika og lægri sköttum. Með hliðsjón af sterkari efnahagslegri stöðu eins og að framan greinir, kólnun hagkerfisins og fyrirhuguðum umbótum á húsnæðismarkaði skapast skilyrði til lækkunar vaxta líkt og seðlabankastjóri nefndi í grein sinni í Morgunblaðinu í gær. Þannig skapast skilyrði fyrir stöðugleika á næstu árum. Lífskjarasamningurinn og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar samhliða gerð hans marka kaflaskil enda eru þeir viðbragð við breyttum aðstæðum. Hagkerfið er að kólna eftir gjöfult hagvaxtarskeið þar sem kaupmáttur hefur vaxið mikið og viðskiptakjör hafa farið versnandi. Erlend samkeppni í skjóli lægri launa, lægri vaxta og lægri skatta knýr á um hagræðingu fyrir íslenskan iðnað. Nauðsynlegt er að bregðast við svo Ísland dragist ekki aftur úr öðrum ríkjum og það verður aðeins gert með aukinni samkeppnishæfni.Eflum samkeppnishæfni Samkeppnishæfni er heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum enda er aukin samkeppnishæfni ávísun á aukin verðmæti. Fjórar mikilvægustu stoðir samkeppnishæfni eru menntun og mannauður, efnislegir innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Umbætur á þessum fjórum sviðum gagnast því öllum fyrirtækjum enda lyftast öll skip á flóði.Atvinnustefna varðar veginn Atvinnustefna er samhæfing aðgerða til þess að skapa aukin verðmæti, auka framleiðni og efla samkeppnishæfni. Um þessar mundir vinna stjórnvöld að mótun stefnu í ýmsum lykilmálaflokkum. Það er vel en við munum ekki ná árangri nema hugsa stórt og á heildstæðan hátt, líkt og við endurreisn efnahagslífsins undanfarinn áratug, þannig að stefnumótun í ólíkum málaflokkum vinni að sameiginlegu markmiði. Tengja þarf saman stefnumótun á sviði menntamála, nýsköpunar, innviðauppbyggingar og bætts starfsumhverfis fyrirtækja með það að markmiði að auka verðmætasköpun á Íslandi. Einnig þarf að horfa til orku- og loftslagsmála. Með því að læra af reynslu síðasta áratugar og hugsa heildstætt getum við bætt stöðu Íslands svo um munar. Þetta er ekki val heldur nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Áratugur endurreisnar efnahagslífsins er að baki og skiluðu skýr sýn og markvissar aðgerðir sterkri stöðu til að takast á við áskoranir fram undan. Tvennt stendur upp úr við endurreisn efnahagslífsins eftir fall bankanna 2008. Annars vegar er það endurskipulagning skulda þar sem heildstæð áætlun um losun fjármagnshafta vó þyngst. Hins vegar er það kröftugt viðbragð atvinnulífsins þar sem ferðaþjónusta blómstraði og varð að undirstöðugrein í útflutningi ásamt iðnaði og sjávarútvegi. Niðurstaðan af þessari markvissu uppbyggingu er sú að hagkerfið er gjörbreytt og stendur miklu sterkar nú en áður. Í sama anda á að efla samkeppnishæfnina þannig að öflugt atvinnulíf geti tryggt verðmætasköpun með tilheyrandi lífsgæðum fyrir landsmenn alla. Það þarf að gera – og verður gert – með mótun atvinnustefnu sem tengir saman stefnumótun í ólíkum málaflokkum.Sterk efnahagsleg staða Endurskipulagning skulda var þríþætt og olli algerum viðsnúningi. Með losun fjármagnshafta fékk ríkissjóður „hvalreka“ sem nam um 20% af vergri landsframleiðslu auk þess sem erlendar eignir þjóðarbúsins eru nú meiri en erlendar skuldir, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þessi staða, til viðbótar við öflugan gjaldeyrisforða, er mikilvæg festa fyrir hagkerfið. Í öðru lagi voru skuldir heimila endurskipulagðar og munaði þar mest um Leiðréttinguna. Skuldir heimilanna eru nú um 76% af vergri landsframleiðslu og hafa ekki verið lægri á þessari öld en námu 122% þegar mest var árið 2009. Í þriðja lagi voru skuldir fyrirtækja endurskipulagðar í gegnum bankakerfið og eru nú um 40% af því sem var þegar mest lét.Stöðugleiki Lífskjarasamningurinn er samsett lausn sem miðar að hærri launum, auknum sveigjanleika og lægri sköttum. Með hliðsjón af sterkari efnahagslegri stöðu eins og að framan greinir, kólnun hagkerfisins og fyrirhuguðum umbótum á húsnæðismarkaði skapast skilyrði til lækkunar vaxta líkt og seðlabankastjóri nefndi í grein sinni í Morgunblaðinu í gær. Þannig skapast skilyrði fyrir stöðugleika á næstu árum. Lífskjarasamningurinn og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar samhliða gerð hans marka kaflaskil enda eru þeir viðbragð við breyttum aðstæðum. Hagkerfið er að kólna eftir gjöfult hagvaxtarskeið þar sem kaupmáttur hefur vaxið mikið og viðskiptakjör hafa farið versnandi. Erlend samkeppni í skjóli lægri launa, lægri vaxta og lægri skatta knýr á um hagræðingu fyrir íslenskan iðnað. Nauðsynlegt er að bregðast við svo Ísland dragist ekki aftur úr öðrum ríkjum og það verður aðeins gert með aukinni samkeppnishæfni.Eflum samkeppnishæfni Samkeppnishæfni er heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum enda er aukin samkeppnishæfni ávísun á aukin verðmæti. Fjórar mikilvægustu stoðir samkeppnishæfni eru menntun og mannauður, efnislegir innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Umbætur á þessum fjórum sviðum gagnast því öllum fyrirtækjum enda lyftast öll skip á flóði.Atvinnustefna varðar veginn Atvinnustefna er samhæfing aðgerða til þess að skapa aukin verðmæti, auka framleiðni og efla samkeppnishæfni. Um þessar mundir vinna stjórnvöld að mótun stefnu í ýmsum lykilmálaflokkum. Það er vel en við munum ekki ná árangri nema hugsa stórt og á heildstæðan hátt, líkt og við endurreisn efnahagslífsins undanfarinn áratug, þannig að stefnumótun í ólíkum málaflokkum vinni að sameiginlegu markmiði. Tengja þarf saman stefnumótun á sviði menntamála, nýsköpunar, innviðauppbyggingar og bætts starfsumhverfis fyrirtækja með það að markmiði að auka verðmætasköpun á Íslandi. Einnig þarf að horfa til orku- og loftslagsmála. Með því að læra af reynslu síðasta áratugar og hugsa heildstætt getum við bætt stöðu Íslands svo um munar. Þetta er ekki val heldur nauðsyn.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar